Hafa stofnað nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 18:55 Megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 er sjálfbær þróun. Ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýnina í dag þar sem hún sagði að búið væri að skapa nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi utan um ferðaþjónustuna. Erlendir ferðamenn eru ánægðir með dvöl sína á Íslandi en þetta er meðal þess sem kom fram þegar ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýn ferðaþjónustunnar í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 sem unnið er af atvinnugreininni sjálfri og yfirvöldum. „Þar sem við erum búin að koma okkur saman um hvert við viljum stefna, það eru tímamót að við séum öll sammála um það,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá kynnti ráðherra Jafnvægisás ferðamála sem er þolmarkagreining á ferðaþjónustunni. Er það í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.Var þetta kynnt á Nordica-hótelinu í dag þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar létu sig ekki vanta.Vísir/Sigurjón„Við getum þá núna í dag séð hvar við stöndum. Þannig að við erum búin að ákveða hvert við ætlum að fara, erum með stöðuna eins og hún er núna og þá er þriðja og síðasta stigið að fara í aðgerðir til að komast þangað.“ Stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem jafnvægi er á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Þá er meiri áhersla lögð á arðsemi greinarinnar. „Við ætlum að byggja íslenska ferðaþjónustu þannig upp að landið allt njóti góðs af, við séum með ferðamenn út um allt land, allt árið um kring.“ Jafnvægisásinn metur áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða varðandi svæðisstýringu eða vegaframkvæmdir. „Við ætlum að ná samfélagslegri sátt um ferðaþjónustuna og að Íslendingar séu tilbúnir að taka á móti gestum og svo framvegis. Við erum í rauninni að búa til nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir ferðaþjónustuna.“ Greiningin leiðir í ljós að ferðaþjónustan er með mjög hátt meðmælaskor frá ferðamönnum Þórdís segir að stórfyrirtæki geti mörg hver ekki látið sig dreyma um svo hátt skor. Er markmiðið að halda því. „Það er mjög krefjandi en við höfum öll tækifæri til að gera það. Erlendu ferðamennirnir sem koma til landsins eru langflestir alveg ótrúlega ánægðir með veru sína hér.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
Megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 er sjálfbær þróun. Ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýnina í dag þar sem hún sagði að búið væri að skapa nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfi utan um ferðaþjónustuna. Erlendir ferðamenn eru ánægðir með dvöl sína á Íslandi en þetta er meðal þess sem kom fram þegar ferðamálaráðherra kynnti framtíðarsýn ferðaþjónustunnar í dag. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 sem unnið er af atvinnugreininni sjálfri og yfirvöldum. „Þar sem við erum búin að koma okkur saman um hvert við viljum stefna, það eru tímamót að við séum öll sammála um það,“ segir Þórdís Kolbrún. Þá kynnti ráðherra Jafnvægisás ferðamála sem er þolmarkagreining á ferðaþjónustunni. Er það í fyrsta sinn í heiminum sem slíkt verkefni er unnið á landsvísu.Var þetta kynnt á Nordica-hótelinu í dag þar sem aðilar innan ferðaþjónustunnar létu sig ekki vanta.Vísir/Sigurjón„Við getum þá núna í dag séð hvar við stöndum. Þannig að við erum búin að ákveða hvert við ætlum að fara, erum með stöðuna eins og hún er núna og þá er þriðja og síðasta stigið að fara í aðgerðir til að komast þangað.“ Stefnt er að sjálfbærri ferðaþjónustu þar sem jafnvægi er á milli efnahags, umhverfis og samfélags. Þá er meiri áhersla lögð á arðsemi greinarinnar. „Við ætlum að byggja íslenska ferðaþjónustu þannig upp að landið allt njóti góðs af, við séum með ferðamenn út um allt land, allt árið um kring.“ Jafnvægisásinn metur áhrif ferðaþjónustunnar á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Einnig er lagt mat á hvort grípa þurfi til aðgerða varðandi svæðisstýringu eða vegaframkvæmdir. „Við ætlum að ná samfélagslegri sátt um ferðaþjónustuna og að Íslendingar séu tilbúnir að taka á móti gestum og svo framvegis. Við erum í rauninni að búa til nokkurskonar fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir ferðaþjónustuna.“ Greiningin leiðir í ljós að ferðaþjónustan er með mjög hátt meðmælaskor frá ferðamönnum Þórdís segir að stórfyrirtæki geti mörg hver ekki látið sig dreyma um svo hátt skor. Er markmiðið að halda því. „Það er mjög krefjandi en við höfum öll tækifæri til að gera það. Erlendu ferðamennirnir sem koma til landsins eru langflestir alveg ótrúlega ánægðir með veru sína hér.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira