Af flugum, löxum og mönnum Karl Lúðvíksson skrifar 8. október 2019 14:04 Úr bókinni "Af flugum, löxum og mönnum" Nú líður að jólum og það er nokkuð víst að það er fátt eins krefjandi og að finna réttu gjöfina fyrir fluguveiðimanninn og fluguveiðikonuna. Veiðimenn fagna því vel og ærlega þegar gott lesefni kemur út um stangveiði og allt sem því tengist það er því gleðiefni að segja frá því að nú fyrir jólin kemur út hjá Drápu bókin Af flugum, löxum og mönnum eftir Sigurð Héðinn. Sigurður Héðinn er landskunnur veiðimaður og leiðsögumaður veiðimanna. Sigurður er einnig þekktur um allan heim fyrir þær flugur sem hann hefur hannað og hnýtt. Nú hefur Sigurður skrifað og sett saman gullfallega, áhugaverða og einstaka veiðibók. Bókin heitir Af flugum, löxum og mönnum og í henni fjallar Sigurður um nánast allt sem viðkemur laxveiðinni; hinar ólíku veiðiaðferðir sem hægt er að beita, hvernig skuli lesa vatnið, sjónsvið laxfiska, veiðibúnaðinn og ótalmargt fleira. Þá eru í bókinni uppskriftir að fjölda flugna - og að sjálfsögðu fá ótal veiðisögur að fylgja með. Sigurður er einn reynslumesti laxveiðimaður landsins og hér fá lesendur að kíkja í reynslubankann. Bókina skreyta stórglæsilegar myndir af flugum sem Kristinn Magnússon tók og einstaklega fallegar og skýrar teikningar sem Sól Hilmarsdóttir teiknar. Arndís Lilja Guðmundsdóttir færði texta og myndir í gullfallegan búning. Bókin er 144 bls, með myndum af meira en 50 flugum og 17 skýringarteikningum. Hún er 17x24 sm í botinu, prentuð á 120 gr Munken Pure Rough pappír og verður að sjálfsögðu harðspjalda bók. Fyrir veiðiáhugamanninn og -konuna er þessi bók sannkallaður gullmoli. Af flugum, löxum og mönnum kemur út í nóvember. Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði
Nú líður að jólum og það er nokkuð víst að það er fátt eins krefjandi og að finna réttu gjöfina fyrir fluguveiðimanninn og fluguveiðikonuna. Veiðimenn fagna því vel og ærlega þegar gott lesefni kemur út um stangveiði og allt sem því tengist það er því gleðiefni að segja frá því að nú fyrir jólin kemur út hjá Drápu bókin Af flugum, löxum og mönnum eftir Sigurð Héðinn. Sigurður Héðinn er landskunnur veiðimaður og leiðsögumaður veiðimanna. Sigurður er einnig þekktur um allan heim fyrir þær flugur sem hann hefur hannað og hnýtt. Nú hefur Sigurður skrifað og sett saman gullfallega, áhugaverða og einstaka veiðibók. Bókin heitir Af flugum, löxum og mönnum og í henni fjallar Sigurður um nánast allt sem viðkemur laxveiðinni; hinar ólíku veiðiaðferðir sem hægt er að beita, hvernig skuli lesa vatnið, sjónsvið laxfiska, veiðibúnaðinn og ótalmargt fleira. Þá eru í bókinni uppskriftir að fjölda flugna - og að sjálfsögðu fá ótal veiðisögur að fylgja með. Sigurður er einn reynslumesti laxveiðimaður landsins og hér fá lesendur að kíkja í reynslubankann. Bókina skreyta stórglæsilegar myndir af flugum sem Kristinn Magnússon tók og einstaklega fallegar og skýrar teikningar sem Sól Hilmarsdóttir teiknar. Arndís Lilja Guðmundsdóttir færði texta og myndir í gullfallegan búning. Bókin er 144 bls, með myndum af meira en 50 flugum og 17 skýringarteikningum. Hún er 17x24 sm í botinu, prentuð á 120 gr Munken Pure Rough pappír og verður að sjálfsögðu harðspjalda bók. Fyrir veiðiáhugamanninn og -konuna er þessi bók sannkallaður gullmoli. Af flugum, löxum og mönnum kemur út í nóvember.
Stangveiði Mest lesið Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Selá og Hofsá að eiga gott veiðitímabil Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Er þetta flottasta veiðimyndin í sumar? Veiði Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið á sölustaði Veiði