Allir eftirlifandi grindhvalirnir voru aflífaðir í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2019 11:31 Frá fjörunni við Sauðanes í gær. Hvalirnir voru flestir lifandi þegar smalafólk kom að þeim en hafa nú verið aflífaðir. Mynd/Steinar Snorrason Allir sextíu grindhvalirnir sem syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í gær eru dauðir. Eftirlifandi hvalir voru aflífaðir í fjörunni í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn beinir því til fólks að ganga um svæðið af virðingu. Smalafólk gekk fram á hvalina í gær og lét lögreglu vita. Um fimmtán til 20 dýr voru þegar dauð þegar menn komu á staðinn í gær en lagt var upp með að bjarga þeim sem enn voru lifandi. Steinar Snorrason varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn segir að það hafi ekki tekist. „Það voru nokkur dýr lifandi í gærkvöldi, seint í gærkvöldi, og það var ákveðið að taka stöðuna í morgun og þau voru aflífuð sem voru lifandi.“ Hræin eru í eigu og á ábyrgð landeiganda. Steinar segir að tekin verði sýni úr hvölunum og ákvörðun um förgun verði svo tekin í samráði við Matvælastofnun. Hann bendir á að hræin séu í alfaraleið og því mikilvægt að ferðalangar á svæðinu fari varlega. „Fólk, þeir sem eru að skoða þetta, gangi með virðingu um þetta. Séu ekki að atast í þessu dánu dýrum þarna, það er aðalatriðið held ég.“ Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði. Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í gær.Steinar Snorrason Dýr Langanesbyggð Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22 Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Allir sextíu grindhvalirnir sem syntu upp í fjöru og strönduðu í landi Sauðaness á Langanesi í gær eru dauðir. Eftirlifandi hvalir voru aflífaðir í fjörunni í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn beinir því til fólks að ganga um svæðið af virðingu. Smalafólk gekk fram á hvalina í gær og lét lögreglu vita. Um fimmtán til 20 dýr voru þegar dauð þegar menn komu á staðinn í gær en lagt var upp með að bjarga þeim sem enn voru lifandi. Steinar Snorrason varðstjóri hjá lögreglunni á Þórshöfn segir að það hafi ekki tekist. „Það voru nokkur dýr lifandi í gærkvöldi, seint í gærkvöldi, og það var ákveðið að taka stöðuna í morgun og þau voru aflífuð sem voru lifandi.“ Hræin eru í eigu og á ábyrgð landeiganda. Steinar segir að tekin verði sýni úr hvölunum og ákvörðun um förgun verði svo tekin í samráði við Matvælastofnun. Hann bendir á að hræin séu í alfaraleið og því mikilvægt að ferðalangar á svæðinu fari varlega. „Fólk, þeir sem eru að skoða þetta, gangi með virðingu um þetta. Séu ekki að atast í þessu dánu dýrum þarna, það er aðalatriðið held ég.“ Ítrekað hefur gerst í sumar að grindhvalir syndi upp í fjöru og strandi, þar á meðal í Löngufjörum og nærri Garði. Grindhvalirnir við ströndina á Langanesi í gær.Steinar Snorrason
Dýr Langanesbyggð Tengdar fréttir Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22 Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Reyna að bjarga grindhvölum sem syntu upp í fjöru á Langanesi Vonir standa til að hægt verði að halda einhverjum af dýrunum lifandi þar til flæðir að í nótt. 6. september 2019 20:22
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15
Grindhvalir strönduðu við Ólafsvík Að minnsta kosti fjóra grindhvali rak á land við Ólafsvík í gærkvöldi. 13. ágúst 2019 07:36