Björn Leví ræddi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 8. september 2019 13:30 Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að skattar lækki ekki fyrr en árið 2021 ef marka má nýbirt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann segir jafnframt að reikna megi með skattahækkun á næsta ári. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það er talað um skattalækkanir sem er bara ekki satt fyrir árið 2020. Það eru skattahækkanir 2020. Það er ekki fyrr en að áætlaðar skattabreytingar 2021 gerast, sem er á kosningaári að sjálfsögðu, að það verður eitthvað sem gæti kallast skattalækkun ef það gengur eftir,“ sagði Björn Leví um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar.Athugasemd ritstjórnar: Björn Leví Gunnarsson hefur síðar leiðrétt greiningu sína og segir það hafa verið rangt að skattalækkun taki ekki gildi fyrr en árið 2021. Sjá má leiðréttingu hans sem hann birti á Facebook síðu sinni hér fyrir neðan.Hækkun á gjöldum og lækkun persónuafsláttar vegi á móti lækkun tekjuskatts Aðspurður segir Björn hann meðal annars eiga við um hið nýja lágtekjuþrep. „Af því að það fer ekki alveg niður í 31,44% strax, heldur fer niður í 35,04% á næsta ári. Á sama tíma er persónuafslátturinn lækkaður um fimm þúsund krónur eða svo, og það er verið að verðlagsuppfæra allt um 2,5% eða eitthvað þvíumlíkt, öll gjöld og svoleiðis sem að náttúrulega kemur niður á fólki. Það er beinlínis skattahækkun 2020.“ „Það er verið að básúna út um skattalækkunaraðgerðir og svoleiðis. Það byrjar á skattahækkun og ef að þau standa við það og allt virkar og svo framvegis, þá er skattalækkun á kosningaári.“ Björn sagði jafnframt að hann telji það ósanngjarnt að stjórnvöld endi kjörtímabilið á því að standa við svona kosningaloforð og „í rauninni láti það detta inn á næsta kjörtímabil að standa undir þeim skattalækkunum.“Willum ósammála þessari niðurstöðu Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, sagðist ósammála þessari greiningu.En það er semsagt rétt hjá Birni að það eru í grunninn engar skattalækkanir fyrr en árið 2021, er þetta rétt lesið hjá honum?„Nei, ég vil ekki meina svo. Þetta á að hefjast núna 2020 og er í fjárlagafrumvarpi, en það þarf auðvitað að stilla þrepamörkin og það verður bætt inn nýju þrepi. Tíðindin í þessu eru auðvitað þau að við erum að gera þetta á tveimur árum en ekki þremur. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Birni. „Þetta verður ekki skattalækkun, eða óbreyttir skattar fyrir alla, fyrr en árið 2021.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðasta föstudag frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2020. Hér má finna frekari umfjöllun Vísis um fjárlagafrumvarpið.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.Hér fyrir neðan má hlusta á fjárlagaumræðu þingmannanna í heild sinni. Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Útlit er fyrir að skattar lækki ekki fyrr en árið 2021 ef marka má nýbirt fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að mati Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Hann segir jafnframt að reikna megi með skattahækkun á næsta ári. Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Oddný G. Harðardóttir og Willum Þór Þórsson ræddu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Það er talað um skattalækkanir sem er bara ekki satt fyrir árið 2020. Það eru skattahækkanir 2020. Það er ekki fyrr en að áætlaðar skattabreytingar 2021 gerast, sem er á kosningaári að sjálfsögðu, að það verður eitthvað sem gæti kallast skattalækkun ef það gengur eftir,“ sagði Björn Leví um skattabreytingar ríkisstjórnarinnar.Athugasemd ritstjórnar: Björn Leví Gunnarsson hefur síðar leiðrétt greiningu sína og segir það hafa verið rangt að skattalækkun taki ekki gildi fyrr en árið 2021. Sjá má leiðréttingu hans sem hann birti á Facebook síðu sinni hér fyrir neðan.Hækkun á gjöldum og lækkun persónuafsláttar vegi á móti lækkun tekjuskatts Aðspurður segir Björn hann meðal annars eiga við um hið nýja lágtekjuþrep. „Af því að það fer ekki alveg niður í 31,44% strax, heldur fer niður í 35,04% á næsta ári. Á sama tíma er persónuafslátturinn lækkaður um fimm þúsund krónur eða svo, og það er verið að verðlagsuppfæra allt um 2,5% eða eitthvað þvíumlíkt, öll gjöld og svoleiðis sem að náttúrulega kemur niður á fólki. Það er beinlínis skattahækkun 2020.“ „Það er verið að básúna út um skattalækkunaraðgerðir og svoleiðis. Það byrjar á skattahækkun og ef að þau standa við það og allt virkar og svo framvegis, þá er skattalækkun á kosningaári.“ Björn sagði jafnframt að hann telji það ósanngjarnt að stjórnvöld endi kjörtímabilið á því að standa við svona kosningaloforð og „í rauninni láti það detta inn á næsta kjörtímabil að standa undir þeim skattalækkunum.“Willum ósammála þessari niðurstöðu Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknar, sagðist ósammála þessari greiningu.En það er semsagt rétt hjá Birni að það eru í grunninn engar skattalækkanir fyrr en árið 2021, er þetta rétt lesið hjá honum?„Nei, ég vil ekki meina svo. Þetta á að hefjast núna 2020 og er í fjárlagafrumvarpi, en það þarf auðvitað að stilla þrepamörkin og það verður bætt inn nýju þrepi. Tíðindin í þessu eru auðvitað þau að við erum að gera þetta á tveimur árum en ekki þremur. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók undir með Birni. „Þetta verður ekki skattalækkun, eða óbreyttir skattar fyrir alla, fyrr en árið 2021.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðasta föstudag frumvarp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga fyrir árið 2020. Hér má finna frekari umfjöllun Vísis um fjárlagafrumvarpið.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.Hér fyrir neðan má hlusta á fjárlagaumræðu þingmannanna í heild sinni.
Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Framsóknarflokkurinn Píratar Samfylkingin Sprengisandur Tengdar fréttir Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Segir undarlegt að ríkisstjórn standi vörð um þá sem högnuðust mest á uppsveiflu Skattar á lægstu laun verða lækkaðir um hátt í sex prósent á næstu tveimur árum í nýju skattþrepi 6. september 2019 21:18
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52
Enginn afgangur áætlaður á næsta ári Ríkissjóður verður ekki rekinn með afgangi árið 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Samdráttur er í efnahagslífinu og tekur frumvarpið mið af því. 7. september 2019 07:00