Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. september 2019 17:30 Þórdís og Örvar hvetja fólk í framkvæmdahugleiðingum að drífa í því að byrja. Mynd úr einkasafni Þórdís Valsdóttir og Örvar Ásmundsson hafa komið sér vel fyrir í fallegri íbúð í Safamýrinni ásamt dætrum sínum. Þau hafa gert miklar breytingar á heimilinu, sem reyndust mun tímafrekari og dýrari en Þórdís gerði sér grein fyrir í upphafi. „Við fluttum inn fyrir tveimur árum síðan, en við festum kaup á íbúðinni tæplega hálfu ári áður,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Áður en fjölskyldan flutti inn ákváðu þau að taka alla íbúðina í gegn nema eldhúsið áður en flutt yrði inn. „Við tókum baðið algjörlega í nefið, svo skiptum við um gólfefni, máluðum, heilspörtluðum hraunaða veggi og tókum rafmagnið í gegn.“Mynd úr einkasafniÍ stofunni gerðu þau lítið annað en að skipta um gólfefni og mála. Val þeirra á húsgögnum og skrautmunum gjörbreytti þó rýminu með skemmtilegum hætti. „Við settum einnig upp vegghengda skápa sem taka lítið pláss en eru frábær hirsla fyrir allt og ekkert. Við vorum þó lengi að ákveða hvernig lýsingu við vildum hafa í því rými en erum mjög ánægð með valið núna.“Mynd úr einkasafniBreytingarnar á baðherberginu voru mun flóknari í framkvæmd. „Baðherbergið var mjög ópraktískt þegar við keyptum það, það var þröngt og erfitt að aðhafast þar inni,“ útskýrir Þórdís. „Við rifum allt út og fluttum lagnirnar frá annarri hlið yfir á hina. Þannig gátum við haft innréttinguna öðru megin, ásamt þvottavél og þurrkara sem eru staðsett í sérsmíðuðum skáp á bakvið hurðina og klósettið er þá hinum megin. Við flísalögðum gólf og veggina við baðkarið og í raun var það lang mesta vinnan af þessu öllu saman. Ég get ekki ímyndað mér að hafa ekki baðkar, sérstaklega í ljósi þess að við eigum tvö ung börn, svo ég fékk að ráða því að halda því.“Mynd úr einkasafniEftir að þau fluttu inn gjörbreyttu þau svo lík eldhúsinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. „Eldhúsið er frekar ílangt og í raun býður stærðin ekki upp á mikla möguleika. Við byrjuðum á því að rífa gömlu innréttinguna og fjarlægja flísarnar sem voru á milli skápanna. Svo keyptum við nýja innréttingu en ákváðum að breyta aðeins uppröðuninni á rýminu með því að sleppa því að hafa efri skápa á annarri hlið eldhússins.“ Þórdís er mjög ánægð með það hvernig þetta heppnaðist og segir að breytingarnar hafi létt svolítið á eldhúsinu.Mynd úr einkasafni„Endurbæturnar á íbúðinni tóku dágóðan tíma því Örvar sambýlismaður minn var að gera mest allt sjálfur í hjáverkum, samhliða vinnu og öðru. Það var líka heilmikið verk að hreingera íbúðina þegar við keyptum hana því það var mjög sterk reykingalykt í íbúðinni. Fyrsta verkefnið var því að hreinsa alla veggi með þar til gerðum hreinsi. Allt í allt tók þetta um fimm mánuði,“ segir Þórdís.„Það kom mér helst á óvart hvað svona endurbætur geta verið tímafrekar. Ég er nokkuð óþolinmóð að eðlisfari og átti frekar erfitt með að bíða. Annars er ég líka alveg steinhissa á því hvað Örvar er mikill „altmuligmand“, hann getur bókstaflega allt.“Mynd úr einkasafniÞórdís segir að það sé langt í að þau fari aftur í einhverjar framkvæmdir á heimilinu. „Það vona ég að minnsta kosti. En við eigum hitt og þetta smálegt eftir hér og þar um íbúðina. Gólflistar eru lausir á einhverjum stöðum og svo á eftir að leggja lokahönd á eldhúsinnréttinguna. Við erum reyndar að íhuga að kaupa loksins gardínur í stofuna, en fólkið í hverfinu hefur haft mjög gott útsýni inn til okkar síðan við fluttum inn.“Mynd úr einkasafniÞó að biðin hafi verið erfið þá sér Þórdís alls ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta verkefni. „Það er ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna á svona framkvæmdum og á svipstundu gleymist allt erfiðið svo ég mæli eindregið með því að allir sem hafa lengi ætlað sér að gera endurbætur á húsnæðinu sínu drífi í því. Þetta er þó gríðarlega mikil þolinmæðisvinna. Annars mæli ég líka með því að áætla nokkuð rúmlega þegar kemur að kostnaði, því mín reynsla er sú að framkvæmdir sem þessar eru alltaf örlítið dýrari en maður ætlar sér og gerir ráð fyrir í upphafi.“ Hús og heimili Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira
Þórdís Valsdóttir og Örvar Ásmundsson hafa komið sér vel fyrir í fallegri íbúð í Safamýrinni ásamt dætrum sínum. Þau hafa gert miklar breytingar á heimilinu, sem reyndust mun tímafrekari og dýrari en Þórdís gerði sér grein fyrir í upphafi. „Við fluttum inn fyrir tveimur árum síðan, en við festum kaup á íbúðinni tæplega hálfu ári áður,“ segir Þórdís í samtali við Vísi. Áður en fjölskyldan flutti inn ákváðu þau að taka alla íbúðina í gegn nema eldhúsið áður en flutt yrði inn. „Við tókum baðið algjörlega í nefið, svo skiptum við um gólfefni, máluðum, heilspörtluðum hraunaða veggi og tókum rafmagnið í gegn.“Mynd úr einkasafniÍ stofunni gerðu þau lítið annað en að skipta um gólfefni og mála. Val þeirra á húsgögnum og skrautmunum gjörbreytti þó rýminu með skemmtilegum hætti. „Við settum einnig upp vegghengda skápa sem taka lítið pláss en eru frábær hirsla fyrir allt og ekkert. Við vorum þó lengi að ákveða hvernig lýsingu við vildum hafa í því rými en erum mjög ánægð með valið núna.“Mynd úr einkasafniBreytingarnar á baðherberginu voru mun flóknari í framkvæmd. „Baðherbergið var mjög ópraktískt þegar við keyptum það, það var þröngt og erfitt að aðhafast þar inni,“ útskýrir Þórdís. „Við rifum allt út og fluttum lagnirnar frá annarri hlið yfir á hina. Þannig gátum við haft innréttinguna öðru megin, ásamt þvottavél og þurrkara sem eru staðsett í sérsmíðuðum skáp á bakvið hurðina og klósettið er þá hinum megin. Við flísalögðum gólf og veggina við baðkarið og í raun var það lang mesta vinnan af þessu öllu saman. Ég get ekki ímyndað mér að hafa ekki baðkar, sérstaklega í ljósi þess að við eigum tvö ung börn, svo ég fékk að ráða því að halda því.“Mynd úr einkasafniEftir að þau fluttu inn gjörbreyttu þau svo lík eldhúsinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. „Eldhúsið er frekar ílangt og í raun býður stærðin ekki upp á mikla möguleika. Við byrjuðum á því að rífa gömlu innréttinguna og fjarlægja flísarnar sem voru á milli skápanna. Svo keyptum við nýja innréttingu en ákváðum að breyta aðeins uppröðuninni á rýminu með því að sleppa því að hafa efri skápa á annarri hlið eldhússins.“ Þórdís er mjög ánægð með það hvernig þetta heppnaðist og segir að breytingarnar hafi létt svolítið á eldhúsinu.Mynd úr einkasafni„Endurbæturnar á íbúðinni tóku dágóðan tíma því Örvar sambýlismaður minn var að gera mest allt sjálfur í hjáverkum, samhliða vinnu og öðru. Það var líka heilmikið verk að hreingera íbúðina þegar við keyptum hana því það var mjög sterk reykingalykt í íbúðinni. Fyrsta verkefnið var því að hreinsa alla veggi með þar til gerðum hreinsi. Allt í allt tók þetta um fimm mánuði,“ segir Þórdís.„Það kom mér helst á óvart hvað svona endurbætur geta verið tímafrekar. Ég er nokkuð óþolinmóð að eðlisfari og átti frekar erfitt með að bíða. Annars er ég líka alveg steinhissa á því hvað Örvar er mikill „altmuligmand“, hann getur bókstaflega allt.“Mynd úr einkasafniÞórdís segir að það sé langt í að þau fari aftur í einhverjar framkvæmdir á heimilinu. „Það vona ég að minnsta kosti. En við eigum hitt og þetta smálegt eftir hér og þar um íbúðina. Gólflistar eru lausir á einhverjum stöðum og svo á eftir að leggja lokahönd á eldhúsinnréttinguna. Við erum reyndar að íhuga að kaupa loksins gardínur í stofuna, en fólkið í hverfinu hefur haft mjög gott útsýni inn til okkar síðan við fluttum inn.“Mynd úr einkasafniÞó að biðin hafi verið erfið þá sér Þórdís alls ekki eftir því að hafa farið af stað í þetta verkefni. „Það er ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna á svona framkvæmdum og á svipstundu gleymist allt erfiðið svo ég mæli eindregið með því að allir sem hafa lengi ætlað sér að gera endurbætur á húsnæðinu sínu drífi í því. Þetta er þó gríðarlega mikil þolinmæðisvinna. Annars mæli ég líka með því að áætla nokkuð rúmlega þegar kemur að kostnaði, því mín reynsla er sú að framkvæmdir sem þessar eru alltaf örlítið dýrari en maður ætlar sér og gerir ráð fyrir í upphafi.“
Hús og heimili Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Fleiri fréttir Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Sjá meira