Þessar grænu í haustlaxinn Karl Lúðvíksson skrifar 10. september 2019 08:54 Green butt Það getur verið nokkuð breytilegt hvaða veiðiflugur laxveiðimenn nota eftir því á hvaða tíma sumarsins þeir eru að veiða og ekki að ósekju. Líklega eru flestir laxveiðimenn því sammála að þegar laxinn er nýr í ánni virðast bjartar flugur, oft með bláu í, vera það sem laxinn vill. Má þar nefna flugur eins og Haugur, Blue Charm, Collie Dog og Black and Blue. Ekki skilja það sem svo að haustlaxinn taki ekki þessar flugur líka en hann virðist engu að síður taka oft flugur með grænu í afskaplega vel svona seint á tímabilinu. Nú eru nokkrar flugur með grænu í sem er vert að nefna til að hvetja ykkur til að prófa í haustveiðina og þar kemur líklega fremst meðal jafningja Green Butt en þessi fluga er oft mjög gjöful í þungskýjuðu veðri og svo ég tali ekki um þegar rignir. Hef í raun ekki hugmynd um af hverju en þetta eru þau skilyrði sem þeir sem Veiðivísir ræddi við voru sammála um að væru bestu Green Butt skilyrðin. Síðan er það Undertaker, en svo að leiðsögumaðurinn komi aðeins fram hjá mér þá er þetta "go-to" flugan sem ég set undir á haustin. Síðasta flugan sem er að einhverju leiti nokkuð gleymd sem er mikil synd því þetta er fluga sem er ekkert óskyld Green Butt en það er Half and Half. Mikið græn og hreyfir við laxinum í hylnum svo ég mæli með að prófa hana. Það er að lokum vert að nefna Metalica en hvernig getur silfur, grænt og svart klikkað á haustinn? Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði
Það getur verið nokkuð breytilegt hvaða veiðiflugur laxveiðimenn nota eftir því á hvaða tíma sumarsins þeir eru að veiða og ekki að ósekju. Líklega eru flestir laxveiðimenn því sammála að þegar laxinn er nýr í ánni virðast bjartar flugur, oft með bláu í, vera það sem laxinn vill. Má þar nefna flugur eins og Haugur, Blue Charm, Collie Dog og Black and Blue. Ekki skilja það sem svo að haustlaxinn taki ekki þessar flugur líka en hann virðist engu að síður taka oft flugur með grænu í afskaplega vel svona seint á tímabilinu. Nú eru nokkrar flugur með grænu í sem er vert að nefna til að hvetja ykkur til að prófa í haustveiðina og þar kemur líklega fremst meðal jafningja Green Butt en þessi fluga er oft mjög gjöful í þungskýjuðu veðri og svo ég tali ekki um þegar rignir. Hef í raun ekki hugmynd um af hverju en þetta eru þau skilyrði sem þeir sem Veiðivísir ræddi við voru sammála um að væru bestu Green Butt skilyrðin. Síðan er það Undertaker, en svo að leiðsögumaðurinn komi aðeins fram hjá mér þá er þetta "go-to" flugan sem ég set undir á haustin. Síðasta flugan sem er að einhverju leiti nokkuð gleymd sem er mikil synd því þetta er fluga sem er ekkert óskyld Green Butt en það er Half and Half. Mikið græn og hreyfir við laxinum í hylnum svo ég mæli með að prófa hana. Það er að lokum vert að nefna Metalica en hvernig getur silfur, grænt og svart klikkað á haustinn?
Mest lesið Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Byssusýning Veiðisafnins um næstu helgi Veiði Fín fyrsta helgi í rjúpu Veiði Heldur minni gæsaveiði í haust Veiði Greinilega betri rjúpnaveiði en í fyrra Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 20. október Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði