Framkvæmdastjóri Eflingar segir háttsetta stjórnendur félagsins hafa verið handgengnir fyrri forystu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. september 2019 19:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor. Hann segir ógerning að fara að kröfum fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tugi milljóna króna. Lögmaður starfsfólksins hafi reynt að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga. Fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar og þjónustustjóri í fræðslusjóði félagsins hafa leitað til Láru V. Júliusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra við starfslok. Skrifstofustjórinn gerði samkomulag við stjórnendur eftir að honum var tilkynnt á starfsmannafundi að nýr framkvæmdastjóri yrði ráðinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu veiktist hann í fjóra mánuði á uppsagnartímanum og fór fram á að fá veikindatímann greiddan en var neitað. Viðar Þorsteinsson framkvæmdarstjóri Eflingar segir að þetta sé óréttmæt krafa. „Við gerum við hann starfslokasamning og þegar hann var við það að renna út þá setti hann fram nýjar kröfur um einhvers konar framlengingu og einhvers konar viðbót á réttindum sem skilgreind voru í þeim samningi. Það var yfirfarið vandlega af lögmanni og skoðað með tilliti til með hvað sé eðlilegt að gefa fordæmi fyrir og hvað sé lagalegur fótur fyrir og niðurstaðan var að svo sé ekki, því miður,“ segir Viðar.Á Facebooksíðu formanns Eflingar í dag kemur fram að hún hafi sagt á starfsmannafundi að hún myndi taka sér nýjan skrifstofustjóra eftir að hafa orðað það við fráfarandi formann. Viðar segir að þetta hafi verið óheppilegt en honum hafi ekki verið sagt upp störfum. „Ég skal ekki segja hvort um það hvort það hefði mátt fara öðruvísi að því hvernig þetta mál var höndlað áður en ég kom til starfa. Þráinn Hallgrímsson fráfarandi skrifstofustjóri kvaddi Eflingu í sátt með undirrituðum starfslokasamningi. Ég átti hér fundi með honum þar sem farið var yfir störfi. Hann var svo kvaddur með handabandi og óskað velfarnaðar,“ segir Viðar.Háttsettir stjórnendur voru handbendi fyrri forystuÍ hádegisfréttum sagði formaður VR stéttarfélags að tiltekinn hópur innan Eflingar hefðir beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningunum til formannsembættisins. Viðar tekur undir að svo sé. „Á undanförnum misserum og árum hafa verið átök innan verkalýðsfélaganna. Nýir leiðtogar hafa komið fram og nýjar áherslur. Þeir eru þá kannski í þeirri stöðu að fyrir eru ráðnir starfsmenn eða háttsettir stjórnendur sem hafa kannski eins og skiljanlegt er verið handgengir fyrir forystu félaganna. Það hafa komið upp spennur og erfiðleikar sem er skiljanlegt,“ segir Viðar. Aðspurður um hvort það eigi við fyrrverandi skrifstofustjórann og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá Eflingu síðasta haust segir Viðar. „Því miður snúast þessi mál um mjög digra starfslokasamninga. Til dæmis hefur fjármálastjórinn krafist að fá starfslokapakka sem hefði kostað félagið 40-50 milljónir króna. Þessar kröfur eiga sér enga stoð í neinu hjá Eflingu eða siðferðisheimi verkalýðshreyfingarinnar. Að vissu leyti hefur orðið menningarbreyting með nýrri forystu. Í gegnum árin þá urðu til ákveðnir starfshættir hjá háttsettu fólki hjá verkalýðshreyfingunni þar sem fólk hefur ekki starfað undir ákveðnu aðhaldi skulum við segja. Við í verkalýðshreyfingunni nú teljum það ekki lengur við hæfi,“ segir Viðar.Efling tilbúin að mæta fyrir dómstólaLára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið með mál fjögurra starfsmanna Eflingar í vinnslu hjá sér. Hún sagði í gær að leitað hefði verið árangurslausra sátta í málunum. Viðar segir kröfurnar óréttmætar og ef lögmaðurinn sé svona sannfærður um að kröfurnar séu réttmætar hvers vegna sé þá ekki farið með málið fyrir dómstóla. „Það er sífellt verið að leita með málin í fjölmiðlasirkus í staðinn fyrir að fá bara úr þeim skorið fyrir dómstólum. Við í Eflingu erum tilbúin að mæta því og ef fólkið á þessi réttindi inni þá að sjálfsögðu munum við hlýta því alveg eins og við berjumst fyrir hönd alls launafólks á Íslandi,“ segir Viðar. Ítarlegt viðtal við Viðar má finna í spilaranum hér að neðan. Kjaramál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar tekur undir með formanni VR um að tiltekinn hópur starfsmanna félagsins hafi verið handgenginn fyrri forystu félagsins í kosningabaráttunni í fyrravor. Hann segir ógerning að fara að kröfum fyrrverandi stjórnenda félagsins upp á tugi milljóna króna. Lögmaður starfsfólksins hafi reynt að þvinga Eflingu til að gera óeðlilega samninga. Fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar og þjónustustjóri í fræðslusjóði félagsins hafa leitað til Láru V. Júliusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra við starfslok. Skrifstofustjórinn gerði samkomulag við stjórnendur eftir að honum var tilkynnt á starfsmannafundi að nýr framkvæmdastjóri yrði ráðinn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu veiktist hann í fjóra mánuði á uppsagnartímanum og fór fram á að fá veikindatímann greiddan en var neitað. Viðar Þorsteinsson framkvæmdarstjóri Eflingar segir að þetta sé óréttmæt krafa. „Við gerum við hann starfslokasamning og þegar hann var við það að renna út þá setti hann fram nýjar kröfur um einhvers konar framlengingu og einhvers konar viðbót á réttindum sem skilgreind voru í þeim samningi. Það var yfirfarið vandlega af lögmanni og skoðað með tilliti til með hvað sé eðlilegt að gefa fordæmi fyrir og hvað sé lagalegur fótur fyrir og niðurstaðan var að svo sé ekki, því miður,“ segir Viðar.Á Facebooksíðu formanns Eflingar í dag kemur fram að hún hafi sagt á starfsmannafundi að hún myndi taka sér nýjan skrifstofustjóra eftir að hafa orðað það við fráfarandi formann. Viðar segir að þetta hafi verið óheppilegt en honum hafi ekki verið sagt upp störfum. „Ég skal ekki segja hvort um það hvort það hefði mátt fara öðruvísi að því hvernig þetta mál var höndlað áður en ég kom til starfa. Þráinn Hallgrímsson fráfarandi skrifstofustjóri kvaddi Eflingu í sátt með undirrituðum starfslokasamningi. Ég átti hér fundi með honum þar sem farið var yfir störfi. Hann var svo kvaddur með handabandi og óskað velfarnaðar,“ segir Viðar.Háttsettir stjórnendur voru handbendi fyrri forystuÍ hádegisfréttum sagði formaður VR stéttarfélags að tiltekinn hópur innan Eflingar hefðir beitt sér gegn öðrum frambjóðandanum í kosningunum til formannsembættisins. Viðar tekur undir að svo sé. „Á undanförnum misserum og árum hafa verið átök innan verkalýðsfélaganna. Nýir leiðtogar hafa komið fram og nýjar áherslur. Þeir eru þá kannski í þeirri stöðu að fyrir eru ráðnir starfsmenn eða háttsettir stjórnendur sem hafa kannski eins og skiljanlegt er verið handgengir fyrir forystu félaganna. Það hafa komið upp spennur og erfiðleikar sem er skiljanlegt,“ segir Viðar. Aðspurður um hvort það eigi við fyrrverandi skrifstofustjórann og fjármálastjóra og bókara sem hafa verið í veikindaleyfi frá Eflingu síðasta haust segir Viðar. „Því miður snúast þessi mál um mjög digra starfslokasamninga. Til dæmis hefur fjármálastjórinn krafist að fá starfslokapakka sem hefði kostað félagið 40-50 milljónir króna. Þessar kröfur eiga sér enga stoð í neinu hjá Eflingu eða siðferðisheimi verkalýðshreyfingarinnar. Að vissu leyti hefur orðið menningarbreyting með nýrri forystu. Í gegnum árin þá urðu til ákveðnir starfshættir hjá háttsettu fólki hjá verkalýðshreyfingunni þar sem fólk hefur ekki starfað undir ákveðnu aðhaldi skulum við segja. Við í verkalýðshreyfingunni nú teljum það ekki lengur við hæfi,“ segir Viðar.Efling tilbúin að mæta fyrir dómstólaLára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið með mál fjögurra starfsmanna Eflingar í vinnslu hjá sér. Hún sagði í gær að leitað hefði verið árangurslausra sátta í málunum. Viðar segir kröfurnar óréttmætar og ef lögmaðurinn sé svona sannfærður um að kröfurnar séu réttmætar hvers vegna sé þá ekki farið með málið fyrir dómstóla. „Það er sífellt verið að leita með málin í fjölmiðlasirkus í staðinn fyrir að fá bara úr þeim skorið fyrir dómstólum. Við í Eflingu erum tilbúin að mæta því og ef fólkið á þessi réttindi inni þá að sjálfsögðu munum við hlýta því alveg eins og við berjumst fyrir hönd alls launafólks á Íslandi,“ segir Viðar. Ítarlegt viðtal við Viðar má finna í spilaranum hér að neðan.
Kjaramál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira