Damien Rice semur lag fyrir sýninguna Ör Stefán Árni Pálsson skrifar 18. september 2019 16:30 Rice á tónleikum í New Orleans. vísir / getty Fimmtudaginn 19. september frumsýnir Þjóðleikhúsið í Kassanum leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Skáldsagan Ör spratt á sínum tíma af uppkasti að þessu leikriti. Leikritið byggir á sama grunni og skáldsagan en lýtur eigin lögmálum. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og Baldur Trausti Hreinsson leikur aðalhlutverkið. Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice semur lag sérstaklega fyrir sýninguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Damien Rice er heimsþekktur tónlistarmaður og hefur átt lög á vinsældarlistum um allan heim. Færri vita að hann hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurra ára skeið. Nágranni hans, Ólafur Egill Egilsson, sá sér leik á borði þegar honum var falið að leikstýra verki Auðar Övu, Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) og bað Damien að semja tónlist fyrir sýninguna. „Damien er þekktur fyrir tilfinningaríka og tjáningarfulla tónlist og mér fannst rakið að athuga hvort hann fengist ekki í þetta verkefni. Við settumst því niður og ég endursagði honum bókina. Hann hreifst mjög af sögunni og eftir nokkurn umþóttunartíma tók hann að sér verkið. Lagið sem hefur fengið nafnið Able er nú að koma í spilun á næstu dögum,” segir Ólafur Egill. Damien Rice semur nú í fyrsta sinn tónlist fyrir Þjóðleikhúsið, en margir muna magnaða tónleika sem hann hélt í leikhúsinu árið 2015. Leikritið er í senn órætt, fyndið og ágengt, og spyr áleitinna spurninga um lífið og dauðann, samskipti kynjanna og leit að samastað í veröldinni. Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmaður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi. Í lífi Jónasar eru þrjár konur; Stella móðir hans sem dvelur á dvalarheimili og er gagntekin af tölfræði stríða, líffræðingurinn Vatnalilja sem er sérfræðingur í súrnun sjávar og innflytjandinn Maí sem starfar á dvalarheimilinu og tekst á við fortíð í stríðshrjáðu landi. En konur geta verið flóknar og margt sem þær varðar sannkölluð ráðgáta. Damien Rice bætist þar með í hóp þeirra frábæru tónlistarmanna sem munu semja og flytja tónlist við leikverk Þjóðleikhússins í vetur. Þar má telja Auð sem semur tónlist fyrir Kópavogskróniku, Jón Jónsson og Frikka Dór semja fyrir Shakespeare verður ástfanginn en tónlistarkonana GDRN flytur tónlistina í sýningunni. Pétur Ben semur tónlist fyrir Brúðumeistarann, Gísli Galdur fyrir Atómstöðina og Valgeir Sigurðsson fyrir Meistarann og Margarítu svo fáir séu nefndir. Rice er helst þekktur fyrir lög á borð við The Blower´s Daughter, 9 Crimes, Volcano, I Remember og fleiri lög. Leikhús Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Fimmtudaginn 19. september frumsýnir Þjóðleikhúsið í Kassanum leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Skáldsagan Ör spratt á sínum tíma af uppkasti að þessu leikriti. Leikritið byggir á sama grunni og skáldsagan en lýtur eigin lögmálum. Ólafur Egill Egilsson leikstýrir og Baldur Trausti Hreinsson leikur aðalhlutverkið. Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice semur lag sérstaklega fyrir sýninguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Damien Rice er heimsþekktur tónlistarmaður og hefur átt lög á vinsældarlistum um allan heim. Færri vita að hann hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurra ára skeið. Nágranni hans, Ólafur Egill Egilsson, sá sér leik á borði þegar honum var falið að leikstýra verki Auðar Övu, Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) og bað Damien að semja tónlist fyrir sýninguna. „Damien er þekktur fyrir tilfinningaríka og tjáningarfulla tónlist og mér fannst rakið að athuga hvort hann fengist ekki í þetta verkefni. Við settumst því niður og ég endursagði honum bókina. Hann hreifst mjög af sögunni og eftir nokkurn umþóttunartíma tók hann að sér verkið. Lagið sem hefur fengið nafnið Able er nú að koma í spilun á næstu dögum,” segir Ólafur Egill. Damien Rice semur nú í fyrsta sinn tónlist fyrir Þjóðleikhúsið, en margir muna magnaða tónleika sem hann hélt í leikhúsinu árið 2015. Leikritið er í senn órætt, fyndið og ágengt, og spyr áleitinna spurninga um lífið og dauðann, samskipti kynjanna og leit að samastað í veröldinni. Jónas Ebeneser, fráskilinn karlmaður á miðjum aldri, fær að vita að uppkomin dóttir hans, Vatnalilja, er í raun barn annars manns. Vængbrotinn og í djúpri tilvistarkreppu reynir Jónas að átta sig á hlutverki sínu í þessum heimi og skilja konur, rétt eins og Svanur, nágranni hans og kórfélagi. Í lífi Jónasar eru þrjár konur; Stella móðir hans sem dvelur á dvalarheimili og er gagntekin af tölfræði stríða, líffræðingurinn Vatnalilja sem er sérfræðingur í súrnun sjávar og innflytjandinn Maí sem starfar á dvalarheimilinu og tekst á við fortíð í stríðshrjáðu landi. En konur geta verið flóknar og margt sem þær varðar sannkölluð ráðgáta. Damien Rice bætist þar með í hóp þeirra frábæru tónlistarmanna sem munu semja og flytja tónlist við leikverk Þjóðleikhússins í vetur. Þar má telja Auð sem semur tónlist fyrir Kópavogskróniku, Jón Jónsson og Frikka Dór semja fyrir Shakespeare verður ástfanginn en tónlistarkonana GDRN flytur tónlistina í sýningunni. Pétur Ben semur tónlist fyrir Brúðumeistarann, Gísli Galdur fyrir Atómstöðina og Valgeir Sigurðsson fyrir Meistarann og Margarítu svo fáir séu nefndir. Rice er helst þekktur fyrir lög á borð við The Blower´s Daughter, 9 Crimes, Volcano, I Remember og fleiri lög.
Leikhús Tónlist Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira