Fór ekki út úr húsi án hárkollunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2019 10:20 Sara gekk á tímabili með húfu heima hjá sér vegna þess að hún vildi ekki sjá sig sköllótta í speglinum. Stöð 2 Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. Í dag tekur hún hins vegar þátt í ljósmyndasýningu þar sem hún sýnir bæði örin og örstutt hárið sem er að koma aftur eftir krabbameinsmeðferð. Þetta er ein af sögunum sem við heyrum í Íslandi í dag í tengslum við ljósmyndasýninguna „Skapa örin manninn“ á vegum Krafts. Ljósmyndasýningin er í tilefni af 20 ára afmæli Krafts en á myndunum er raunveruleiki nokkurra ungmenna sem hafa greinst með krabbamein fangaður. Á myndunum sýna þau örin sín eða bert, hárlaust höfuðið sem oft fylgir krabbameinsmeðferð. Ljósmyndarinn Kári Sverrisson tók myndirnar og hafði frumkvæði að sýningunni. „Ég greindist fyrst í ágúst 2017, þá greindist ég með Hopkins, eitlafrumukrabbamein og fór þá í meðferð í sex mánuði. [Þá] átti ég að vera laus en því miður kom það aftur upp núna í janúar. Ég er í meðferð við því eins og stendur við því, þannig vonandi tekst það á endanum,“ segir Sara Snorradóttir, fyrirsæta í sýningunni. Sara missti hárið alveg í seinni meðferðinni sinni og hún segir það hafa verið virkilega erfitt. Hárið hafi verið stór partur af sjálfsmynd hennar og hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að takast á við hármissinn.Hún hefur falið hárleysið með því að vera með hárkollu frá því hún missti hárið. „Ég gat ekki falið krabbameinið. Ég var svo stressuð í rauninni yfir því að geta ekki haldið áfram að fela það en hárkollan í raun og veru bjargað því og fólk tók ekki eftir því að ég væri með hárkollu,“ segir Sara. Hún fór aldrei út úr húsi án þess að vera annað hvort með hárkollu eða húfu. Auk þess gekk hún um með húfu heima hjá sér, henni var kalt og þótti óþægilegt að sjá sjálfa sig í speglinum.Hulda segist vera mjög stolt af félagsmönnunum sem sátu fyrir í ljósmyndasýningunni.Stöð 2„Mér fannst að fara út með hárkolluna þá gat ég falið það, þá gat ég verið bara ég, Sara, gamla Sara, ekki Sara sem var stimpluð með krabbamein og það var svolítið gott því að fólk vildi kannski viðhalda einhverri vorkunnsemi við mann af því maður var með krabbamein,“ segir hún. Hún vildi bara fá að vera hún sjálf, gamla Sara, en ekki Sara með krabbameinsstimpil á enninu sem allir finndu sig knúna til að vorkenna. „Þú situr kannski heima og ert að hugsa um þetta allan daginn. Svo hefurðu þig út og gerir eitthvað skemmtilegt en þá vilja allir tala um þetta við þig. Þá viltu kannski frekar fá að vera bara „ég“ og hafa gaman,“ segir Sara. Hún vill að fólk horfi á sýninguna og sjái að þetta fólk, sem hefur svona „svakalega sögu“, sem manneskjur. „Ég er bara ég og þau eru bara þau.“Ljósmyndasýningin er til sýnist fyrir framan Hörpu.stöð 2Framkvæmdarstjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, er stolt af þátttakendunum og sýningunni sem sýna mikið hugrekki með því að koma fram á sýningunni svona berskjölduð. „Við erum ótrúlega stolt af því að fá að vera með hana til sýnis hér fyrir utan Hörpu og fá að starfa með svona ótrúlega hæfileikaríku fólki eins og Kára Sverris og þeim sem koma að sýningunni.“ „Það er það sem við hjá Krafti höfum mikið verið að standa fyrir er að tala opinskátt um veikindin, um hlutina eins og þeir eru og að við getum komið til dyranna eins og við erum klædd. Við eigum ekki að þurfa að fela örin okkar eða að við séum sköllótt eða með einn fót út af því að þetta er vitnisburður um okkar sigra og í rauninni að við séum á lífi,“ segir Hulda. Ísland í dag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sara Snorradóttir fór aldrei út án þess að vera með hárkollu og var meira að segja alltaf með húfu heima hjá sér því hún gat ekki horft á sig sköllótta í speglinum. Í dag tekur hún hins vegar þátt í ljósmyndasýningu þar sem hún sýnir bæði örin og örstutt hárið sem er að koma aftur eftir krabbameinsmeðferð. Þetta er ein af sögunum sem við heyrum í Íslandi í dag í tengslum við ljósmyndasýninguna „Skapa örin manninn“ á vegum Krafts. Ljósmyndasýningin er í tilefni af 20 ára afmæli Krafts en á myndunum er raunveruleiki nokkurra ungmenna sem hafa greinst með krabbamein fangaður. Á myndunum sýna þau örin sín eða bert, hárlaust höfuðið sem oft fylgir krabbameinsmeðferð. Ljósmyndarinn Kári Sverrisson tók myndirnar og hafði frumkvæði að sýningunni. „Ég greindist fyrst í ágúst 2017, þá greindist ég með Hopkins, eitlafrumukrabbamein og fór þá í meðferð í sex mánuði. [Þá] átti ég að vera laus en því miður kom það aftur upp núna í janúar. Ég er í meðferð við því eins og stendur við því, þannig vonandi tekst það á endanum,“ segir Sara Snorradóttir, fyrirsæta í sýningunni. Sara missti hárið alveg í seinni meðferðinni sinni og hún segir það hafa verið virkilega erfitt. Hárið hafi verið stór partur af sjálfsmynd hennar og hún hafi ekki vitað hvernig hún ætti að takast á við hármissinn.Hún hefur falið hárleysið með því að vera með hárkollu frá því hún missti hárið. „Ég gat ekki falið krabbameinið. Ég var svo stressuð í rauninni yfir því að geta ekki haldið áfram að fela það en hárkollan í raun og veru bjargað því og fólk tók ekki eftir því að ég væri með hárkollu,“ segir Sara. Hún fór aldrei út úr húsi án þess að vera annað hvort með hárkollu eða húfu. Auk þess gekk hún um með húfu heima hjá sér, henni var kalt og þótti óþægilegt að sjá sjálfa sig í speglinum.Hulda segist vera mjög stolt af félagsmönnunum sem sátu fyrir í ljósmyndasýningunni.Stöð 2„Mér fannst að fara út með hárkolluna þá gat ég falið það, þá gat ég verið bara ég, Sara, gamla Sara, ekki Sara sem var stimpluð með krabbamein og það var svolítið gott því að fólk vildi kannski viðhalda einhverri vorkunnsemi við mann af því maður var með krabbamein,“ segir hún. Hún vildi bara fá að vera hún sjálf, gamla Sara, en ekki Sara með krabbameinsstimpil á enninu sem allir finndu sig knúna til að vorkenna. „Þú situr kannski heima og ert að hugsa um þetta allan daginn. Svo hefurðu þig út og gerir eitthvað skemmtilegt en þá vilja allir tala um þetta við þig. Þá viltu kannski frekar fá að vera bara „ég“ og hafa gaman,“ segir Sara. Hún vill að fólk horfi á sýninguna og sjái að þetta fólk, sem hefur svona „svakalega sögu“, sem manneskjur. „Ég er bara ég og þau eru bara þau.“Ljósmyndasýningin er til sýnist fyrir framan Hörpu.stöð 2Framkvæmdarstjóri Krafts, Hulda Hjálmarsdóttir, er stolt af þátttakendunum og sýningunni sem sýna mikið hugrekki með því að koma fram á sýningunni svona berskjölduð. „Við erum ótrúlega stolt af því að fá að vera með hana til sýnis hér fyrir utan Hörpu og fá að starfa með svona ótrúlega hæfileikaríku fólki eins og Kára Sverris og þeim sem koma að sýningunni.“ „Það er það sem við hjá Krafti höfum mikið verið að standa fyrir er að tala opinskátt um veikindin, um hlutina eins og þeir eru og að við getum komið til dyranna eins og við erum klædd. Við eigum ekki að þurfa að fela örin okkar eða að við séum sköllótt eða með einn fót út af því að þetta er vitnisburður um okkar sigra og í rauninni að við séum á lífi,“ segir Hulda.
Ísland í dag Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira