Góð orka skiptir máli Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. september 2019 07:45 Monika er ekki bara tónlistar- og leiðsögumaður heldur líka friðarsinni hinn mesti. Fréttablaðið/Ernir Við byrjum í Kjarnanum í Mosfellsbæ klukkan 11 með sýningu sem nefnist Hvernig upplifa og túlka börnin frið í leik og starfi. Hún er eftir leikskólabörn í Kópavogi og bæjarfulltrúar þaðan og frá Mosfellsbæ opna hana. Okkur finnst mikilvægt að tengja kynslóðir og líka að bæjarfélög sameinist um að halda viðburð á þessum friðardegi. Það væri gaman að sjá sem flesta.“ Þannig lýsir Monika Abendroth upphafi dagskrár friðardagsins á morgun sem verður formlega opnuð í Þjóðminjasafninu klukkan 14. Þar taka meðal annars fjórar erlendar konur til máls. Þær eru staddar hér á friðarþingi og Monika tekur fram að þær tali ensku. „Ein fjallar um að hver og einn þurfi að finna frið í eigin barmi, það hafi áhrif á næstu manneskju. Ein er Sami frá Norður-Noregi og talar svolítið um hvernig það er þegar meirihluti kúgar minnihluta, tvær frá Sviss sem hafa verið í flóttamannahjálp tala um hvernig það er að hafa flóttamenn sem nágranna. Svo komum við Palli fram líka, hann er svo elskulegur að taka þátt. Á eftir verður gengin friðarganga kringum Reykjavíkurtjörn.“ Hingað til lands eru komnar 22 konur frá fjórtán Evrópulöndum til að ræða saman, að sögn Moniku. „Þær eru í grasrótarhreyfingu sem kallast European Grandmother Council. Ekki allar ömmur en samt konur með reynslu. Tilgangur samtakanna er göfugur, konur vilja næra lífið og skapa jafnvægi í náttúrunni, meðan karlar leggja oft meira upp úr hagvexti og framkvæmdum, burtséð frá því hverjar afleiðingarnar verða.“ Samtökin Eruopean Grandmother Council voru stofnuð árið 2015 á Ítalíu, að sögn Moniku. „Ég var í heimsókn hjá systur minni og var spurð hvort ég vildi taka þátt, mig hafði einmitt langað að starfa á alþjóðavettvangi og þarna kom þetta til mín. Við konurnar hittumst á níu mánaða fresti og fyrir utan stofnfundinn höfum við verið í Þýskalandi, Noregi, Ítalíu og Litháen. Þær sem bjóða heim gera það af frjálsum vilja og nú fannst mér ég vera tilbúin. Því eru þessar konur komnar til Íslands. Ég ákvað strax að hafa þema dagskrárinnar frið því við Íslendingar búum í herlausu landi og erum laus við vopnaframleiðslu. Valdi dagsetningu níu mánuði fram í tímann og það fallega gerðist að ég hitti einmitt á alþjóðlega friðardaginn. Þegar ég áttaði mig á því sat ég fyrir framan tölvuna og sagði bara takk, takk.“ Monika segir mörg spor og símtöl að baki við að skipuleggja þingið. „Þessar konur hafa ekki efni á að borga 100 þúsund fyrir gistingu í þrjár nætur en vinkona mín kom með þá frábæru hugmynd að fá inni í sumarbúðunum í Reykjadal. Það gekk og er alveg draumur, þar er allt til alls og peningurinn okkar fer beint í barnastarfið en ekki arðgreiðslur til hóteleigenda. Falleg hringrás. Eini gallinn er sá að ekki eru almenningssamgöngur á staðinn en það leysist.“ Á sunnudagsmorgun verður þakklætisathöfn í grennd við Krísuvík, nánar tiltekið við Bleikhól. „Það er komið að þeim hól rétt áður en komið er til Krýsuvíkur og það er skilti við veginn. Á Bleikhóli hefur verið ræktað upp risastórt grænt hjarta og framan við það ætlum við að bera fram þakklæti til móður jarðar fyrir hennar skilyrðislausu ást. Góð orka skiptir máli. Þegar ég fór að skoða staðinn með einni úr hópnum sáum við að það er fullt af litlum hjörtum á jörðinni, þegar að er gáð. Alveg ótrúlegt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Við byrjum í Kjarnanum í Mosfellsbæ klukkan 11 með sýningu sem nefnist Hvernig upplifa og túlka börnin frið í leik og starfi. Hún er eftir leikskólabörn í Kópavogi og bæjarfulltrúar þaðan og frá Mosfellsbæ opna hana. Okkur finnst mikilvægt að tengja kynslóðir og líka að bæjarfélög sameinist um að halda viðburð á þessum friðardegi. Það væri gaman að sjá sem flesta.“ Þannig lýsir Monika Abendroth upphafi dagskrár friðardagsins á morgun sem verður formlega opnuð í Þjóðminjasafninu klukkan 14. Þar taka meðal annars fjórar erlendar konur til máls. Þær eru staddar hér á friðarþingi og Monika tekur fram að þær tali ensku. „Ein fjallar um að hver og einn þurfi að finna frið í eigin barmi, það hafi áhrif á næstu manneskju. Ein er Sami frá Norður-Noregi og talar svolítið um hvernig það er þegar meirihluti kúgar minnihluta, tvær frá Sviss sem hafa verið í flóttamannahjálp tala um hvernig það er að hafa flóttamenn sem nágranna. Svo komum við Palli fram líka, hann er svo elskulegur að taka þátt. Á eftir verður gengin friðarganga kringum Reykjavíkurtjörn.“ Hingað til lands eru komnar 22 konur frá fjórtán Evrópulöndum til að ræða saman, að sögn Moniku. „Þær eru í grasrótarhreyfingu sem kallast European Grandmother Council. Ekki allar ömmur en samt konur með reynslu. Tilgangur samtakanna er göfugur, konur vilja næra lífið og skapa jafnvægi í náttúrunni, meðan karlar leggja oft meira upp úr hagvexti og framkvæmdum, burtséð frá því hverjar afleiðingarnar verða.“ Samtökin Eruopean Grandmother Council voru stofnuð árið 2015 á Ítalíu, að sögn Moniku. „Ég var í heimsókn hjá systur minni og var spurð hvort ég vildi taka þátt, mig hafði einmitt langað að starfa á alþjóðavettvangi og þarna kom þetta til mín. Við konurnar hittumst á níu mánaða fresti og fyrir utan stofnfundinn höfum við verið í Þýskalandi, Noregi, Ítalíu og Litháen. Þær sem bjóða heim gera það af frjálsum vilja og nú fannst mér ég vera tilbúin. Því eru þessar konur komnar til Íslands. Ég ákvað strax að hafa þema dagskrárinnar frið því við Íslendingar búum í herlausu landi og erum laus við vopnaframleiðslu. Valdi dagsetningu níu mánuði fram í tímann og það fallega gerðist að ég hitti einmitt á alþjóðlega friðardaginn. Þegar ég áttaði mig á því sat ég fyrir framan tölvuna og sagði bara takk, takk.“ Monika segir mörg spor og símtöl að baki við að skipuleggja þingið. „Þessar konur hafa ekki efni á að borga 100 þúsund fyrir gistingu í þrjár nætur en vinkona mín kom með þá frábæru hugmynd að fá inni í sumarbúðunum í Reykjadal. Það gekk og er alveg draumur, þar er allt til alls og peningurinn okkar fer beint í barnastarfið en ekki arðgreiðslur til hóteleigenda. Falleg hringrás. Eini gallinn er sá að ekki eru almenningssamgöngur á staðinn en það leysist.“ Á sunnudagsmorgun verður þakklætisathöfn í grennd við Krísuvík, nánar tiltekið við Bleikhól. „Það er komið að þeim hól rétt áður en komið er til Krýsuvíkur og það er skilti við veginn. Á Bleikhóli hefur verið ræktað upp risastórt grænt hjarta og framan við það ætlum við að bera fram þakklæti til móður jarðar fyrir hennar skilyrðislausu ást. Góð orka skiptir máli. Þegar ég fór að skoða staðinn með einni úr hópnum sáum við að það er fullt af litlum hjörtum á jörðinni, þegar að er gáð. Alveg ótrúlegt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira