Stella varð þriggja barna stjúpmóðir á einni nóttu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2019 10:30 Stella Björg Kristinsdóttir á í dag fjögur börn með eiginmanni sínum Orra. Stella Björg Kristinsdóttir er bæði móðir og stjúpmóðir. Hún er með B.A. í félagsráðgjöf og viðbótar diplómu í samskiptum og forvörnum. Frá því hún fékk það hlutverk að vera stjúpmóðir hefur hún haft gaman að því að kynna sér málefni og fræðast um stjúptengsl. Hún og eiginmaður hennar, Orri Hermannsson, kynntust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. „Við kynnumst árið 2012 og vorum mjög fljót að finna að við vildum vera saman. Orri var svo lukkulegur að eiga þrjú börn þannig að við vorum bara að fara stofna stjúpfjölskyldu. Svo giftum við okkur 2015 og eignuðumst svo Freyju Rán 2016.“ Í dag eru þau því fjögur systkinin en Stella segir að það hafi aldrei verið nein fyrirstaða að verða stjúpmóðir þriggja barna.Þurfti að aðlagast því að vera fimm „Það var aldrei neitt sem ég var hrædd við að takast á við. Auðvitað var þetta samt eitthvað glænýtt og bara eins og þegar maður er að hefja sambúð með einhverjum og þið eruð að læra að búa saman. En þarna er þetta ekki bara einn einstaklingur, heldur eru þau fjögur sem maður þarf að læra að búa með. Það er bara ýmislegt sem maður þarf að aðlagast, læra og taka tillit til. Ég man eftir því þegar við vorum búin að vera saman í tæpt ár þá hélt ég erindi á vegum stjórn stjúpfjölskyldna sem hét að fara úr því að vera ein í því að vera fimm. Það gefur auga leið að þetta var ótrúlega mikil breyting.“Allt í einu var Stella farin að vera með eins og hálfs árs bleyjubarn sem hún kunni lítið á.Að stofna sína eigin fjölskyldu getur oft verið erfitt en að setja saman fjölskyldu úr ólíkum áttum getur einnig tekið á. „Þau voru öll á mismunandi aldri og ég var til að mynda ekki von því að vera með eins og hálfs árs bleyjubarn og var nú enginn meistari í því. Eða þá að vera allt í einu að búa með stelpu sem var að verða táningur, nema bara þegar ég var sjálf táningur og mér fannst það ekkert rosalega langt síðan að það var. Það sem ég man svo eftir varðandi mig sjálfa var að ég þurfti svo að læra hvað það þýddi að vera stjúpforeldri.“ Það getur verið mjög krefjandi að læra inná nýtt og mikilvægt hlutverk. Og er það því mikil áskorun fyrir þá sem stíga inn í það hlutverk að vera stjúpforeldri. „Alveg eins og það er mjög stór áskorun að fara inn í foreldra hlutverk þá er það auðvitað líka mikil áskorun að verða stjúpmóðir. Þetta voru bara þrír ótrúlega flottir einstaklingar sem ég var að fara búa með ásamt Orra. Það var mikil áskorun að ganga inn í eitthvað eins og uppeldis og foreldra hlutverk. Þú vilt gera það vel. Ég fór frekar snemma eftir að við byrjuðum saman á svona sjúpu námskeið. Á því námskeiði var mikið talað um að móta hlutverkið sjálfur. Og ég fann mjög sterkt að móta þetta hlutverk sjálf. Ég fann fyrir því að það væri mikilvægt að móta ákveðna sérstöðu í því að vera stjúpmamma þar sem börnin áttu svo frábærar mömmur.“ Þegar það kemur að því að taka að sér hlutverkið stjúpforeldri eru nokkrar leiðir til að leita sér bæði fræðslu og hjálpar. Stella segir það vera mikilvægur partur af ferlinu. „Ég myndi hundrað prósent mæla með því og ég bara elska að kynna mér málefni stjúpfjölskyldna og var það alveg frá byrjun,“ segir Stella en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hreindýraskítur, týnt barn og fjölskylduvæn fegurð „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira
Stella Björg Kristinsdóttir er bæði móðir og stjúpmóðir. Hún er með B.A. í félagsráðgjöf og viðbótar diplómu í samskiptum og forvörnum. Frá því hún fékk það hlutverk að vera stjúpmóðir hefur hún haft gaman að því að kynna sér málefni og fræðast um stjúptengsl. Hún og eiginmaður hennar, Orri Hermannsson, kynntust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. „Við kynnumst árið 2012 og vorum mjög fljót að finna að við vildum vera saman. Orri var svo lukkulegur að eiga þrjú börn þannig að við vorum bara að fara stofna stjúpfjölskyldu. Svo giftum við okkur 2015 og eignuðumst svo Freyju Rán 2016.“ Í dag eru þau því fjögur systkinin en Stella segir að það hafi aldrei verið nein fyrirstaða að verða stjúpmóðir þriggja barna.Þurfti að aðlagast því að vera fimm „Það var aldrei neitt sem ég var hrædd við að takast á við. Auðvitað var þetta samt eitthvað glænýtt og bara eins og þegar maður er að hefja sambúð með einhverjum og þið eruð að læra að búa saman. En þarna er þetta ekki bara einn einstaklingur, heldur eru þau fjögur sem maður þarf að læra að búa með. Það er bara ýmislegt sem maður þarf að aðlagast, læra og taka tillit til. Ég man eftir því þegar við vorum búin að vera saman í tæpt ár þá hélt ég erindi á vegum stjórn stjúpfjölskyldna sem hét að fara úr því að vera ein í því að vera fimm. Það gefur auga leið að þetta var ótrúlega mikil breyting.“Allt í einu var Stella farin að vera með eins og hálfs árs bleyjubarn sem hún kunni lítið á.Að stofna sína eigin fjölskyldu getur oft verið erfitt en að setja saman fjölskyldu úr ólíkum áttum getur einnig tekið á. „Þau voru öll á mismunandi aldri og ég var til að mynda ekki von því að vera með eins og hálfs árs bleyjubarn og var nú enginn meistari í því. Eða þá að vera allt í einu að búa með stelpu sem var að verða táningur, nema bara þegar ég var sjálf táningur og mér fannst það ekkert rosalega langt síðan að það var. Það sem ég man svo eftir varðandi mig sjálfa var að ég þurfti svo að læra hvað það þýddi að vera stjúpforeldri.“ Það getur verið mjög krefjandi að læra inná nýtt og mikilvægt hlutverk. Og er það því mikil áskorun fyrir þá sem stíga inn í það hlutverk að vera stjúpforeldri. „Alveg eins og það er mjög stór áskorun að fara inn í foreldra hlutverk þá er það auðvitað líka mikil áskorun að verða stjúpmóðir. Þetta voru bara þrír ótrúlega flottir einstaklingar sem ég var að fara búa með ásamt Orra. Það var mikil áskorun að ganga inn í eitthvað eins og uppeldis og foreldra hlutverk. Þú vilt gera það vel. Ég fór frekar snemma eftir að við byrjuðum saman á svona sjúpu námskeið. Á því námskeiði var mikið talað um að móta hlutverkið sjálfur. Og ég fann mjög sterkt að móta þetta hlutverk sjálf. Ég fann fyrir því að það væri mikilvægt að móta ákveðna sérstöðu í því að vera stjúpmamma þar sem börnin áttu svo frábærar mömmur.“ Þegar það kemur að því að taka að sér hlutverkið stjúpforeldri eru nokkrar leiðir til að leita sér bæði fræðslu og hjálpar. Stella segir það vera mikilvægur partur af ferlinu. „Ég myndi hundrað prósent mæla með því og ég bara elska að kynna mér málefni stjúpfjölskyldna og var það alveg frá byrjun,“ segir Stella en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Hreindýraskítur, týnt barn og fjölskylduvæn fegurð „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Sjá meira