Væringar hjá miðaldaskylmingafélagi vegna nýnasisma Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2019 09:00 Félagið kennir svokallaðar sögulegar evrópskar skylmingar, aðallega með langsverði. Vísir/getty Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara. Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Tveir þjálfarar skylmingafélagsins Væringja sem kennir svonefndar sögulegar evrópskar skylmingar hafa sagt skilið við félagið eftir að formaður þess afhjúpaði sig sem forsprakka hóps nýnasista. Í yfirlýsingu mótmæla þjálfararnir því að öfgahægriöfl slái eign sinni á íþróttina. Annar þeirra segir hugmyndafræði formannsins sverta starfið. Hópur íslenskra og norrænna nýnasista sem kenna sig við Norrænu mótspyrnuhreyfinguna hafa staðið fyrir aðgerðum á Íslandi í vikunni. Um skeið hafa íslenskir nýnasistar haldið úti vefsíðunni Norðurvígi í skjóli nafnleyndar og hafa þeir meðal annars keypt auglýsingar á Facebook.Stundin greindi frá því í gær að Ríkharður Leó Magnússon, formaður og einn stofnenda Væringja, hefði upplýst í hlaðvarpi með norrænum skoðanabræðrum sínum að hann væri leiðtogi íslenska hópsins. Það mæltist illa fyrir hjá Væringjum. Í færslu á Facebook-síðu félagsins, sem nú virðist hafa verið lokað eða eytt, er deginum lýst sem dökkum í sögu félagsins, félagsmanna og evrópskra miðaldabardagaíþrótta (HEMA) almennt. Þar er vísað til þess að Ríkharður Leó hafi sérstaklega talað um miðaldabardagaíþróttir sem góða íþrótt fyrir fólk sem deilir hugmyndafræði hans. „Vegna þessara nýlegu atburða ætla þjálfararnir Atli Freyr og Rúnar Páll að yfirgefa hópinn (ásamt öðrum félögum) til að stofna nýjan hóp sem verður á engan hátt tengdur Væringjum og/eða þessum stjórnmálaflokki – Reykjavík HEMA Club,“ segir í færslunni á ensku.Ekki tilbúin að starfa undir formerkjum nýnasisma Í samtali við Vísi segir Atli Freyr Guðmundsson, annar þjálfaranna sem sagði skilið við Væringja í gærkvöldi, að uppljóstrun Ríkharðs Leós hafi komið flatt upp á hann og fleiri. Engin tengsl hafi verið á milli Væringja og þeirrar hugmyndafræði sem formaðurinn aðhyllist og aldrei hafi verið rætt um stjórnmál á æfingum. „Við vorum nokkrir meðlimir sem fannst þetta sverta það starf sem við teljum okkur vera að vinna. Við vorum ekki tilbúin að starfa undir einhverjum formerkjum þar sem formaðurinn væri talsmaður fyrir nýnasista,“ segir Atli Freyr.Rúnar Páll Benediktsson, annar þjálfaranna, sem hefur sagt skilið við Væringja vegna öfgahyggju formannsins.AðsendHann og fleiri vilji ekki láta bendla sig við nýnasisma og því hafi þau ákveðið að stofna nýjan hóp. Fimm félagar hafi sagt skilið við Væringja nú þegar en Atli Freyr býst við því að flestir fylgi í fótspor þeirra. Enginn þeirra sem nú hafa yfirgefið félagið hafi setið í stjórn þess. Ekki náðist í Ríkharð Leó við vinnslu fréttarinnar en símanúmer sem skráð eru á hann virðast ótengd. Á vefsíðu Væringja kemur fram að félagið sé fyrsti og eini HEMA-skólinn á landinu, formlega stofnaður árið 2016. Þar séu æfðar miðaldaskylmingar, aðallega með langsverði. Væringjar voru norrænir víkingar sem gerðust málaliðar Miklagarðskeisara.
Skylmingar Tengdar fréttir Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Einn handtekinn á samkomu nýnasista í miðborginni Sjónarvottar segja lítið hafa farið fyrir þessum fulltrúum Norðurvígis á Lækjartorgi sem reyndu að dreifa bæklingi sínum en eru sagðir hafa fengið lítil viðbrögð. 5. september 2019 13:30