Kolfinna fær alltaf góð ráð frá frænkunni sem hefur unnið keppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2019 15:30 Kolfinna mætti í Brennsluna í morgun. „Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi valdi Kolfinnu en þær eru frænkur. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Kolfinna tók einnig þátt í Miss Universe Iceland í lok ágúst. „Þú færð að vera úti í heimi á risasviði sem fulltrúi landsins þíns. Þetta verður bara geðveikt og ég er mjög spennt.“ Eins og áður segir fer keppnin fram í London. „Þetta hefur verið áður í Kína og á rosalega framandi stöðum en ég er búin að fara til London svona fimm hundruð sinnum en ég elska London,“ segir Kolfinna og bætir við að það sé gott að tímamismunurinn sé lítill og að fjölskyldan geti nokkuð auðveldlega komið út og stutt við bakið á henni. „Það eru miklu fleiri af mínum vinum og fjölskyldu að íhuga að koma. Miss World er þannig keppni að það er lögð mest áhersla á góðgerðarverkefni og það þurfa allar stelpurnar að koma fram með einhver góðgerðaverkefni. Ég er búin að vinna í mínu í næstum því ár núna og það heitir Now Not Later. Það er til að hjálpa aðstandendum krabbameinssjúklinga en kærastinn minn er með heilaæxli og það var þannig sem það kom til.“ Magnús kærasti Kolfinnu þurfti að fara í heilaskurðaðgerð og síðan í 12 mánaða lyfjameðferð og því stendur málefnið henni nærri.Getur vonandi komið út í nokkra daga „Hann langar að koma með mér út nokkrum dögum fyrr og vera aðeins með mér fyrir keppni. Svo þegar allar stelpurnar tékka sig inn á hótelið þá erum við bara eign Miss World og eru alveg á þeirra ábyrgð. Því er ekkert vinsælt að maður fái margar heimsóknir.“ „Hún er sú sem er að undirbúa mig fyrir þetta og ég fæ að spyrja hana um hvað sem er. Hún var klukkan fjögur í nótt í Kanada að senda mér fullt fyrir viðtal,“ segir Kolfinna um frænku sína Lindu P sem vann þessa keppni eftirminnilega á sínum tíma. Hún segist finna fyrir pressu. „Við eigum þrjá sigurvegara í þessari keppni svo það er töluverð pressa. Við erum held ég númer þrjú í heiminum yfir þeir þjóðir sem hafa unnið þetta oftast. Svo þarf ég að tala á sviði sem mér finnst ekkert mega þægilegt enn þá,“ segir Kolfinna sem þarf einnig að taka þátt í hæfileikakeppni en hún mun þá taka upp gítarinn og spila fyrir salinn og sjónvarpsáhorfendur. Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Brennslan Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Ég fór bara að gráta,“ segir Kolfinna Mist Austfjörð í Brennslunni á FM957 í morgun þegar hún fékk þær fréttir að hún væri að fara taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss World en í gær var tilkynnt hvaða kona myndi koma fram fyrir Íslands hönd í London núna í desember. Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi valdi Kolfinnu en þær eru frænkur. Kolfinna Mist er fædd og uppalin á Akureyri og er 23 ára gömul. Kolfinna er tónlistarkona, syngur og spilar á gítar. Kolfinna tók einnig þátt í Miss Universe Iceland í lok ágúst. „Þú færð að vera úti í heimi á risasviði sem fulltrúi landsins þíns. Þetta verður bara geðveikt og ég er mjög spennt.“ Eins og áður segir fer keppnin fram í London. „Þetta hefur verið áður í Kína og á rosalega framandi stöðum en ég er búin að fara til London svona fimm hundruð sinnum en ég elska London,“ segir Kolfinna og bætir við að það sé gott að tímamismunurinn sé lítill og að fjölskyldan geti nokkuð auðveldlega komið út og stutt við bakið á henni. „Það eru miklu fleiri af mínum vinum og fjölskyldu að íhuga að koma. Miss World er þannig keppni að það er lögð mest áhersla á góðgerðarverkefni og það þurfa allar stelpurnar að koma fram með einhver góðgerðaverkefni. Ég er búin að vinna í mínu í næstum því ár núna og það heitir Now Not Later. Það er til að hjálpa aðstandendum krabbameinssjúklinga en kærastinn minn er með heilaæxli og það var þannig sem það kom til.“ Magnús kærasti Kolfinnu þurfti að fara í heilaskurðaðgerð og síðan í 12 mánaða lyfjameðferð og því stendur málefnið henni nærri.Getur vonandi komið út í nokkra daga „Hann langar að koma með mér út nokkrum dögum fyrr og vera aðeins með mér fyrir keppni. Svo þegar allar stelpurnar tékka sig inn á hótelið þá erum við bara eign Miss World og eru alveg á þeirra ábyrgð. Því er ekkert vinsælt að maður fái margar heimsóknir.“ „Hún er sú sem er að undirbúa mig fyrir þetta og ég fæ að spyrja hana um hvað sem er. Hún var klukkan fjögur í nótt í Kanada að senda mér fullt fyrir viðtal,“ segir Kolfinna um frænku sína Lindu P sem vann þessa keppni eftirminnilega á sínum tíma. Hún segist finna fyrir pressu. „Við eigum þrjá sigurvegara í þessari keppni svo það er töluverð pressa. Við erum held ég númer þrjú í heiminum yfir þeir þjóðir sem hafa unnið þetta oftast. Svo þarf ég að tala á sviði sem mér finnst ekkert mega þægilegt enn þá,“ segir Kolfinna sem þarf einnig að taka þátt í hæfileikakeppni en hún mun þá taka upp gítarinn og spila fyrir salinn og sjónvarpsáhorfendur. Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Brennslan Tengdar fréttir Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13 Svona var Miss Universe Iceland valin Birta Abiba stóð uppi sem sigurvegari. 1. september 2019 22:35 Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Kolfinna Mist Austfjörð verður fulltrúi Íslands í Miss World Linda Pétursdóttir umboðsaðili Miss World á Íslandi hefur valið þátttakanda sem keppir fyrir Íslands hönd í Miss World. 8. október 2019 09:13
Fer eiginlega aldrei hjá sér Kolfinna Austfjörð tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Kolfinna er frá Akureyri og er nýlega flutt heim frá Noregi þar sem hún hefur búið undanfarin ár. 15. ágúst 2019 13:30