Gerir ráð fyrir að uppbygging vegar í Árneshreppi ljúki ekki í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 21:00 Oddviti Árneshrepps gerir ekki ráð fyrir að vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði ljúki í haust. Hún segir að deilurnar um veglagningu og fyrirhugaða Hvalárvirkjun risti djúpt í samfélaginu. Þingmenn Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. Starfsmenn Vesturverks hafa síðustu vikur unnið að því að byggja upp veginn um Ingólfs- og Ófeigsfjörð vegna fyrir hugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi. Vegkaflanum yfir Seljanes var þó sleppt vegna andstöðu hluta landeigenda við framkvæmdirnar og þeirri stöðu hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og sé því á forræði Vegagerðarinnar. Á dögunum veitti Árneshreppur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð. Samkvæmt upplýsingum er verkið ekki háð mati á umhverfisáhrifum en ákvörðun sveitarfélagsins má kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála til 16. september.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/EgillDeilurnar í Árneshreppi rista djúpt „Mér líður allavega þannig að það sé verið að óþörfu að tefja framfarir og þetta rekur flein í samfélagið, það verður að segjast,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Vegurinn um firðina tvo er seinfarinn og mjög seinfarinn eins og aðstæður voru, úr hellis rigning, þegar fréttastofa var þar á ferðinni. „Ekkert af þessu er óafturkræft, það er bara svoleiðis. Þetta er núna eingöngu um að ræða að leggja veg upp á heiðina og það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en með vorinu,“ segir Eva.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Stöð 2Félags- og barnamálaráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins lýst vel á framkvæmdirnar „Við sjáum það þegar að við horfum á þessar framkvæmdir að þetta eru ekki mikil náttúruspjöll heldur eru þetta bara vegabætur. Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmu. „Ég tek undir með Höllu að þetta eru auðvitað bara minniháttar viðhald sem hér er í gangi og framkvæmdirnar eru bara jákvæðar fyrir svæðið og það er nú svolítið sérstakt hjá þingmanni kjördæmisins að það er af sem áður var að þegar vinir Árneshrepps skömmuðu þingmenn fyrir það að það væri ekki ráðist í samgönguframkvæmdir. Nú eru þeir skammaðir fyrir að það sé ráðist í samgönguframkvæmdir, þannig að ég held að þetta séu bara jákvæðar framkvæmdir og við eigum að reyna standa við þetta eins og við getum og eins og við höfum reynt að gera gagnvart öðrum framkvæmdum hérna á svæðinu,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.Vegurinn um Ingólfsfjörð var mjög seinfarinn þegar fréttastofan var þar á dögunum.Vísir/Stöð 2 Árneshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Oddviti Árneshrepps gerir ekki ráð fyrir að vegaframkvæmdum í Ingólfs- og Ófeigsfirði ljúki í haust. Hún segir að deilurnar um veglagningu og fyrirhugaða Hvalárvirkjun risti djúpt í samfélaginu. Þingmenn Framsóknarflokksins skoðuðu aðstæður á dögunum. Starfsmenn Vesturverks hafa síðustu vikur unnið að því að byggja upp veginn um Ingólfs- og Ófeigsfjörð vegna fyrir hugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi. Vegkaflanum yfir Seljanes var þó sleppt vegna andstöðu hluta landeigenda við framkvæmdirnar og þeirri stöðu hvort vegurinn um jörðina teljist þjóðvegur og sé því á forræði Vegagerðarinnar. Á dögunum veitti Árneshreppur framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð. Samkvæmt upplýsingum er verkið ekki háð mati á umhverfisáhrifum en ákvörðun sveitarfélagsins má kæra til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála til 16. september.Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.Stöð 2/EgillDeilurnar í Árneshreppi rista djúpt „Mér líður allavega þannig að það sé verið að óþörfu að tefja framfarir og þetta rekur flein í samfélagið, það verður að segjast,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Vegurinn um firðina tvo er seinfarinn og mjög seinfarinn eins og aðstæður voru, úr hellis rigning, þegar fréttastofa var þar á ferðinni. „Ekkert af þessu er óafturkræft, það er bara svoleiðis. Þetta er núna eingöngu um að ræða að leggja veg upp á heiðina og það verður sjálfsagt ekki gert fyrr en með vorinu,“ segir Eva.Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Stöð 2Félags- og barnamálaráðherra og þingmanni Framsóknarflokksins lýst vel á framkvæmdirnar „Við sjáum það þegar að við horfum á þessar framkvæmdir að þetta eru ekki mikil náttúruspjöll heldur eru þetta bara vegabætur. Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmu. „Ég tek undir með Höllu að þetta eru auðvitað bara minniháttar viðhald sem hér er í gangi og framkvæmdirnar eru bara jákvæðar fyrir svæðið og það er nú svolítið sérstakt hjá þingmanni kjördæmisins að það er af sem áður var að þegar vinir Árneshrepps skömmuðu þingmenn fyrir það að það væri ekki ráðist í samgönguframkvæmdir. Nú eru þeir skammaðir fyrir að það sé ráðist í samgönguframkvæmdir, þannig að ég held að þetta séu bara jákvæðar framkvæmdir og við eigum að reyna standa við þetta eins og við getum og eins og við höfum reynt að gera gagnvart öðrum framkvæmdum hérna á svæðinu,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra.Vegurinn um Ingólfsfjörð var mjög seinfarinn þegar fréttastofan var þar á dögunum.Vísir/Stöð 2
Árneshreppur Samgöngur Tengdar fréttir Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40 Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00 Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ætlað að ögra landeigendum að Seljanesi í Árneshreppi Skurðgröfu hefur verið komið fyrir við landamerki Seljaness í Árneshreppi. Dregið gæti til tíðinda í dag. 12. ágúst 2019 00:40
Slökkva á vélunum og kalla til lögreglu ef þess þarf Birna Lárusdóttir, talsmaður Vesturverks, segist ekki reikna með neinum átökum við landeigendur í Seljanesi og að fyrirtækið muni vitaskuld forðast allt slíkt. 14. ágúst 2019 06:00
Flýtimeðferð samþykkt í máli landeigenda gegn Vesturverki og Árneshreppi Héraðsdómur hefur fallist á beiðni eigenda 70,5% óskipts lands Drangavíkur á Ströndum um flýtimeðferð í dómsmáli gegn Vesturverki og Árneshreppi. Eigendur landsins krefjast þess að framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar verði ógilt 12. ágúst 2019 10:38