Fasteignakaupum Íslendinga á Spáni fækkar eftir tvö metár Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 15:28 Íslendingar hafa löngum leitað í sólina til Spánar. Visir/Getty Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað. Húsnæðismál Spánn Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira
Árin 2017 og 2018 keyptu Íslendingar fasteignir á Spáni fyrir um 16,2 milljónir evra, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna í gegnum fasteignasöluna Medland. Umsvif Íslendinga á spænskum fasteignamarkaði hafa minnkað eilítið á árinu sem er að líða, en markaðsstjóri Íslandsdeildar fyrirtækisins telur ýmislegt spila þar inn í. „Salan hefur dregist eitthvað saman síðan í vor, síðan WOW Air fór í gjaldþrot. Verkföll og gengi krónunnar höfðu líka sitt að segja. Það er eins og Ísland hafi verið á varðbergi gagnvart kreppuástandi og allir að bíða storminn af sér. Þetta er svo sem í takt við það sem hefur verið að gerast á Íslandi þar sem rólegt hefur verið yfir fasteigna- og bílamarkaðnum,“ segir Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri hjá Medland. Hún segir veðurblíðu sumarsins eflaust hafa einnig spilað þar inn í, en það fór ekki fram hjá neinum að sumarið var óvenju sólríkt og hlýtt hér heima fyrir. Hún segir áhuga fólks á kaupunum aukast aftur með haustinu og hreyfing sé að komast markaðinn. „Vonandi eigum við góðan lokasprett núna með landanum. Enn eru eftir þrír mánuðir af árinu og við stefnum að því að slaga hátt í tölur síðustu tveggja ára,” segir Steina.Steina Jónsdóttir, markaðsstjóri Íslandsdeildar fasteignasölunnar Medland.AðsendSundlaugar helsta aðdráttaraflið Að sögn Steinu eru eignir á góðum kjörum með aðgangi að sundlaug það sem Íslendingar sækja hvað mest í. Vinsælustu eignirnar séu annars vegar um 80 fermetra íbúðir eða einbýlishús með einkasundlaug. Hún segir algengast að fólk sé að bæta við sig eign frekar en að flytjast búferlum alfarið til Spánar. Það séu þó dæmi um slíkt, en fólk sé almennt að sækja í birtuna og betra veður. „Staðsetningin við Miðjarðarhafið býður upp á meiri lífsgæði. Fólk sækir í birtuna og veðurblíðuna auk þess sem verðlagið er sérlega hagstætt.“ Sérstök kynning fór fram í Hörpu um helgina þar sem fasteignir á Spáni voru kynntar. Um er að ræða þriðju stóru ráðstefnu fasteignasölunnar hér á landi þar sem byggingaraðilum frá Spáni er boðið og úrvalið kynnt fyrir Íslendingum. Að sögn Steinu er framboðið sífellt að aukast og lægstu verð á eignum eru nú um tólf til þrettán milljónir króna. Hæstu verð eru allt frá þrjú hundruð upp í fimm hundruð milljónir, en slíkur verðmiði er á lúxusvillum á besta stað.
Húsnæðismál Spánn Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Sjá meira