Enski boltinn

Pochettino hættir ekki eftir leikinn gegn Arsenal: „Heimskulegur orðrómur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pochettino hefur stýrt Tottenham síðan 2014.
Pochettino hefur stýrt Tottenham síðan 2014. vísir/getty
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, segir ekkert hæft í sögusögnum þess efnis að hann hætti hjá Spurs eftir grannaslaginn gegn Arsenal á sunnudaginn.

„Orðrómurinn er heimskulegur. Svona sögusagnir skapa vandamál,“ sagði Pochettino á blaðamannafundi í dag.

„Ég hætti ekki eftir leikinn gegn Arsenal. Ég verð hér enn á mánudaginn og þriðjudaginn,“ bætti Argentínumaðurinn við.

Pochettino var verulega pirraður eftir tap Tottenham fyrir Newcastle United á sunnudaginn og sagði að leikmannahópur Spurs væri ekki í jafnvægi.

Tottenham er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×