Flutningabílarnir fullir af einstökum fornbílum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2019 10:30 Hluti þeirra fornbíla sem flutningabílarnir óku frá höfuðborgarsvæðinu í gær. Vísir/vilhelm Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. Farmur þeirra var ekki var verri gerðinni; tugir einstakra fornbíla sem óku um vegi landsins í lok ágúst og í byrjun september.Flutningabílarnir einir og sér vöktu athygli í gær, enda ekki á hverjum degi sem sjö bílaflutningabílar á vegum hins franska Prevost Transports trufla umferð á Kringlumýrarbraut.Sjá einnig: Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Fornbílarnir innaborðs voru alls 38 talsins og eru þeir í eigu belgískra og hollenskra bílaunnenda, sem virðast hafa notið akstursins ef marka má myndir og myndskeið sem fyrrnefnd ferðaskrifstofa hefur birt af ferðalaginu á netinu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan voru bílar á borð við Jaguar XK150DHC, árgerð 1960, Lagonda LG6, árgerð 1936, og Porsche 911, árgerð 1986 með í för. Þátttakendur greiddu sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir ferðina að sögn Morgunblaðsins, en innfalið var flutningur á bílnum, gisting á mörgum af betri hótelum landsins og kvöldverður „í hæsta gæðaflokki.“ Aukinheldur var þjónustubíll með í för, mannaður tveimur bifvélavirkjum, til að geta brugðist við ef eitthvað myndi bila í bílunum gömlu. Að sögn ferðaskrifstofunnar verður Íslandsferðin endurtekin að tveimur árum liðnum. Íslendingar ættu því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á fjölda fornbíla, eða flutningabíla á Kringlumýrarbraut, sumarið 2021. Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Bílstjórar flutningabílanna sjö, sem lögðu sig á Kringlumýrarbraut í gær, voru hér á landi á vegum hollenska ferðaskipuleggjandans Wheels on Tour. Farmur þeirra var ekki var verri gerðinni; tugir einstakra fornbíla sem óku um vegi landsins í lok ágúst og í byrjun september.Flutningabílarnir einir og sér vöktu athygli í gær, enda ekki á hverjum degi sem sjö bílaflutningabílar á vegum hins franska Prevost Transports trufla umferð á Kringlumýrarbraut.Sjá einnig: Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Fornbílarnir innaborðs voru alls 38 talsins og eru þeir í eigu belgískra og hollenskra bílaunnenda, sem virðast hafa notið akstursins ef marka má myndir og myndskeið sem fyrrnefnd ferðaskrifstofa hefur birt af ferðalaginu á netinu. Eins og sjá má af myndunum hér að neðan voru bílar á borð við Jaguar XK150DHC, árgerð 1960, Lagonda LG6, árgerð 1936, og Porsche 911, árgerð 1986 með í för. Þátttakendur greiddu sem nemur 1,5 milljónum króna fyrir ferðina að sögn Morgunblaðsins, en innfalið var flutningur á bílnum, gisting á mörgum af betri hótelum landsins og kvöldverður „í hæsta gæðaflokki.“ Aukinheldur var þjónustubíll með í för, mannaður tveimur bifvélavirkjum, til að geta brugðist við ef eitthvað myndi bila í bílunum gömlu. Að sögn ferðaskrifstofunnar verður Íslandsferðin endurtekin að tveimur árum liðnum. Íslendingar ættu því ekki að láta sér bregða þó þeir rekist á fjölda fornbíla, eða flutningabíla á Kringlumýrarbraut, sumarið 2021.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Lögðu sig í sjö flutningabílum á Kringlumýrarbraut Vegfarendur sem áttu leið um Kringlumýrarbraut í hádeginu í dag ráku upp stór augu þegar á vegi þeirra urðu sjö, kyrrstæðir flutningabílar af stærri gerðinni. 18. september 2019 15:15