Hópuppsagnir orðnar fleiri en allt árið í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2019 18:27 Hópuppsagnir það sem af er ári eru orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. Rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum. Á þriðja hundrað manns misstu vinnuna í vikunni og hafa álíka tölur ekki sést síðan í hruninu. Icelandair tilkynnti á miðvikudag að 87 flugmönnum hefði verið sagt upp en 134 var sagt upp í fjármálageiranum í gær. Misstu því 221 starfið á einum sólarhring í vikunni en það sem af er ári hefur 809 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. „Það er langt síðan við höfum séð svona tölur. Við erum núna komin upp í jafn marga einstaklinga eins og allt árið í fyrra. Þetta hefur stigið mjög mikið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestar hópuppsagnir á árinu eru í samgöngum og flutningum eða 453, 102 í fjármálastarfsemi, 64 í upplýsingastarfsemi, 37 í iðnaðarframleiðslu, 33 í veitingarekstri, 32 í byggingariðnaði, 30 í sérfræðistörfum, 21 í fiskvinnslu, 19 í heilbrigðisþjónustu og 18 í verslunarrekstri.Þetta er eingöngu tölur um hópuppsagnir og vantar þarna inn í þá ellefu hundruð sem misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air fór í þrot í mars. Því ljóst að mun fleiri hefur verið sagt upp á árinu. Unnur segir Vinnumálastofnun hafa góðan mannskap og ráðrúm til að takast á við þennan hóp í ár. Það kemur hins vegar í ljós á næsta ári hvort frekari fjárveitingar er þörf þegar margar uppsagnirnar koma til framkvæmda.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það sem er núna að koma inn, það kemur í rauninni ekki til okkar fyrr en eftir áramót. Fólk er að vinna út uppsagnarfrestinn sinn og vonandi ná sem flestir að finna aðra vinnu á því tímabili. Þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári hversu mikið af þessu kemur í vinnu hjá okkur.“ Skráð atvinnuleysi var 3,5 prósent í ágúst en Unnur er ekki bjartsýn á framhaldið. „Ég á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi. Ég held að botninum sé ekki náð í þessum samdrætti sem við erum stödd í núna. En vonandi gerist það sem fyrst á næsta ári. En ég býst við að þetta eigi eftir að aukast meira en orðið er.“ Vinnumarkaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hópuppsagnir það sem af er ári eru orðnar fleiri en allt árið í fyrra. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur botninum ekki náð. Rúmlega átta hundruð hafa misst vinnuna í hópuppsögnum frá áramótum. Á þriðja hundrað manns misstu vinnuna í vikunni og hafa álíka tölur ekki sést síðan í hruninu. Icelandair tilkynnti á miðvikudag að 87 flugmönnum hefði verið sagt upp en 134 var sagt upp í fjármálageiranum í gær. Misstu því 221 starfið á einum sólarhring í vikunni en það sem af er ári hefur 809 manns verið sagt upp í hópuppsögnum. „Það er langt síðan við höfum séð svona tölur. Við erum núna komin upp í jafn marga einstaklinga eins og allt árið í fyrra. Þetta hefur stigið mjög mikið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Flestar hópuppsagnir á árinu eru í samgöngum og flutningum eða 453, 102 í fjármálastarfsemi, 64 í upplýsingastarfsemi, 37 í iðnaðarframleiðslu, 33 í veitingarekstri, 32 í byggingariðnaði, 30 í sérfræðistörfum, 21 í fiskvinnslu, 19 í heilbrigðisþjónustu og 18 í verslunarrekstri.Þetta er eingöngu tölur um hópuppsagnir og vantar þarna inn í þá ellefu hundruð sem misstu vinnuna þegar flugfélagið WOW air fór í þrot í mars. Því ljóst að mun fleiri hefur verið sagt upp á árinu. Unnur segir Vinnumálastofnun hafa góðan mannskap og ráðrúm til að takast á við þennan hóp í ár. Það kemur hins vegar í ljós á næsta ári hvort frekari fjárveitingar er þörf þegar margar uppsagnirnar koma til framkvæmda.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Það sem er núna að koma inn, það kemur í rauninni ekki til okkar fyrr en eftir áramót. Fólk er að vinna út uppsagnarfrestinn sinn og vonandi ná sem flestir að finna aðra vinnu á því tímabili. Þannig að það kemur ekki í ljós fyrr en á næsta ári hversu mikið af þessu kemur í vinnu hjá okkur.“ Skráð atvinnuleysi var 3,5 prósent í ágúst en Unnur er ekki bjartsýn á framhaldið. „Ég á von á því að atvinnuleysistölur fari hækkandi. Ég held að botninum sé ekki náð í þessum samdrætti sem við erum stödd í núna. En vonandi gerist það sem fyrst á næsta ári. En ég býst við að þetta eigi eftir að aukast meira en orðið er.“
Vinnumarkaður Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira