„Það ættu allir að fara til Úganda og fara inn í svörtustu Afríku. Afríka er bara eitthvað annað,“ segir Ingólfur.
„Fyrirmyndin af öllum textanum er náunginn sem ég kynntist úti sem heitir Nathan. Hann var að vinna þar sem við gistum og mér leið sko eins og Bill Gates þegar ég var þarna. Nathan var að segja mér sína sögu þarna úti og ég spjallaði við hann nánast alla ferðina,“ segir Ingó en ferðin hafði mikil áhrif á hann.
Ingó segist vera viðbúinn því að lagið eigi eftir að verða umdeilt en bætir við að í rauninni eigi það alls ekki að vera það. Umræðan um lagið hefst þegar 2:02:00 er liðið af þættinum.