„Ég er galdakarl“ Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 28. september 2019 09:33 Atli Már við verk sem hann málaði á meðan blaðamaður spjallaði við hann. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Ég er í mjög góðu skapi, en þú?“ spyr Atli Már Indriðason og blikkar blaðamann sem er kominn til að heimsækja hann í Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann er léttur í spori og sveiflar til og frá plastpoka sem í eru ýmsir hlutir sem hann tók með sér til innblásturs þennan daginn og finnur sér stað til að setjast niður til að spjalla um list sína í bókasafni skólans. Atli Már hefur verið valinn listamaður Listahátíðarinnar List án Landamæra. Listahátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og verður haldin 5. til 20. október í Gerðubergi. Hann egir það sínar bestu stundir þegar hann kemur til að vinna að verkum sínum í skólanum. Það gerir hann tvisvar í viku en aðra daga vikunnar starfar hann í Ási vinnustofu og það finnst honum einnig skemmtilegt. „Þar eru margir vinir mínir,“ segir hann frá. „Ég vakna og svo fer ég í vinnuna. En ég teikna alla daga líka,“ segir hann og segist hrifinn af flestum ofurhetjum Marvel. „Marvel er best.“ Hann segist eiga Drakúlabúning sem honum finnst gaman að klæða sig upp í.Atli Már málar Lee Lynch kvikmyndagerðarmann í vinnustofu í módelteikningu.Margrét M. Norðdahl„Hann klæðir sig oft upp í búninga og stundum er það hluti af ferlinu, það hvernig hann lifir sig inn í verkið með söng eða jafnvel dansi. Hlutirnir sem hann tekur með sér hingað til að vinna verk sín gegna oft hlutverki í því þegar hann er að mála. Þetta geta verið fjarstýringar eða jafnvel tómar plastflöskur sem hann sker til og límir saman af stakri snilld. Úr þeim verða alls kyns hlutir eins og sverð, byssur, gleraugu og fleira sem hann notar fyrir hin ýmsu gervi og teiknar jafnvel inn í myndirnar,“ segir Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður og kennari við skólann. Atli Már lifir sig með tilþrifum inn í verkin sem einkennast af persónum og fígúrum, til dæmis ofurhetjum, með forvitnilegum smáatriðum og sem eiga hug hans. Það má glögglega sjá að hann hefur mikla og nákvæma þekkingu á myndheimi Marvel. Hann málar oft ofurhetjur með fylgihlutum og í bakgrunni eða umhverfi sem jafnvel aðeins heitustu aðdáendur þeirra þekkja.Um eftirminnileg verk segist hann virkilega ánægður með leðurblökur sem hann hefur málað. „Leðurblökur, Batman og líka Drakúla,“ segir hann og dregur hendurnar upp eins og leðurblökuvængi og hlær. „Ég er galdramaður,“ útskýrir hann og brosir eftir að hafa hlustað á lýsingu Margrétar á vinnuferli hans.Margrét hefur stillt upp trönum fyrir Atla Má sem vill teikna tröll fyrir blaðamann og ljósmyndara. „Hann hefur einstakan stíl og hefur skapað sterkan myndheim,“ segir Margrét á meðan hann mundar pensilinn. „Það sem mér finnst magnað er hversu fjölhæfur hann er. Hann málar og teiknar af mikilli fagmennsku en hann gerir til dæmis líka skúlptúra, fremur gjörninga, syngur og flytur texta og er stórkostlegur dansari. Það má segja um hann að hann lifi fyrir listina, hann er mikill listamaður og það er dúndrandi sköpun í öllu sem hann gerir,“ segir Margrét.Atli Már á sýningunni Hostel Take over sem var haldin í JL-húsinu síðasta vor.Margrét M. NorðdahlEitt verka Atla Más. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég er í mjög góðu skapi, en þú?“ spyr Atli Már Indriðason og blikkar blaðamann sem er kominn til að heimsækja hann í Myndlistaskólann í Reykjavík. Hann er léttur í spori og sveiflar til og frá plastpoka sem í eru ýmsir hlutir sem hann tók með sér til innblásturs þennan daginn og finnur sér stað til að setjast niður til að spjalla um list sína í bókasafni skólans. Atli Már hefur verið valinn listamaður Listahátíðarinnar List án Landamæra. Listahátíðin leggur áherslu á list fatlaðs fólks og verður haldin 5. til 20. október í Gerðubergi. Hann egir það sínar bestu stundir þegar hann kemur til að vinna að verkum sínum í skólanum. Það gerir hann tvisvar í viku en aðra daga vikunnar starfar hann í Ási vinnustofu og það finnst honum einnig skemmtilegt. „Þar eru margir vinir mínir,“ segir hann frá. „Ég vakna og svo fer ég í vinnuna. En ég teikna alla daga líka,“ segir hann og segist hrifinn af flestum ofurhetjum Marvel. „Marvel er best.“ Hann segist eiga Drakúlabúning sem honum finnst gaman að klæða sig upp í.Atli Már málar Lee Lynch kvikmyndagerðarmann í vinnustofu í módelteikningu.Margrét M. Norðdahl„Hann klæðir sig oft upp í búninga og stundum er það hluti af ferlinu, það hvernig hann lifir sig inn í verkið með söng eða jafnvel dansi. Hlutirnir sem hann tekur með sér hingað til að vinna verk sín gegna oft hlutverki í því þegar hann er að mála. Þetta geta verið fjarstýringar eða jafnvel tómar plastflöskur sem hann sker til og límir saman af stakri snilld. Úr þeim verða alls kyns hlutir eins og sverð, byssur, gleraugu og fleira sem hann notar fyrir hin ýmsu gervi og teiknar jafnvel inn í myndirnar,“ segir Margrét M. Norðdahl, myndlistarmaður og kennari við skólann. Atli Már lifir sig með tilþrifum inn í verkin sem einkennast af persónum og fígúrum, til dæmis ofurhetjum, með forvitnilegum smáatriðum og sem eiga hug hans. Það má glögglega sjá að hann hefur mikla og nákvæma þekkingu á myndheimi Marvel. Hann málar oft ofurhetjur með fylgihlutum og í bakgrunni eða umhverfi sem jafnvel aðeins heitustu aðdáendur þeirra þekkja.Um eftirminnileg verk segist hann virkilega ánægður með leðurblökur sem hann hefur málað. „Leðurblökur, Batman og líka Drakúla,“ segir hann og dregur hendurnar upp eins og leðurblökuvængi og hlær. „Ég er galdramaður,“ útskýrir hann og brosir eftir að hafa hlustað á lýsingu Margrétar á vinnuferli hans.Margrét hefur stillt upp trönum fyrir Atla Má sem vill teikna tröll fyrir blaðamann og ljósmyndara. „Hann hefur einstakan stíl og hefur skapað sterkan myndheim,“ segir Margrét á meðan hann mundar pensilinn. „Það sem mér finnst magnað er hversu fjölhæfur hann er. Hann málar og teiknar af mikilli fagmennsku en hann gerir til dæmis líka skúlptúra, fremur gjörninga, syngur og flytur texta og er stórkostlegur dansari. Það má segja um hann að hann lifi fyrir listina, hann er mikill listamaður og það er dúndrandi sköpun í öllu sem hann gerir,“ segir Margrét.Atli Már á sýningunni Hostel Take over sem var haldin í JL-húsinu síðasta vor.Margrét M. NorðdahlEitt verka Atla Más.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“