Vilborg mest stressuð fyrir því að hún kunni „akkúrat ekkert“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2019 14:15 Vilborg hefur lítið sem ekkert verið í því að dansa. „Þetta leggst rosalega vel í mig og ég er bara mjög spennt,“ segir Vilborg Arna Gissuradóttir sem stígur heldur betur út fyrir þægindarammann í vetur þegar hún tekur þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Vilborg hefur meira verið í fjallgöngum og löngum og erfiðum göngum heldur en á dansgólfinu. „Ég er enginn dansari og er lítið úti að skemmta mér út af íþróttalífinu og því fæ ég fá tækifæri til að dansa.“ Hún segist aðallega vera spennt fyrir því að vera fara gera eitthvað allt annað en hún er vön. „Það er það sem er svo skemmtilegt við þetta, að vera út fyrir þægindarammann fræga,“ segir Vilborg sem hefur verið pöruð við dansarann Javi Fernández Valiño. „Ég er svo ótrúlega ánægð með hann. Hann er svo skemmtilegur og lifandi karakter. Við erum ekki farin að æfa neitt þar sem við erum svolítið mikið til skiptis í útlöndum. Maður þarf því að læra hratt og örugglega þegar að því kemur.“ Markmiðið númer 1, 2 og 3 hjá Vilborgu verður að hafa gaman en hún ætlar sér samt að reyna að ná langt. „Maður er að fara læra fullt af nýjum hlutum og samhæfing og taktur hefur ekki verið mikill styrkleiki hjá mér. Þannig að ég sé mörg tækifæri fyrir bætingu. Ég er kannski mest stressuð fyrir því að ég kann akkúrat ekkert. Ég hef engan grunn og er að fara læra alveg frá byrjun,“ segir Vilborg sem er strax farin að horfa á YouTube-myndbönd til að undirbúa sig. Allir geta dansað Tengdar fréttir Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið "Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember. 6. september 2019 11:15 Óttast hælaskóna og brúnkuspreyið „Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Fyrir utan hælaskó, sprey-tanið, myndavélarnar, kröfuna á samhæfingu útlima og svoleiðis,“ segir útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í nóvember. 11. september 2019 12:30 Regína Ósk í Allir geta dansað: Bæði hrædd og spennt á sama tíma "Þetta leggst rosalega vel í mig, en ég er spennt og hrædd á sama tíma,“ segir söngkonan Regína Ósk sem er þriðji keppandinn sem kynntur er til sögunnar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 9. september 2019 13:30 Tel mig vera með mjúkar mjaðmir miðað við knattspyrnumann Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Veigar Páll Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, verður í eldlínunni í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. 10. september 2019 13:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Þetta leggst rosalega vel í mig og ég er bara mjög spennt,“ segir Vilborg Arna Gissuradóttir sem stígur heldur betur út fyrir þægindarammann í vetur þegar hún tekur þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Vilborg hefur meira verið í fjallgöngum og löngum og erfiðum göngum heldur en á dansgólfinu. „Ég er enginn dansari og er lítið úti að skemmta mér út af íþróttalífinu og því fæ ég fá tækifæri til að dansa.“ Hún segist aðallega vera spennt fyrir því að vera fara gera eitthvað allt annað en hún er vön. „Það er það sem er svo skemmtilegt við þetta, að vera út fyrir þægindarammann fræga,“ segir Vilborg sem hefur verið pöruð við dansarann Javi Fernández Valiño. „Ég er svo ótrúlega ánægð með hann. Hann er svo skemmtilegur og lifandi karakter. Við erum ekki farin að æfa neitt þar sem við erum svolítið mikið til skiptis í útlöndum. Maður þarf því að læra hratt og örugglega þegar að því kemur.“ Markmiðið númer 1, 2 og 3 hjá Vilborgu verður að hafa gaman en hún ætlar sér samt að reyna að ná langt. „Maður er að fara læra fullt af nýjum hlutum og samhæfing og taktur hefur ekki verið mikill styrkleiki hjá mér. Þannig að ég sé mörg tækifæri fyrir bætingu. Ég er kannski mest stressuð fyrir því að ég kann akkúrat ekkert. Ég hef engan grunn og er að fara læra alveg frá byrjun,“ segir Vilborg sem er strax farin að horfa á YouTube-myndbönd til að undirbúa sig.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið "Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember. 6. september 2019 11:15 Óttast hælaskóna og brúnkuspreyið „Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Fyrir utan hælaskó, sprey-tanið, myndavélarnar, kröfuna á samhæfingu útlima og svoleiðis,“ segir útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í nóvember. 11. september 2019 12:30 Regína Ósk í Allir geta dansað: Bæði hrædd og spennt á sama tíma "Þetta leggst rosalega vel í mig, en ég er spennt og hrædd á sama tíma,“ segir söngkonan Regína Ósk sem er þriðji keppandinn sem kynntur er til sögunnar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 9. september 2019 13:30 Tel mig vera með mjúkar mjaðmir miðað við knattspyrnumann Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Veigar Páll Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, verður í eldlínunni í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. 10. september 2019 13:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið "Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember. 6. september 2019 11:15
Óttast hælaskóna og brúnkuspreyið „Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Fyrir utan hælaskó, sprey-tanið, myndavélarnar, kröfuna á samhæfingu útlima og svoleiðis,“ segir útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í nóvember. 11. september 2019 12:30
Regína Ósk í Allir geta dansað: Bæði hrædd og spennt á sama tíma "Þetta leggst rosalega vel í mig, en ég er spennt og hrædd á sama tíma,“ segir söngkonan Regína Ósk sem er þriðji keppandinn sem kynntur er til sögunnar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. 9. september 2019 13:30
Tel mig vera með mjúkar mjaðmir miðað við knattspyrnumann Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Veigar Páll Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, verður í eldlínunni í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur. 10. september 2019 13:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“