Hægt að útrýma malaríu fyrir miðja öldina Heimsljós kynnir 9. september 2019 16:00 Gleðifréttir fyrir börn í Afríku. gunnisal Að mati fræðimanna ætti að vera unnt að útrýma malaríu eða mýrarköldu um miðja þessa öld. Malaría er einn skæðasti og banvænasti sjúkdómur sem mannkynið hefur glímt við um aldir. Hópur rúmlega fjörutíu fræðimanna birti grein í gær í læknatímaritinu The Lancet þar sem þeir staðhæfa, með vísan í faraldsfræðilegar og fjárhagslegar greiningar, að fyrir árið 2050 sé mögulega unnt að útrýma malaríu „með réttum tækjum, réttum aðferðum og nægu fjármagni,“ eins og þeir segja í grein sinni. „Útrýming malaríu hefur alltof lengi verið fjarlægur draumur, en nú höfum við sannanir fyrir því að unnt sé að uppræta malaríu fyrir árið 2050,“ segir Richard Feachem sem stýrir alþjóðlegum lýðheilsuhóp við Kaliforníuháskóla í San Francisco. Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir í baráttunni gegn malaríu. Malaríutilvikum hefur fækkað um 36% og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fækkað um 60%. Í greininni í The Lancet er hins vegar varað við því að árangri tveggja síðustu áratuga sé teflt í tvísýnu vegna skorts á fjármagni og þeirrar staðreyndar að í 55 þjóðríkjum í Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku fjölgi malaríutilvikum. Þau eru langflest í Afríkuríkjum og rúmlega þriðjungur tilvika í aðeins tveimur löndum: Nígeríu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Á síðasta ári greindust 219 milljónir manna með malaríu og þar af létust 435 þúsund, mikill meirihluti börn og sérstaklega kornabörn. Samkvæmt tölfræðinni deyr barn af völdum malaríu aðra hverja mínútu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent
Að mati fræðimanna ætti að vera unnt að útrýma malaríu eða mýrarköldu um miðja þessa öld. Malaría er einn skæðasti og banvænasti sjúkdómur sem mannkynið hefur glímt við um aldir. Hópur rúmlega fjörutíu fræðimanna birti grein í gær í læknatímaritinu The Lancet þar sem þeir staðhæfa, með vísan í faraldsfræðilegar og fjárhagslegar greiningar, að fyrir árið 2050 sé mögulega unnt að útrýma malaríu „með réttum tækjum, réttum aðferðum og nægu fjármagni,“ eins og þeir segja í grein sinni. „Útrýming malaríu hefur alltof lengi verið fjarlægur draumur, en nú höfum við sannanir fyrir því að unnt sé að uppræta malaríu fyrir árið 2050,“ segir Richard Feachem sem stýrir alþjóðlegum lýðheilsuhóp við Kaliforníuháskóla í San Francisco. Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir í baráttunni gegn malaríu. Malaríutilvikum hefur fækkað um 36% og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fækkað um 60%. Í greininni í The Lancet er hins vegar varað við því að árangri tveggja síðustu áratuga sé teflt í tvísýnu vegna skorts á fjármagni og þeirrar staðreyndar að í 55 þjóðríkjum í Afríku, Asíu og rómönsku Ameríku fjölgi malaríutilvikum. Þau eru langflest í Afríkuríkjum og rúmlega þriðjungur tilvika í aðeins tveimur löndum: Nígeríu og Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Á síðasta ári greindust 219 milljónir manna með malaríu og þar af létust 435 þúsund, mikill meirihluti börn og sérstaklega kornabörn. Samkvæmt tölfræðinni deyr barn af völdum malaríu aðra hverja mínútu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent