Jökull segir Rolling Stones hafa gengið á eftir Kaleo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 20:05 Jökull er söngvari Kaleo. Vísir/Getty Íslenska stórhljómsveitin Kaleo vinnur nú að nýrri plötu eftir vel heppnað ferðalag um Bandaríkin með rokkgoðsögnunum í Rolling Stones. Í nýlegu viðtali við Albumm.is greinir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, frá því að Stones hafi í þó nokkurn tíma gengið á eftir því að fá Kaleo í ferðalagið með sér. „Mick var búinn að ganga á eftir því að fá okkur til að opna tónleikana en ég hafði neitað nokkrum sinnum, því það er heilmikill pakki og umstang í kringum hverja tónleika og ég var að reyna að vinna að nýju plötunni, hafði einangrað mig í stúdíói að mestu leyti síðasta árið til að gera það. En þegar hann hafði samband í fjórða skiptið gaf ég eftir og samþykkti að spila á tvennum tónleikum,“ segir Jökull í samtali við Albumm. Hann útskýrir síðan að Kaleo hafi fyrir tveimur árum spilað með Stones í Evrópu og segir gaman að hafa fengið tækifæri til að gera slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fer Jökull um víðan völl og segir meðal annars að meðlimir stórsveitarinnar séu í góðu formi miðað við aldur og fyrri störf. Eins segir hann að það kæmi honum lítið á óvart ef hann sæ sveitina halda áfram að ferðast um heiminn og spila. Aðspurður segist Jökull vera meira Bítlamaður en Stones aðdáandi. Hann játar þó fúslega að Stones séu meðal stærstu rokksveita allra tíma og segir það forréttindi að fá að taka þátt í verkefnum þeirra. Kaleo vinnur nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestum Íslendingum kann að vera ljóst hefur sveitin farið mikla sigurför um heiminn á síðustu árum. Sveitin var stofnuð árið 2012 og samanstendur af þeim Jökli, Davíð Antonssyni, Daníel Kristjánssyni, Rubin Pollock og Þorleifi Gauki Davíðssyni. Bandaríkin Kaleo Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Íslenska stórhljómsveitin Kaleo vinnur nú að nýrri plötu eftir vel heppnað ferðalag um Bandaríkin með rokkgoðsögnunum í Rolling Stones. Í nýlegu viðtali við Albumm.is greinir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, frá því að Stones hafi í þó nokkurn tíma gengið á eftir því að fá Kaleo í ferðalagið með sér. „Mick var búinn að ganga á eftir því að fá okkur til að opna tónleikana en ég hafði neitað nokkrum sinnum, því það er heilmikill pakki og umstang í kringum hverja tónleika og ég var að reyna að vinna að nýju plötunni, hafði einangrað mig í stúdíói að mestu leyti síðasta árið til að gera það. En þegar hann hafði samband í fjórða skiptið gaf ég eftir og samþykkti að spila á tvennum tónleikum,“ segir Jökull í samtali við Albumm. Hann útskýrir síðan að Kaleo hafi fyrir tveimur árum spilað með Stones í Evrópu og segir gaman að hafa fengið tækifæri til að gera slíkt hið sama í Bandaríkjunum. Í viðtalinu fer Jökull um víðan völl og segir meðal annars að meðlimir stórsveitarinnar séu í góðu formi miðað við aldur og fyrri störf. Eins segir hann að það kæmi honum lítið á óvart ef hann sæ sveitina halda áfram að ferðast um heiminn og spila. Aðspurður segist Jökull vera meira Bítlamaður en Stones aðdáandi. Hann játar þó fúslega að Stones séu meðal stærstu rokksveita allra tíma og segir það forréttindi að fá að taka þátt í verkefnum þeirra. Kaleo vinnur nú að nýrri plötu sem væntanleg er á næsta ári. Eins og flestum Íslendingum kann að vera ljóst hefur sveitin farið mikla sigurför um heiminn á síðustu árum. Sveitin var stofnuð árið 2012 og samanstendur af þeim Jökli, Davíð Antonssyni, Daníel Kristjánssyni, Rubin Pollock og Þorleifi Gauki Davíðssyni.
Bandaríkin Kaleo Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira