Kakóið gott fyrir líkama, huga og sál Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Tinna Sverrisdóttir leikkona er einn af eigendum Andagiftar í Skeifunni. Hún segir hreint kakó vera algjöra ofurfæðu. Fréttablaðið/Ernir Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Tinna Sverrisdóttir leikkona stofnaði súkkulaðisetrið Andagift ásamt vinkonu sinni, tónlistarkonunni Láru Rúnarsdóttur. Nýverið bættu þær við þriðja meðeigandanum, Signý Leifsdóttur. Í apríl á þessu ári stækkuðu þær við sig og fóru undir sama þak og Yoga Shala í Skeifunni 7. Hún segir fyrirtækin eiga það sameiginlegt að höfða til fólks sem vill einfaldlega læra að slaka á og stunda sjálfsrækt. „Við héldum risa opnunarpartí í apríl, það mættu fleiri en hundrað manns. Nú langaði okkur að gera aftur eitthvað svipað og ákváðum því að halda haustfagnað,“ segir Tinna. Hún segir viðburðinn fullkominn fyrir þá sem vilja kynna sér frekar starfsemi Andagiftar og Yoga Shala. „Þetta verður smá svona samsuða af öllu því besta sem við bjóðum upp á. Hann Tómas Oddur Eiríksson, annar eigandi Yoga Shala, hefur verið með Yogamoves og verður með okkur í svokölluðu Kakómoves um kvöldið, þar sem við sameinum það kakóathöfninni okkar.“ Tinna segir Yogamoves vera nokkurs konar tryllt edrúdjamm. „Við verðum með plötusnúðinn DJ Houskell og svo leiðir Tómas fólk inn í smá jógaflæði, liðkar fólk upp og svo inn í dans.“ Sjálfar munu Lára og Tinna leiða fólk inn í súkkulaðiathöfnina. „Hún hefst á því að við drekkum 100 prósent hreint kakó frá Gvatemala. Það hefur verið notað í þúsundir ára af Maya-indjánum og er algjör ofurfæða. Það inniheldur mikið magn af magnesíum og andoxunarefnum. Í einföldu máli þá er það bara ótrúlega gott fyrir líkama, huga og sál. Kvöldið endar svo á djúpslökun og tónheilun.“ Frá eitt til fimm verður fatamarkaður en Kakómoves hefst svo klukkan hálfátta. „Á meðan á fatamarkaðinum stendur verður í raun opið hús. Það verða ekki bara flíkur til sölu heldur líka plöntur og bækur. Allt á markaðinum verður á 500-1.500 krónur. Alls konar hlutir sem eru góðir fyrir sálina.“ Boðið verður upp á kakó og fólk getur einnig nælt sér í bolla eða kristalla. „Svo er hægt að fá afrit af stundaskránni og nýta tækifærið til að spyrja okkur hafi fólk áhuga. Þannig að þetta verður ekki bara samansafn af flottu fólki að selja fötin sín,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún sé ekki komin með nóg af kakóinu, segir hún svo alls ekki vera. „Nei langt í frá,“ svarar hún hlæjandi. Hægt er að nálgast stundaskrá og fleiri upplýsingar um viðburðinn á andagift.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira