„Ég hef starfað í mörg ár á bílaleigu og fann að stór hluti þeirra sem ferðamanna sem sest upp í bílaleigubíl er engan veginn klár í það verkefni sem bíður þeirra á íslenskum vegum. Ekki svo að skilja að ferðamenn séu eitthvað verri ökumenn, heldur er vegakerfið eitthvað sem við erum orðin vön en er afar framandi og jafnvel frumstætt í hugum gesta okkar,“ segir Óskar. Starfsmenn bílaleiga reyni eftir megni að upplýsa ferðamenn um aðstæður en þeir taki misjafnlega vel eftir.

„Nú þegar erum við komin í samstarf við nokkrar öflugar bílaleigur sem láta sínum viskiptavinum í té upplýsingar um safe.is og eru viðræður í gangi við fleiri. Einnig er síðunni dreift af erlendum bókunarsíðum á þeirra viðskiptavini með bókunarstaðfestingu. Það er gaman að sjá að hátt í helmingur af umferðinni inná safe.is er að koma erlendis frá og hlutfall þeirra sem koma tvisvar eða oftar er ótrúlega hátt. Við rekum vefinn með auglýsingum og geta aðilar í ferðaþjónustu komið skilaboðum á þennan stóra markhóp sem erlendir ferðamenn eru,“ segir Óskar og bendir á að áhugasamir samstarfsaðilar geti haft samband með tölvupósti á safe@safe.is

Sérstaða safe.is er ný nálgun á forvarnarefni fyrir akandi ferðamenn ásamt ýmsum nýjungum sem nýtast vel á ferðlagi um landið. Má þar helst nefna upplýsingar á 10 tungumálum þar sem farið er yfir þá þætti sem kunna að vera framandi eða öðruvísi en ferðamenn eiga að venjast. Sérstaklega er farið yfir vetrarakstur og hálendisakstur. Notandi getur annaðhvort hlustað á upplýsingarnar eða lesið á sínu tungumáli. Einnig er að finna kort þar sem notandi slær inn upphafsstað og áfangastað og fær þá upp leiðarlýsingu ásamt upplýsingum um vegaaðstæður snjó, hálku, lokanir og fleira. Vandað ökupróf er á síðunni, upplýsingar um bílinn og um íslensk umferðamerki, sektir, tékklisti og margt fleira. Við gerð Safe.is nutu Óskar og Brynja aðstoðar Samgöngustofu og sérfræðinga frá tryggingarfélögum. Jökulá sá um hönnun síðunnar.

