Ætlar að láta drauminn um Disneyland rætast á þrítugsafmælinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2019 21:00 Ingimar Azzad Torossian hefur alla tíð elskað teiknimyndir, sérstaklega Mikka mús. Fyrir fjórum árum byrjaði hann að safna fyrir ferð í Disney land í Flórída með systur sinni. Í ár ætlar hann sér að láta drauminn rætast í tilefni þess að hann á þrítugsafmæli. Hann segist vera mjög spenntur fyrir garðinum sjálfum, Universal Studios og McDonald‘s.Ferðin kostar mann í hans sporum mun meira en flesta aðra þar sem hann þarf að hafa með sér tvo aðstoðarmenn. Fyrir þá þarf hann að kosta flug, gistingu, miða í garðinn og uppihald.Ingimar er mikill listamaður og til þess að létta róðurinn ákvað hann að selja eftirprentanir af mynd sem hann málaði af Charlie Chaplin og selja í gegn um Facebook.Aðstoðarmaður Ingimars bendir á að kostnaður vegna aðstoðarmanna einhverfra sé oft mikið vandamál. Ingimar þurfi alltaf að borga fyrir tvo.„Fyrir fólk á öryrkjalaunum að þurfa að borga alltaf tvöfalt. Það er hvergi komið til móts við þennan hóp,“ segir Sigsteinn Sigurbergsson, aðstoðarmaður Ingimars.„Þetta er sá hópur sem hefur hvað minnst á milli handanna. Þá er mjög leiðinlegt að horfa á að einstaklingar í þessum hópi þurfi að safna fyrir sig og kannski tvo aðra til að komast í bíó,“ segir Siranoush María Torossia.Þau segja að það sé stór hópur í sömu sporum. Allir eigi að fá að taka þátt í samfélaginu. „Það er enginn sem gefur frítt fyrir aðstoðarmenn nema sundlaugarnar og húsdýragarðurinn. Við erum komnir með leið á því,“ Sigsteinn. Hér má sjá Facebooksíðu sem stofnuð var í kringum væntanlegt ferðalag Ingimars. Félagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ingimar Azzad Torossian hefur alla tíð elskað teiknimyndir, sérstaklega Mikka mús. Fyrir fjórum árum byrjaði hann að safna fyrir ferð í Disney land í Flórída með systur sinni. Í ár ætlar hann sér að láta drauminn rætast í tilefni þess að hann á þrítugsafmæli. Hann segist vera mjög spenntur fyrir garðinum sjálfum, Universal Studios og McDonald‘s.Ferðin kostar mann í hans sporum mun meira en flesta aðra þar sem hann þarf að hafa með sér tvo aðstoðarmenn. Fyrir þá þarf hann að kosta flug, gistingu, miða í garðinn og uppihald.Ingimar er mikill listamaður og til þess að létta róðurinn ákvað hann að selja eftirprentanir af mynd sem hann málaði af Charlie Chaplin og selja í gegn um Facebook.Aðstoðarmaður Ingimars bendir á að kostnaður vegna aðstoðarmanna einhverfra sé oft mikið vandamál. Ingimar þurfi alltaf að borga fyrir tvo.„Fyrir fólk á öryrkjalaunum að þurfa að borga alltaf tvöfalt. Það er hvergi komið til móts við þennan hóp,“ segir Sigsteinn Sigurbergsson, aðstoðarmaður Ingimars.„Þetta er sá hópur sem hefur hvað minnst á milli handanna. Þá er mjög leiðinlegt að horfa á að einstaklingar í þessum hópi þurfi að safna fyrir sig og kannski tvo aðra til að komast í bíó,“ segir Siranoush María Torossia.Þau segja að það sé stór hópur í sömu sporum. Allir eigi að fá að taka þátt í samfélaginu. „Það er enginn sem gefur frítt fyrir aðstoðarmenn nema sundlaugarnar og húsdýragarðurinn. Við erum komnir með leið á því,“ Sigsteinn. Hér má sjá Facebooksíðu sem stofnuð var í kringum væntanlegt ferðalag Ingimars.
Félagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira