Kakóið gott fyrir líkama, huga og sál Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Tinna Sverrisdóttir leikkona er einn af eigendum Andagiftar í Skeifunni. Hún segir hreint kakó vera algjöra ofurfæðu. Fréttablaðið/Ernir Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira