Leynivopnið í vatnavöxtum Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2019 08:47 Black Ghost Á þessum árstíma er ekkert óvenjulegt að árnar hlaupi í mikið vatn og þá oft þarf að fara aðeins dýpra í fluguboxin og stækka flugurnar. Þær þurfa engu að síður ekkert að vera mjög stórar nema áinn sé þeim mun vatnsmeiri og kannski lituð líka. Við þau skilyrði þegar árnar vaxa mikið er líka ekkert óeðlilegt að grípa í sökkendana til að koma flugunum aðeins niður að það ætti að meta eftir dýpt veiðistaðana. Svo eru alltaf flugur sem undirritaður telur að séu með þeim bestu í haustveiðina, í það minnsta eftir eigin reynslu, og ein af þeim sem er alltaf tilbúin í boxinu ef árnar fara í mikið vatn er kannski betur þekkt sem sjóbirtingsfluga. Það er flugan Black Ghost. Hvítur vængurinn og gula skeggið sjást vel í vatninu og einhverra hluta vegna er þessi oft ansi veiðin í síðsumars veiði og tökurnar á hana geta verið mjög kröftugar. Ein skýringin gæti verið sú að líkurnar á því að þessi fluga hafi verið veidd yfir aðalveiðitímann eru ansi litlar og þá er þetta bara eitthvað sem laxinn hefur ekki séð. Ég hallast þó að því að hvíti liturinn í smá lituðu vatninu sé bara girnilegur. Mest lesið Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði
Á þessum árstíma er ekkert óvenjulegt að árnar hlaupi í mikið vatn og þá oft þarf að fara aðeins dýpra í fluguboxin og stækka flugurnar. Þær þurfa engu að síður ekkert að vera mjög stórar nema áinn sé þeim mun vatnsmeiri og kannski lituð líka. Við þau skilyrði þegar árnar vaxa mikið er líka ekkert óeðlilegt að grípa í sökkendana til að koma flugunum aðeins niður að það ætti að meta eftir dýpt veiðistaðana. Svo eru alltaf flugur sem undirritaður telur að séu með þeim bestu í haustveiðina, í það minnsta eftir eigin reynslu, og ein af þeim sem er alltaf tilbúin í boxinu ef árnar fara í mikið vatn er kannski betur þekkt sem sjóbirtingsfluga. Það er flugan Black Ghost. Hvítur vængurinn og gula skeggið sjást vel í vatninu og einhverra hluta vegna er þessi oft ansi veiðin í síðsumars veiði og tökurnar á hana geta verið mjög kröftugar. Ein skýringin gæti verið sú að líkurnar á því að þessi fluga hafi verið veidd yfir aðalveiðitímann eru ansi litlar og þá er þetta bara eitthvað sem laxinn hefur ekki séð. Ég hallast þó að því að hvíti liturinn í smá lituðu vatninu sé bara girnilegur.
Mest lesið Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 17 laxar úr Grímsá við opnun Veiði Mikið framboð af villibráð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði 6.563 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Meira laust en síðustu sumur Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði