Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins slitið Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2019 16:15 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins var slitið í dag. Á morgun verður fundur með samningseiningum BSRB um að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. „Í grunninn erum við búin að eiga í mestri umræðu um styttingu vinnuvikunnar og það hefur lítið sem ekkert þokast áfram hvað varðar. Við erum að miklu leyti til á sama stað og við vorum í upphafi samningsviðræðna og kjarasamningar eru búnir að vera lausir frá 1. apríl,“ segir Sonja í samtali við Vísi. Hún segir óásættanlegt að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa nálgast viðræðurnar af heilum hug. Það hafi verið reynt á samningsvilja þeirra í marga mánuði. „Þá er ekkert annað eftir en að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara og við munum taka það til umræðu með samningseiningum BSRB á morgun.“ Í tilkynningu til fjölmiðla er haft eftir Sonju að formaður samninganefndar ríkisins hafi gert forsvarsmönnum BSRB ljóst að nefndin hefði ekki umboð til að ganga langra. Það var eftir að samninganefnd ríkisins lagði fram tillögu að lausn deilunnar sem bandalagið taldi algjörlega óaðgengilega. Helst er deild um kröfu BSRB um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án kjaraskerðingar, með meiri styttingu fyrir vaktavinnufólk. Samkvæmt áðurnefndri tilkynningu miðaði tilboð ríkisins áfram við 40 stunda vinnuvikun en opnaði á möguleika á að samið yrði um að stytta vinnuvikuna á einstökum vinnustöðum með því að sleppa kaffitímum. Kjaramál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
Kjaraviðræðum BSRB og ríkisins var slitið í dag. Á morgun verður fundur með samningseiningum BSRB um að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræður lítið sem ekkert hafa þokast áfram, með tilliti til styttingu vinnuvikunnar. „Í grunninn erum við búin að eiga í mestri umræðu um styttingu vinnuvikunnar og það hefur lítið sem ekkert þokast áfram hvað varðar. Við erum að miklu leyti til á sama stað og við vorum í upphafi samningsviðræðna og kjarasamningar eru búnir að vera lausir frá 1. apríl,“ segir Sonja í samtali við Vísi. Hún segir óásættanlegt að samninganefnd ríkisins virðist ekki hafa nálgast viðræðurnar af heilum hug. Það hafi verið reynt á samningsvilja þeirra í marga mánuði. „Þá er ekkert annað eftir en að vísa deilunni til Ríkissáttasemjara og við munum taka það til umræðu með samningseiningum BSRB á morgun.“ Í tilkynningu til fjölmiðla er haft eftir Sonju að formaður samninganefndar ríkisins hafi gert forsvarsmönnum BSRB ljóst að nefndin hefði ekki umboð til að ganga langra. Það var eftir að samninganefnd ríkisins lagði fram tillögu að lausn deilunnar sem bandalagið taldi algjörlega óaðgengilega. Helst er deild um kröfu BSRB um styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án kjaraskerðingar, með meiri styttingu fyrir vaktavinnufólk. Samkvæmt áðurnefndri tilkynningu miðaði tilboð ríkisins áfram við 40 stunda vinnuvikun en opnaði á möguleika á að samið yrði um að stytta vinnuvikuna á einstökum vinnustöðum með því að sleppa kaffitímum.
Kjaramál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira