Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 21:00 Oddviti Árneshrepps gerir ekki ráð fyrir að vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði ljúki í haust. Hún segir að deilurnar um veglagningu og fyrirhugaða Hvalárvirkjun risti djúpt í samfélaginu. Þingmenn Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. Starfsmenn Vesturverks hafa síðustu vikur unnið að því að byggja upp veginn um Ingólfs- og Ófeigsfjörð vegna fyrir hugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi. Vegkaflanum yfir Seljanes var þó sleppt vegna andstöðu hluta landeigenda við framkvæmdirnar og þeirri stöðu hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og sé því á forræði Vegagerðarinnar. Á dögunum veitti Árneshreppur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð. Samkvæmt upplýsingum er verkið ekki háð mati á umhverfisáhrifum en ákvörðun sveitarfélagsins má kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála til 16. september.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/EgillDeilurnar í Árneshreppi rista djúpt „Mér líður allavega þannig að það sé verið að óþörfu að tefja framfarir og þetta rekur flein í samfélagið, það verður að segjast,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Vegurinn um firðina tvo er seinfarinn og mjög seinfarinn eins og aðstæður voru, úr hellis rigning, þegar fréttastofa var þar á ferðinni. „Ekkert af þessu er óafturkræft, það er bara svoleiðis. Þetta er núna eingöngu um að ræða að leggja veg upp á heiðina og það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en með vorinu,“ segir Eva.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Stöð 2Félags- og barnamálaráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins lýst vel á framkvæmdirnar „Við sjáum það þegar að við horfum á þessar framkvæmdir að þetta eru ekki mikil náttúruspjöll heldur eru þetta bara vegabætur. Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmu. „Ég tek undir með Höllu að þetta eru auðvitað bara minniháttar viðhald sem hér er í gangi og framkvæmdirnar eru bara jákvæðar fyrir svæðið og það er nú svolítið sérstakt hjá þingmanni kjördæmisins að það er af sem áður var að þegar vinir Árneshrepps skömmuðu þingmenn fyrir það að það væri ekki ráðist í samgönguframkvæmdir. Nú eru þeir skammaðir fyrir að það sé ráðist í samgönguframkvæmdir, þannig að ég held að þetta séu bara jákvæðar framkvæmdir og við eigum að reyna standa við þetta eins og við getum og eins og við höfum reynt að gera gagnvart öðrum framkvæmdum hérna á svæðinu,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.Vegurinn um Ingólfsfjörð var mjög seinfarinn þegar fréttastofan var þar á dögunum.Vísir/Stöð 2 Árneshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Oddviti Árneshrepps gerir ekki ráð fyrir að vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði ljúki í haust. Hún segir að deilurnar um veglagningu og fyrirhugaða Hvalárvirkjun risti djúpt í samfélaginu. Þingmenn Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. Starfsmenn Vesturverks hafa síðustu vikur unnið að því að byggja upp veginn um Ingólfs- og Ófeigsfjörð vegna fyrir hugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi. Vegkaflanum yfir Seljanes var þó sleppt vegna andstöðu hluta landeigenda við framkvæmdirnar og þeirri stöðu hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og sé því á forræði Vegagerðarinnar. Á dögunum veitti Árneshreppur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð. Samkvæmt upplýsingum er verkið ekki háð mati á umhverfisáhrifum en ákvörðun sveitarfélagsins má kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála til 16. september.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/EgillDeilurnar í Árneshreppi rista djúpt „Mér líður allavega þannig að það sé verið að óþörfu að tefja framfarir og þetta rekur flein í samfélagið, það verður að segjast,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Vegurinn um firðina tvo er seinfarinn og mjög seinfarinn eins og aðstæður voru, úr hellis rigning, þegar fréttastofa var þar á ferðinni. „Ekkert af þessu er óafturkræft, það er bara svoleiðis. Þetta er núna eingöngu um að ræða að leggja veg upp á heiðina og það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en með vorinu,“ segir Eva.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Stöð 2Félags- og barnamálaráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins lýst vel á framkvæmdirnar „Við sjáum það þegar að við horfum á þessar framkvæmdir að þetta eru ekki mikil náttúruspjöll heldur eru þetta bara vegabætur. Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmu. „Ég tek undir með Höllu að þetta eru auðvitað bara minniháttar viðhald sem hér er í gangi og framkvæmdirnar eru bara jákvæðar fyrir svæðið og það er nú svolítið sérstakt hjá þingmanni kjördæmisins að það er af sem áður var að þegar vinir Árneshrepps skömmuðu þingmenn fyrir það að það væri ekki ráðist í samgönguframkvæmdir. Nú eru þeir skammaðir fyrir að það sé ráðist í samgönguframkvæmdir, þannig að ég held að þetta séu bara jákvæðar framkvæmdir og við eigum að reyna standa við þetta eins og við getum og eins og við höfum reynt að gera gagnvart öðrum framkvæmdum hérna á svæðinu,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.Vegurinn um Ingólfsfjörð var mjög seinfarinn þegar fréttastofan var þar á dögunum.Vísir/Stöð 2
Árneshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40
Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00
Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38