Engar hrókeringar nema í dómsmálaráðuneytinu Jakob Bjarnar og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. september 2019 14:54 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingflokksfundarins í Valhöll í dag. Hann situr á milli þeirra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, sem gegnir stöðu dómsmálaráðherra, og Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns, sem talinn er líklegur arftaki Þórdísar í dómsmálaráðuneytinu. vísir/vilhelm Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála. Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ekki verða gerðar aðrar breytingar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins nema í því sem snýr að dómsmálaráðuneytinu. Þetta kom fram í viðtali fréttastofu við Bjarna Benediktsson, formann flokksins, skömmu fyrir þingflokksfund í Valhöll nú á þriðja tímanum. Bjarni staðfesti að á þeim fundi sem er nú nýhafinn yrðu þingmál vetrarins aðeins rædd og ákveðið yrði hvort að næsti fundur, þar sem nýr dómsmálaráðherra verður kynntur, verði í kvöld eða fyrramálið. Boðað hefur til ríkisráðsfundar klukkan 16 á morgun þar sem nýr ráðherra tekur formlega við embætti. Aðspurður hvort að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, væri ráðherraefni svaraði Bjarni því til að hún væri ein af þeim sem væru ráðherraefni fyrir flokkinn. Sigríður Á. Andersen er ein af þeim sem eru ráðherraefni Sjálfstæðisflokksins að sögn Bjarna.vísir/vilhelm Pólitísk skilaboð falin í skipaninni Fréttastofa hefur undanfarna daga leitað allra leiða til að upplýsa um hver tekur við dómsmálaráðuneytinu. Eftirtektarvert er að enginn virðist vita hver taki við og ljóst að Bjarni heldur spilunum mjög þétt að sér. Þótt það þurfi ekki að þýða miklar breytingar í sjálfu sér hver tekur við munu menn lesa í þá skipun pólitísk skilaboð. Víst er að Bjarni þarf að lægja öldur innan flokks en hann þarf jafnframt að taka tillit til samstarfsflokka í ríkisstjórn. Forystumönnum þar er tíðrætt um hið mikla traust sem ríkir þar á milli en jafnvíst er að þeim að hinum órólegri innan flokksins þykir Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn alltof eftirgefanlegur í ýmsum málum gagnvart Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Vinstri grænum. Páll Magnússon kemur til Valhallar.vísir/vilhelm Hinir óánægðu og tillitssemin við samstarfsflokkana Þannig má segja að skipi Bjarni Brynjar Níelsson eða Pál Magnússon, sem báðir hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir eftirmenn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í dómsmálaráðuneytinu, sé það til marks um að Bjarni vilji sýna fram á sjálfstæði sitt og rétta hinum órólegu innan flokksins sáttahönd. Þeir hinir sömu eru hins vegar ekkert alltof ánægðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara flokksins og formann utanríkismálanefndar, enda fer eindregin afstaða hennar í umdeildum málum fyrir brjóstið á þeim. Hins vegar má ætla að Katrín geti vel fellt sig við skipan Áslaugar út frá þeim áherslum sem hún hefur varðandi kynjasjónarmið og jafna skipan kynjanna innan ríkisstjórnar sinnar. Verði Birgir Ármannsson nýr dómsmálaráðherra verður það svo túlkað sem einhvers konar millileikur sem flestir geta fellt sig við án þess þó að vera yfir sig ánægðir með stöðu mála.
Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Spurning hvort Bjarni hrókerar langt eða stutt Nýr ráðherra verður kynntur í vikunni. 4. september 2019 09:00