Með margra milljóna úr í sparnaðarherferð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. september 2019 06:15 Pétur Kiernan lifir hátt, ef marka má myndir á Instagram. Fréttablaðið/Ernir Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni. Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Í nýliðinni viku birti Landsbankinn fyrstu innslögin í metnaðarfullri herferð sem snýr að sparnaði ungs fólks. Verkefnið ber yfirskriftina „Ungt fólk og peningar“ og er unnið í samstarfi við auglýsingastofuna Jónsson & Lemacks. Um er að ræða nokkra þætti þar sem meðal annars er rætt við ungt fólk um þær fórnir sem það þarf að færa til þess að ná að leggja fyrir mánaðarlega. Draumur flestra er að ná að safna fyrir útborgun í íbúð. Andlit herferðarinnar er áhrifavaldurinn Pétur Kiernan. Hann kynnir sjálfan sig til leiks á heimasíðu Landsbankans með eftirfarandi orðum: „Landsbankinn bað mig að kynna mér hvernig ungt fólk hugsar um peninga og sparnað. Ég er sjálfur 22 ára námsmaður og eins og flestir sem eru enn í skóla eða nýbyrjaðir að vinna þá hef ég takmarkaðar tekjur. Mig langar að spara en mér finnst ekki mjög spennandi að fylla út excel-skjöl með kalda núðlusúpu í fanginu. Ég vil líka geta lifað lífinu.“ Þessi orð eru athyglisverð í ljósi þess að í fyrsta myndbandinu skartar Pétur glæsilegu Audemars Piguet-úri en lauslega áætlað er verðmæti þess um og yfir fjórar milljónir króna. Til samanburðar eru Audemars Piguet-úr talin vera mun betri en Rolex-úrin frægu en á meðan Rolex er fyrir fjöldann þá er Audemars Piguet fyrir þá útvöldu. Það er því talsverð kaldhæðni fólgin í því að áðurnefndur draumur ungmennanna um að safna fyrir útborgun í íbúð situr á hendi þáttastjórnandans. Í samtali við Fréttablaðið vildi Pétur ekki staðfesta hvort úrið væri ekta eða ekki. Sé tekið mið af Instagram-síðu hans, þar sem rúmlega 8.000 manns fylgjast með honum í leik og starfi, má sjá að hann leggur mikið upp úr rándýrri merkjavöru. Hann klæðist fötum frá Louis Vuitton, Dior og Burberry, svo einhver tískuhús séu nefnd. Fréttablaðið óskaði eftir viðbrögðum frá Landsbankanum um hvort Pétur væri sannfærandi andlit herferðarinnar í ljósi lífsstíls hans sem og hvort lýsing hans á sjálfum sér, sem birtist á heimasíðu bankans, væri ekki markaðslegur blekkingarleikur. Í skriflegu svari frá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, kemur fram að myndbandið hafi verið unnið í samstarfi við auglýsingastofu Landsbankans. „Pétur Kiernan, þáttagerðarmaður á Útvarpi 101, var ráðinn sem spyrill til að taka viðtölin þar sem hann hefur reynslu af svipaðri þáttagerð og er nemandi í fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Sparnaðarráðin í umræddri herferð koma frá viðmælendum Péturs og megináherslan er lögð á það sem kemur fram í viðtölunum við þá,“ skrifar Rúnar.Uppfært klukkan 10:05:Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að herferð Landsbankans hefði verið unnin í samstarfi við Útvarp 101 en þær upplýsingar eru rangar. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landsbankans kom einnig fram að Pétur væri þáttagerðarmaður á Útvarpi 101 en það er einnig rangt. Hið rétta er að Útvarp 101 framleiddi aðra herferð fyrir Landsbankans en sú sem nú er í loftinu er unnin í samtarfi við auglýsingastofuna Jónsson og Lemacks. Fréttablaðið biðst velvirðingar á ónákvæmninni.
Auglýsinga- og markaðsmál Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira