Project Runway stjarna látin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2019 23:41 Chris March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn. getty/Mitch Haaseth Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman. Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Chris March, búningahönnuður sem kom fram í þáttunum Project Runway, er látinn. Frá þessu er greint á vef TMZ. Heimildarmenn TMZ segja að hann hafi dáið á fimmtudag klukkan 13:45 á staðartíma eftir að hafa fengið hjartaáfall. Þá hafi March reglulega legið á spítala síðasta árið en hjartaáfallið hafi komið bæði læknum hans og fjölskyldu í opna skjöldu. March glímdi við mikið heilsuleysi síðustu tvö ár eftir að hann slasaðist illa eftir að hafa dottið. Þá hafi hann, þrátt fyrir veikindin, hannað kjóla til dauðadags. March var einn lokakeppenda í fjórðu þáttaröð Project Runway og hann kom einnig fram í Project Runway All stars. Þá var hann þáttastjórnandi þáttarins Mad Fashion sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Bravo. Hann kom einnig fram í raunveruleikaþættinum The Real Houswifes of New York City þar sem hann aðstoðaði Sonju Morgan að klæða sig.Meryl Streep í kjólum sem hannaðir voru af Chris March. Til vinstri er hún á Golden Globes hátíðinni og til hægri á Óskarsverðlaununum.getty/Kevin Mazur/Kevin Winter March var þekktur fyrir framúrstefnulegan stíl sinn og var hann vinsæll meðal margra þekktustu Hollywood stjarnanna. Hann hannaði meðal annars fyrir Madonnu, Lady Gaga, Jennifer Coolidge, Beyoncé og Meryl Streep. Hann hannaði meðal annars kjólana sem Streep var í á Golden Globe verðlaunahátíðinni og Óskarsverðlaununum árið 2010. Þá hannaði March búninga fyrir Cirque du Soleil og fjölda Brodway sýninga. Hann var mjög lengi að jafna sig eftir að hann datt illa í íbúðinni sinni árið 2017 og fékk högg á höfuðið. March lá meðvitundarlaus á gólfinu í fjóra daga en náði að hringja í neyðarlínuna þegar hann loks vaknaði. Þá var hann færður á spítala í flýti þar sem hann var látinn fara í dá en hann var mjög illa haldinn og varð hann fyrir líffærabilunum, þar á meðal féll lunga hans saman.
Andlát Bandaríkin Tíska og hönnun Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira