Enski boltinn

Ákærðir fyrir árásina á Kolasinac og Özil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Özil og Kolasinac á æfingu.
Özil og Kolasinac á æfingu. vísir/getty
Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að reyna ræna þeim Mesut Özil og Sead Kolasinac er þeir keyrðu um götur Lundúna í júlímánuði. Málið verður tekið fyrir í næstu viku.

Tveir Englendingar, annar þrítugur og hinn 26 ára, voru handteknir í kjölfar árásarinnar en ráðist var á bíl Özil og Kolasinac. Þeim var ógnað með stærðarinnar hníf en Kolasinac sýndi mikinn hug og fældi þá í burtu.







Arsenal-mennirnir náðu svo að koma sér á veitingastað í nágrenninu þar sem lögreglan kom til sögunnar en báðir misstu þeir af byrjun Arsenal í ensku úrvalsdeildinni vegna atviksins.

Óttast var um öryggi þeirra tveggja eftir atvikið en öryggisgæsla var hert í kringum hús þeirra og réð Özil meðal annars lífverði sem fylgdu honum hvert fótspor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×