Ætla að taka á ósjálfbærri beit vegna lausagöngu Sveinn Arnarsson skrifar 6. september 2019 07:30 Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. Fréttablaðið/Vilhelm Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vinna er hafin innan umhverfisráðuneytisins við að taka á beit á hálendi sem ekki er sjálfbær. Smíða á reglugerð sem á að vera stjórntæki yfirvalda til að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu sauðfjár. Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að Skógræktarfélag Íslands hefði skorað á stjórnvöld að taka á lausagöngu búfjár, setja á vörsluskyldu og stöðva beit í þjóðgörðum landsins. Blaðið leitaði svara hjá umhverfisráðherra og spurði hvort þetta kæmi til álita. „Þegar þessi mál eru skoðuð þarf bæði að líta til þeirra laga sem gilda um viðkomandi þjóðgarða sem og nýrra laga um landgræðslu. Í lögunum er kveðið á um að landnýting eigi að vera sjálfbær. Vinna er hafin í ráðuneytinu við að útfæra hvað felst í því,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.Guðfinna Harpap Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.Innan ráðuneytisins á af því tilefni að smíða verkfæri fyrir stjórnvöld að taka á ósjálfbærum ágangi búfjár. „Þegar niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir stendur til að setja reglugerð sem fjallar um þessi mál og er henni meðal annars ætlað að verða nýtt stjórntæki til þess að taka á ósjálfbærri beit sem getur hlotist af lausagöngu búfjár.“ Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir álag hafa minnkað á landið með fækkun sauðfjár og landið sé að taka við sér. „Því sauðfé á Íslandi sem fer á afrétt er haldið í sameiginlegum beitarhólfum. Þessi beitarhólf eru afmörkuð af girðingum, bæði manngerðum en annars náttúrulegum girðingum svo sem ám,“ segir Guðfinna. „Það er ekki hagur bænda að ganga á landsins gæði í þessum beitarhólfum. Með fækkandi fé og mun styttri beitartíma á afrétti og í úthaga almennt hefur nýting landsins gjörbreyst á undanförnum 20 til 30 árum og hefur það jákvæð áhrif á sjálfgræðslu á lítt grónum svæðum. Þetta sjá bændur vel sem fara um þessi svæði.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira