Föstudagsplaylisti Berndsen Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 6. september 2019 15:13 Níunda áratugar nostalgía hefur sett svip sinn á hljóðheim Berndsen. aðsend/saga sig Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fyrir rétt rúmum 10 árum síðan var myndband við lagið Supertime með tónlistarmanninum Davíð Berndsen birt á Youtube. Það fór fljótt á flug og hefur Berndsen síðan þá fest sig rækilega í sessi með sinni silkimjúku hljóðgervlasveiflu og pógóstangarpoppi. Davíð Berndsen myndar í dag sveitina Berndsen ásamt Hermigervli og Hrafnkeli Gauta Sigurðarsyni. Fyrir ári síðan kom út þriðja plata sveitarinnar, Alter Ego, og markaði hún ákveðna stefnubreytingu. Hljóðgervlarnir enn í fyrirrúmi, en poppskoppið hafði að einhverju leyti vikið fyrir meiri yfirvegun. Listann segir Berndsen einfaldlega standa saman af lögum sem eru í miklu uppáhaldi þessa dagana. „Ég hefði valið fyrsta lagið tíu sinnum ef það mætti,“ bætir hann þó við og vísar til lagsins Famous með bandaríska tónlistarmanninum Jae Tyler. Sá hefur dvalið löngum stundum hér á landi og er giftur íslensku tónlistarkonunni Mr. Silla. Næst á dagskrá hjá kappanum eru tónleikar í Kaupmannahöfn 4. október ásamt dj flugvél og geimskipi og Hermigervli. Eftir það er „svo bara Airwaves stuð í nóvember.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira