Kaupendur ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum Sunna Sæmundsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 23. september 2019 13:37 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Húsnæðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Kaupendur virðast ekki spenntir fyrir nýjum íbúðum sem hafa streymt inn á markaðinn að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Íbúðirnar séu of dýrar og stórar og eftirspurnin gæti hafa verið ofmetin. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að framboð nýrra íbúða á markaðnum virðist hafa farið langt með að mæta raunverulegri þörf. Það sem af er ári eru nýjar íbúðir sextán prósent seldra íbúða en í fyrra var hlutfallið aðeins hærra, eða sautján prósent. Svo virðist sem fjölgun nýrra íbúða skili sér ekki í aukinni söluhlutdeild. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að lítil spenna sé á markaðnum og að nýjar íbúðirnar henti ef til vill ekki kaupendum. „Miðað við það að það sé mjög mikil þörf eftir íbúðum þá er það svolítið merkilegt ástand, að það er miklu, miklu minna að seljast af íbúðum – bæði nýjum íbúðum og af eldri – en fyrir ári síðan. Það bendir til þess að sé ekki sérstaklega mikil spenna,“ segir Ari.Vísir/VilhelmEftirspurn ofmetin Spurn eftir þessum íbúðum gæti hafa verið ofmetin. „Það er allavega nokkuð ljóst að það er mikið framboð af nýjum íbúðum sem hefur verið að koma og eru að koma. Það lítur þannig út að kaupandinn sé ekkert sérlega spenntur.“ Nýjar íbúðir eru að jafnaði stærri en þær eldri og kaupendur gætu verið að bíða eftir minni íbúðum. „Það er alltaf talin vera þörf áíbúðum sem er ekki verið að byggja.“ Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur að hækkað mismikið eftir aldri íbúða. Í fyrra var fermetraverð nýrra íbúða um nítján prósentum hærra en á þeim eldri. Bilið hefur breikkað töluvert í ár og þær nýju eru núna almennt um fjórðungi dýrari. Verðhækkun nýrra íbúða hefur þrýst upp fasteignaverði. Verð nýrra íbúða gæti þó tekið að lækka. „Þeir sem eru að byggja íbúðir til þess að selja þeir þurfa að losna við þær. Það er náttúrulega mjög dýrt að hafa fullbyggðar og óseldar íbúðir í eigu sinni mjög lengi,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans.
Húsnæðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira