Tveggja ára vinna skilar stórbrotnum laugum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2019 18:00 Pottarnir fengu nöfnin Hringur og Urð. Mynd/Ozzo Photography Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi farið fækkandi hér á landi virðist ferðaþjónustan í Húsafelli blómstra. Þar hefur verið stöðug aukning ferðamanna undanfarna mánuði og hefur mikil uppbygging átt sér stað þar. Nú er enn að bætast við ferðaþjónustuna með opnun Giljabaða. Unnar Bergþórsson, framkvæmdastjóri Giljabaða, segir það mikilvægt þeim á Húsafelli að tryggja að fjölbreytt og áhugaverð afþreying sé þar í boði. „Það var kærkomið þegar íshellirinn bættist þarna við og í kjölfarið kom hraunhellirinn Víðgelmir með mjög flotta uppbyggingu og er búin að vera uppbygging við Hraunfossa og við Kraumu við Deildártunguhver,“ segir Unnar í samtali við Vísi. „Það er búin að vera mikil uppbygging í gangi á svæðinu og menn eru hvergi bangnir við að halda áfram.“Boruðu níu holur eftir vatni Fyrr á árinu var lokið við þriðju fallaflsvirkjunina í Húsafelli, sem er sjálfbært varðandi orkuöflun. Með því verkefni var farið fram hjá Hringsgili þar sem í ljós kom að vatn kom úr kletti. Farið var í bora eftir vatninu og þurfti níu holur til að finna það.Mynd/Ozzo PhotographyÚr holunni komu fimm sekúndulítrar af 47 gráðu heitu vatni. Þá datt þeim í hug að fá hleðslumeistarann Unnstein Elíasson til að hlaða fyrsta pottinn en þeir eru í um 200 metra fjarlægð frá borholunum og þegar búið er að leiða vatnið í þá, með niðurgröfnum rörum, er vatnið 40 gráðu heitt. „Við ákváðum að halda í þetta sjálfbærnis-hugtak og nýttum bara steina sem voru úr gilinu sjálfu. Þegar búið var að hlaða fyrsta pottinn, sáum við fram á að það væri nægt vatn til að gera fleiri potta og héldum áfram. Þá fékk Unnsteinn til liðs við sig hann Arnar Bergþórsson, sem er úr fjölskyldunni, og hann hjálpaði honum að gera hina pottana, sem eru gerðir úr stóru grjóti.“ Pottarnir fengu svo nöfnin Hringur og Urð.Mikilvægt að spilla svæðinu sem minnst Þar sem svæðið er út í miðri náttúrunni var talið að þörf væri á einhvers konar skiptiaðstöðu og fékkst undanþága til að byggja slíka aðstöðu, með þeim fyrirvara að framkvæmdin væri afturkræf. Því var byggður kofi sem stendur á símastaurum. Unnar segir markmiðið hafa verið að láta umhverfið líta út fyrir að mannshöndin hafi komið lítið að svæðinu. Það sé eins náttúrulegt og hægt sé.Mynd/Ozzo PhotographyStefnt er á að opna Giljaböð um miðjan nóvember og verður eingöngu farið þangað í leiðsöguferðum og í mesta lagi með tuttugu manns í ferð. Unnar segir tvö ár síðan byrjað var að bora eftir vatninu og það hefur tekið eitt og hálft ár að hlaða pottana. „Það er mikil fjárfesting í áframhaldandi uppbyggingu innviða og afþreyingar á þessu svæði. Sem er mjög spennandi,“ segir Unnar. Samhliða opnun Giljabaða stendur til að opna nýja afþreyingarmiðstöð á Húsafelli. Það verður móttökustaður fyrir alla afþreyingu á svæðinu, böðin, gönguferðir og annað sem sé í boði á svæðinu.Mynd/Ozzo Photography
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira