Skagstrendingar fordæma vinnubrögð SÍS vegna sameiningartillagna Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2019 14:19 Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS. Norðurstrandarleið Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar er allt annað en sátt með tillögur um sameiningaráform á sveitarstjórnarstiginu og hefur sent frá sér harðorða bókun þess efnis. Í bókuninni, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær, er Alþingi hvatt „til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa landsins og hafna með öllu tillögum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga“. Skagaströnd er ekki fyrsta sveitarfélagið til að lýsa yfir efasemdum um tillögu ráðherra sveitarstjórnarmála um að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðist við þúsund íbúa. Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru fimmtíu, ákvað að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga, eftir að sambandið lýsti yfir stuðningi við tillögur ráðherra. Þá hefur sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sagt að verið sé að íhuga hvort sveitarfélagið segi sig úr SÍS.Úthugsuð tala Sveitarstjórn Skagastrandar segir að þúsund íbúa lágmarkið sé einungis valið til að tryggja tillögunni brautargengi þar sem hún snerti nægjanlega fáa með beinum hætti. „Samþykkt þingsins var síðan blygðunarlaust kynnt sem vilji sveitarstjórnarstigsins í heild þó hún gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem lögþvingunin ætti að ná til. Enginn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða fjármálaverkfræðingur er þess umkominn að skera úr um hver sé hagkvæmasta stærð sveitarfélaga. Íbúarnir eiga að ráða,“ segir í bókun sveitarstjórnar Skagastrandar.Fordæma vinnudrögð Sveitarstjórnin segist jafnframt fordæma vinnubrögð SÍS í málinu. Sambandið eigi að vera málsvari sveitarfélaga og að stjórn sambandsins hafi „farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu.“ Að óbreyttu verði ekki lengur hægt að líta á stjórn SÍS sem málsvara allra sveitarfélaga. Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS. Skagaströnd Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Fleiri fréttir „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Sjá meira
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar er allt annað en sátt með tillögur um sameiningaráform á sveitarstjórnarstiginu og hefur sent frá sér harðorða bókun þess efnis. Í bókuninni, sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær, er Alþingi hvatt „til þess að virða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og íbúa landsins og hafna með öllu tillögum um lögþvingaðar sameiningar sveitarfélaga“. Skagaströnd er ekki fyrsta sveitarfélagið til að lýsa yfir efasemdum um tillögu ráðherra sveitarstjórnarmála um að lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðist við þúsund íbúa. Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru fimmtíu, ákvað að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga, eftir að sambandið lýsti yfir stuðningi við tillögur ráðherra. Þá hefur sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sagt að verið sé að íhuga hvort sveitarfélagið segi sig úr SÍS.Úthugsuð tala Sveitarstjórn Skagastrandar segir að þúsund íbúa lágmarkið sé einungis valið til að tryggja tillögunni brautargengi þar sem hún snerti nægjanlega fáa með beinum hætti. „Samþykkt þingsins var síðan blygðunarlaust kynnt sem vilji sveitarstjórnarstigsins í heild þó hún gangi þvert gegn vilja mikils meirihluta þeirra sveitarfélaga sem lögþvingunin ætti að ná til. Enginn hagfræðingur, viðskiptafræðingur eða fjármálaverkfræðingur er þess umkominn að skera úr um hver sé hagkvæmasta stærð sveitarfélaga. Íbúarnir eiga að ráða,“ segir í bókun sveitarstjórnar Skagastrandar.Fordæma vinnudrögð Sveitarstjórnin segist jafnframt fordæma vinnubrögð SÍS í málinu. Sambandið eigi að vera málsvari sveitarfélaga og að stjórn sambandsins hafi „farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað þeirra sjónarmið og röksemdafærslu.“ Að óbreyttu verði ekki lengur hægt að líta á stjórn SÍS sem málsvara allra sveitarfélaga. Íbúar í Sveitarfélaginu Skagastönd voru 492 í ársbyrjun, samkvæmt heimasíðu SÍS.
Skagaströnd Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Fleiri fréttir „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Sjá meira
Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. 24. september 2019 12:00
Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30