Sjálf athöfnin var haldin á sveitasetrinu Villa Teloni. Fjölmargar vinkonur Tobbu voru mættar á svæðið og einnig meðlimir Baggalúts en Kalli hefur um áraraðir verið í sveitinni.
Kalli var klæddur í dökkblá jakkaföt og í bleikri skyrtu. Tobba var sjálf í fallegum hvítum og bleikum brúðarkjól.
Tobba og Kalli eiga saman tvær dætur sem voru að sjálfsögðu viðstaddar í gær.

