Snákagryfjan Arnar Tómas Valgeirsson skrifar 12. september 2019 07:15 Ég vann einu sinni sem leiðsögumaður. Verkefni mín fólust í að leiða stóreygða Bandaríkjamenn með áletraðar derhúfur um götur Reykjavíkur og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var gaman að fá að mæla með öllu því frábæra sem hægt er að gera, enda er af nægu að taka þegar kemur að mat, drykk og afþreyingu. Það þurfti ekki að vara við mörgu, enda er Reykjavík býsna öruggur staður fyrir ferðamann. Það eru engir úlfar í Kirkjugarðinum eða raðmorðingi í Grjótaþorpinu eftir því sem ég best veit. Varúðarorðin voru alltaf einfaldlega þessi: Ekki versla í 10-11. Íslendingar hafa alltaf umborið 10-11 af ákveðinni gremju. Verðin eru himinhá, en þegar þú þarft nauðsynlega að fá Beikon-bugður á næturnar er ekki um margt annað að velja. Eða þannig var það allavega. Í dag eru þó nokkrar verslanir opnar allan sólarhringinn sem rukka þig ekki um hvítuna úr auganu fyrir samloku og djús. Sérstaða 10-11 hefur því átt undir högg að sækja og hefur mörgum útibúum nýverið verið lokað, en móðurskipið í miðbænum stendur enn. Nýlega var ég á vappi í miðbænum að morgni til með óbilandi löngun í eina kók. Ég sannfærði sjálfan mig um að það hlyti að vera í lagi að láta okra á sér einstöku sinnum og steig skjálfandi inn í snákagryfjuna við Austurstræti. Ég var hins vegar ekki lengi að flýja þegar ég sá að verðmiðinn á hálfs lítra flösku hljómaði upp á einar 489 krónur, en til samanburðar er hægt að fá tveggja lítra flösku á Domino’s á 420 krónur. Ég bíð spenntur eftir því að þetta graftarkýli á annars fallegri andlitsmynd miðbæjarins springi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Tómas Valgeirsson Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Ég vann einu sinni sem leiðsögumaður. Verkefni mín fólust í að leiða stóreygða Bandaríkjamenn með áletraðar derhúfur um götur Reykjavíkur og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var gaman að fá að mæla með öllu því frábæra sem hægt er að gera, enda er af nægu að taka þegar kemur að mat, drykk og afþreyingu. Það þurfti ekki að vara við mörgu, enda er Reykjavík býsna öruggur staður fyrir ferðamann. Það eru engir úlfar í Kirkjugarðinum eða raðmorðingi í Grjótaþorpinu eftir því sem ég best veit. Varúðarorðin voru alltaf einfaldlega þessi: Ekki versla í 10-11. Íslendingar hafa alltaf umborið 10-11 af ákveðinni gremju. Verðin eru himinhá, en þegar þú þarft nauðsynlega að fá Beikon-bugður á næturnar er ekki um margt annað að velja. Eða þannig var það allavega. Í dag eru þó nokkrar verslanir opnar allan sólarhringinn sem rukka þig ekki um hvítuna úr auganu fyrir samloku og djús. Sérstaða 10-11 hefur því átt undir högg að sækja og hefur mörgum útibúum nýverið verið lokað, en móðurskipið í miðbænum stendur enn. Nýlega var ég á vappi í miðbænum að morgni til með óbilandi löngun í eina kók. Ég sannfærði sjálfan mig um að það hlyti að vera í lagi að láta okra á sér einstöku sinnum og steig skjálfandi inn í snákagryfjuna við Austurstræti. Ég var hins vegar ekki lengi að flýja þegar ég sá að verðmiðinn á hálfs lítra flösku hljómaði upp á einar 489 krónur, en til samanburðar er hægt að fá tveggja lítra flösku á Domino’s á 420 krónur. Ég bíð spenntur eftir því að þetta graftarkýli á annars fallegri andlitsmynd miðbæjarins springi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun