Málverkið af Bjarna ekki í fundarherberginu fræga Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2019 15:30 Fundarherbergið fræga í Höfða í dag. Stólarnir og borðið eru enn á sínum stað en búið að fjarlægja myndina af Bjarna af veggnum. Í staðinn er málverk eftir Ásgrím Jónsson. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986. Sérstök skoðunarferð varaforseta Bandaríkjanna um húsið er á dagskrá kl. 15.35 að loknum fundi um viðskiptamál. Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu.Mynd/Hvíta húsið. Eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði boðið Pence velkominn í móttökusal Höfða, og þeir sest í sömu sætin þar sem formleg mynd var tekin af þeim Reagan og Gorbatsjof, brá kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, Sigurjón Ólason, sér rétt sem snöggvast inn í fundarherbergið við hliðina til að athuga hvað væri á veggnum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni. Það málaði Svala Þórisdóttir Salman árið 1971. Nei, málverkið af Bjarna var ekki þar og hvergi sjáanlegt í Höfða. Það er haft í geymslu hjá Listasafni Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafnsins. Þess í stað er núna á veggnum olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson „Tjörnin séð úr Þingholtunum“, en Ólöf Kristín segir reglulega skipt um málverk í Höfða. Í þessu herbergi sátu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tveir á einkafundi fyrir 33 árum, ásamt túlkum sínum og riturum, og lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins og mestu kjarnorkuafvopnun sögunnar, - undir haukfránum augum Bjarna. Margir biðu því spenntir að sjá hvort myndin af Bjarna fengi að vera þar í dag. Málverk Ásgríms Jónssonar, Tjörnin séð úr Þingholtunum, er núna á veggnum. Í frétt Vísis fyrr í dag var rakið hvernig málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. Þannig hvarf myndin úr Höfða árið 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur með sérstakri viðhöfn. Það hvarf svo aftur af veggnum næst þegar vinstri menn náðu meirihlutanum í borgarstjórn. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum kom málverkið af Bjarna við sögu: Borgarstjórn Heimsókn Mike Pence Sjálfstæðisflokkurinn Leiðtogafundurinn í Höfða Reykjavík Tengdar fréttir Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Mike Pence fær ekki að sjá málverkið af Bjarna Benedikssyni í fundarherberginu fræga í Höfða, þegar hann skoðar í dag vettvang leiðtogafundarins árið 1986. Sérstök skoðunarferð varaforseta Bandaríkjanna um húsið er á dagskrá kl. 15.35 að loknum fundi um viðskiptamál. Reagan og Gorbatsjof í fundarherbeginu í Höfða á opinberri ljósmynd af leiðtogafundinum 1986. Málverkið af Bjarna Benediktssyni hefur síðan verið tilefni sérkennilegrar togstreitu.Mynd/Hvíta húsið. Eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hafði boðið Pence velkominn í móttökusal Höfða, og þeir sest í sömu sætin þar sem formleg mynd var tekin af þeim Reagan og Gorbatsjof, brá kvikmyndatökumaður Stöðvar 2, Sigurjón Ólason, sér rétt sem snöggvast inn í fundarherbergið við hliðina til að athuga hvað væri á veggnum. Málverkið af Bjarna Benediktssyni. Það málaði Svala Þórisdóttir Salman árið 1971. Nei, málverkið af Bjarna var ekki þar og hvergi sjáanlegt í Höfða. Það er haft í geymslu hjá Listasafni Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafnsins. Þess í stað er núna á veggnum olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson „Tjörnin séð úr Þingholtunum“, en Ólöf Kristín segir reglulega skipt um málverk í Höfða. Í þessu herbergi sátu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna tveir á einkafundi fyrir 33 árum, ásamt túlkum sínum og riturum, og lögðu grunninn að endalokum kalda stríðsins og mestu kjarnorkuafvopnun sögunnar, - undir haukfránum augum Bjarna. Margir biðu því spenntir að sjá hvort myndin af Bjarna fengi að vera þar í dag. Málverk Ásgríms Jónssonar, Tjörnin séð úr Þingholtunum, er núna á veggnum. Í frétt Vísis fyrr í dag var rakið hvernig málverkið af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, sem er svo áberandi á sögulegum ljósmyndum frá fundi þeirra Reagans og Gorbatsjofs í Höfða árið 1986, hefur síðan verið tilefni furðulegrar togstreitu innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Það virðist nefnilega sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum í Höfða eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. Þannig hvarf myndin úr Höfða árið 1994 þegar R-listinn náði meirihlutanum í borginni undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þegar sjálfstæðismenn komust á ný til valda árið 2006 var það eitt þeirra fyrsta verk að setja málverkið upp aftur með sérstakri viðhöfn. Það hvarf svo aftur af veggnum næst þegar vinstri menn náðu meirihlutanum í borgarstjórn. Í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum kom málverkið af Bjarna við sögu:
Borgarstjórn Heimsókn Mike Pence Sjálfstæðisflokkurinn Leiðtogafundurinn í Höfða Reykjavík Tengdar fréttir Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09 Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Forkólfar Sjálfstæðisflokksins hengja Bjarna Ben upp á ný Fjölmenni var á hátíðlegri athöfn í Höfða á föstudagskvöld þegar málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, var hengt upp á ný. Helstu forkólfar Sjálfstæðisflokksins voru meðal þeirra sem heiðruðu minningu Bjarna Benediktssonar. 3. júlí 2006 16:09
Verður málverkið af Bjarna uppi á veggnum í Höfða? Það virðist sem það ráðist af því hvort það eru sjálfstæðismenn eða vinstri menn sem fari með völdin í borginni hvort málverkið er haft uppi á veggnum eða haft í lokaðri geymslu, hulið almenningi. 4. september 2019 12:12