Rimac ætlar að framleiða 150 eintök til sölu af C-Two og eru um þessar mundir að klára að framkvæma prófanir til að fá formleg leyfi til að selja bílinn.
Rimac áætlar að nýji bíllinn verði 1,97 sekúndur úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst og einunigs 11,8 sekúndur upp í 300 km/klst. Til að setja það í samhengi þá er meðal fólksbíll um 10-11 sekúndur upp í 100 km/klst. Hámarkshraðinn er sagður vera 458 km/klst, ef einhver þorir að reyna það.
Rétt er að vara bílaáhugafólk við meðfylgjandi myndandi.
Rimac C-Two dregur um 650 kílómetra ef ekið er við eðlilegar aðstæður. Bíllinn kemst samkvæmt framleiðanda tvo hringi á Nürburgring brautinni „með minniháttar eftirgjöf í frammistöðu“.