UNICEF: Þriðjungur ungmenna orðið fyrir einelti á netinu Heimnsljós kynnir 5. september 2019 12:15 Um það bil þriðjungur ungmenna í þrjátíu ríkjum segist hafa orðið fyrir einelti á netinu og fimmtungur segist hafa sleppt því að mæta í skólann af þeim sökum. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun sem birt var í gær af hálfu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og skrifstofu sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum. Ungmennin svöruðu spurningum í könnuninni nafnlaust í gegnum samskiptagáttina U-Report. Af svörum þriðjungs þeirra að dæma eru samfélagsmiðlar helsti vettvangur eineltis á netinu, svo sem Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter. Alls náði könnunin til 170 þúsund ungmenna, 13 til 24 ára. Að mati þriðjungs unga fólksins ættu stjórnvöld í hverju landi að koma í veg fyrir einelti á netinu, rúmlega 30 prósent svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá unga fólkinu sjálfu og tæplega 30 prósent skelltu skuldinni á internetfyrirtæki. „Hvarvetna í heiminum, meðal ríkra og fátækra þjóða, eru ungmenni að segja okkur að það verði fyrir einelti á netinu, það hafi áhrif á menntun þeirra og þau vilja að þessu linni,“ segir Henriette Fore framkvæmdastýra UNICEF sem kynnti niðurstöður könnunarinnar í gær. Hún minnir á að senn verði fagnað þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það verði að tryggja rétt barna varðandi stafrænt öryggi með öllum tiltækum leiðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent
Um það bil þriðjungur ungmenna í þrjátíu ríkjum segist hafa orðið fyrir einelti á netinu og fimmtungur segist hafa sleppt því að mæta í skólann af þeim sökum. Þetta eru meðal annars niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun sem birt var í gær af hálfu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og skrifstofu sérstaks erindreka Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum. Ungmennin svöruðu spurningum í könnuninni nafnlaust í gegnum samskiptagáttina U-Report. Af svörum þriðjungs þeirra að dæma eru samfélagsmiðlar helsti vettvangur eineltis á netinu, svo sem Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter. Alls náði könnunin til 170 þúsund ungmenna, 13 til 24 ára. Að mati þriðjungs unga fólksins ættu stjórnvöld í hverju landi að koma í veg fyrir einelti á netinu, rúmlega 30 prósent svarenda taldi ábyrgðina liggja hjá unga fólkinu sjálfu og tæplega 30 prósent skelltu skuldinni á internetfyrirtæki. „Hvarvetna í heiminum, meðal ríkra og fátækra þjóða, eru ungmenni að segja okkur að það verði fyrir einelti á netinu, það hafi áhrif á menntun þeirra og þau vilja að þessu linni,“ segir Henriette Fore framkvæmdastýra UNICEF sem kynnti niðurstöður könnunarinnar í gær. Hún minnir á að senn verði fagnað þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og það verði að tryggja rétt barna varðandi stafrænt öryggi með öllum tiltækum leiðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent