Dulin djásn Drangavíkur Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 19. september 2019 09:00 Útsýni til Drangaskarða er hvergi fallegra en úr Drangavík en fjaran er einnig spennandi. Mynd/TG Það er engu líkt að koma í Drangavík, lítinn fjörð norður á Ströndum milli Eyvindarfjarðar og Drangaskarða. Drangavík er ekki í alfaraleið og aðeins verður komist þangað gangandi eða með bát. Mikilfenglegast er að koma þangað gangandi úr Eyvindarfirði því þegar gengið er fyrir Engjanes blasa Drangaskörðin skyndilega við – einhver stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi. En djásnin í Drangavík eru ekki bundin við Drangaskörð. Fjaran er sérlega falleg, þakin rekavið og skammt frá er gróskumikill gróður sem er heimkynni fugla og refa. Við ströndina eru bjargfuglar úr Drangaskörðum mættir í ætisleit og oft sést til sela og jafnvel hvala. Skammt frá eru litlar eyjar og sker þar sem æðarfugl heldur til í skjóli frá rebba.Á leiðinni í Drangavík er Gathamar í samnefndri vík. mynd/dagný heiðdalBúið var í Drangavík þar til 1947 og má slá því föstu að bæjarstæðið hafi verið með þeim fallegri á Íslandi. Það er gaman að ráfa á milli rústa eyðibýlanna innan um hávaxna hvönn. Ósjálfrátt leitar hugurinn til harðrar lífsbaráttu ábúendanna því þarna eru vetur harðir og ekki lifði fólk á útsýninu. Auk þess gátu hvítabirnir átt til að mæta óboðnir í heimsókn og eru til frægar sögur af því þegar ábúendur í Drangavík rétt náðu að flýja í hús undan banhungruðum bangsa. En dulin djásn Drangavíkur og dýrmæt eru uppi á heiðunum og inn af Drangavíkurdal, því þar eru blátær stöðuvötn sem orkufyrirtæki ásælast sem uppistöðulón fyrir Hvalárvirkjun. Sem er fáránleg hugmynd því þessi vötn eru við dyragætt Drangavíkur – stað sem á engan sinn líka í heiminum. Reyndar gera landeigendur í Drangavík, sem eru mótfallnir virkjun, tilkall til vatnsins í Eyvindarfjarðarvatni og vísa til landamerkja frá 1890. Verði það niðurstaða dómstóla gætu forsendur Hvalárvirkjunar verið brostnar. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er rúmlega 20 km ganga í Drangavík, en brjóta má upp gönguna með því að slá upp tjaldi í Eyvindarfirði. Tjaldstæðið í Drangavík er þó enn tilkomumeira, ekki síst í kvöldsól, en á leiðinni þangað úr Eyvindarfirði er Gathamar við samnefnda vík. Í Drangavík má einnig komast gangandi frá Reykjafirði nyrðri eða frá bænum Dröngum norðan Drangaskarða. Fyrir þá sem eru tímabundnir er valkostur að sigla í Drangavík frá Norðurfirði með litlum bát, en í stilltu veðri er hægt að komast á land í gúmbát og njóta djásnanna í návígi. Árneshreppur Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Það er engu líkt að koma í Drangavík, lítinn fjörð norður á Ströndum milli Eyvindarfjarðar og Drangaskarða. Drangavík er ekki í alfaraleið og aðeins verður komist þangað gangandi eða með bát. Mikilfenglegast er að koma þangað gangandi úr Eyvindarfirði því þegar gengið er fyrir Engjanes blasa Drangaskörðin skyndilega við – einhver stórkostlegasta náttúrusmíð á Íslandi. En djásnin í Drangavík eru ekki bundin við Drangaskörð. Fjaran er sérlega falleg, þakin rekavið og skammt frá er gróskumikill gróður sem er heimkynni fugla og refa. Við ströndina eru bjargfuglar úr Drangaskörðum mættir í ætisleit og oft sést til sela og jafnvel hvala. Skammt frá eru litlar eyjar og sker þar sem æðarfugl heldur til í skjóli frá rebba.Á leiðinni í Drangavík er Gathamar í samnefndri vík. mynd/dagný heiðdalBúið var í Drangavík þar til 1947 og má slá því föstu að bæjarstæðið hafi verið með þeim fallegri á Íslandi. Það er gaman að ráfa á milli rústa eyðibýlanna innan um hávaxna hvönn. Ósjálfrátt leitar hugurinn til harðrar lífsbaráttu ábúendanna því þarna eru vetur harðir og ekki lifði fólk á útsýninu. Auk þess gátu hvítabirnir átt til að mæta óboðnir í heimsókn og eru til frægar sögur af því þegar ábúendur í Drangavík rétt náðu að flýja í hús undan banhungruðum bangsa. En dulin djásn Drangavíkur og dýrmæt eru uppi á heiðunum og inn af Drangavíkurdal, því þar eru blátær stöðuvötn sem orkufyrirtæki ásælast sem uppistöðulón fyrir Hvalárvirkjun. Sem er fáránleg hugmynd því þessi vötn eru við dyragætt Drangavíkur – stað sem á engan sinn líka í heiminum. Reyndar gera landeigendur í Drangavík, sem eru mótfallnir virkjun, tilkall til vatnsins í Eyvindarfjarðarvatni og vísa til landamerkja frá 1890. Verði það niðurstaða dómstóla gætu forsendur Hvalárvirkjunar verið brostnar. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er rúmlega 20 km ganga í Drangavík, en brjóta má upp gönguna með því að slá upp tjaldi í Eyvindarfirði. Tjaldstæðið í Drangavík er þó enn tilkomumeira, ekki síst í kvöldsól, en á leiðinni þangað úr Eyvindarfirði er Gathamar við samnefnda vík. Í Drangavík má einnig komast gangandi frá Reykjafirði nyrðri eða frá bænum Dröngum norðan Drangaskarða. Fyrir þá sem eru tímabundnir er valkostur að sigla í Drangavík frá Norðurfirði með litlum bát, en í stilltu veðri er hægt að komast á land í gúmbát og njóta djásnanna í návígi.
Árneshreppur Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira