Mættur á sviðið um 50 mínútum eftir að hafa verið hleypt úr vélinni Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 19:43 Guðmundur Ingi segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. Vísir/Stefán „Við byrjuðum hálftíma seinna en til stóð en þetta hafðist og gekk vel,“ segir leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson um sýningu á Húh! Best í heimi í Borgarleikhúsinu klukkan 20 í gærkvöldi. Vegna óveðursins sem geisaði á landinu í gær var Guðmundur Ingi fastur í flugvél á Keflavíkurflugvelli í einhverja klukkutíma og var ekki hleypt út fyrr en 19:40, tuttugu mínútum áður en sýningin átti að hefjast. „Ég er samt búinn að vera með óraunveruleikatilfinningu í allan dag. Eins og þetta hafi ekki gerst,“ segir Guðmundur. Hann segir að leigubílaferðin í gærkvöldi hafi verið mjög góð. Bílstjórinn hafi keyrt eins hratt og mátti og skilað honum í Borgarleikhúsið. „Þetta var eiginlega ótrúlegt. Að komast út úr vélinni tuttugu mínútur í átta og ná að byrja hálf níu í Borgarleikhúsi. Það er nú eiginlega magnað.“Úr Húh! Best í heimi, leiksýningu leikhópsins RaTaTam, sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.Mynd/Steve LorenzAðrir miklu stressaðri en hann Guðmundur segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. „Ég gat náttúrulega ekkert annað gert en að koma mér á áfangastað. Ég fór svo beint í jakkaföt og út á svið.“ Hann segist halda að áhorfendur hafi sýnt aðstæðunum fullan skilning. „ Það virtust alla vega allir glaðir í leikslok. Sýningin gekk vel, svo er önnur sýning í kvöld og aftur á morgun. Áfram á galeiðunni!“ Guðmundur var staddur baksviðs þegar fréttastofa náði tali af honum. „Það eru líka allir mættir vel fyrir sýningu í kvöld. Það er líka verið að frumsýna Sex í sveit þannig að það er allt verða vitlaust hérna baksviðs.“ Keflavíkurflugvöllur Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
„Við byrjuðum hálftíma seinna en til stóð en þetta hafðist og gekk vel,“ segir leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson um sýningu á Húh! Best í heimi í Borgarleikhúsinu klukkan 20 í gærkvöldi. Vegna óveðursins sem geisaði á landinu í gær var Guðmundur Ingi fastur í flugvél á Keflavíkurflugvelli í einhverja klukkutíma og var ekki hleypt út fyrr en 19:40, tuttugu mínútum áður en sýningin átti að hefjast. „Ég er samt búinn að vera með óraunveruleikatilfinningu í allan dag. Eins og þetta hafi ekki gerst,“ segir Guðmundur. Hann segir að leigubílaferðin í gærkvöldi hafi verið mjög góð. Bílstjórinn hafi keyrt eins hratt og mátti og skilað honum í Borgarleikhúsið. „Þetta var eiginlega ótrúlegt. Að komast út úr vélinni tuttugu mínútur í átta og ná að byrja hálf níu í Borgarleikhúsi. Það er nú eiginlega magnað.“Úr Húh! Best í heimi, leiksýningu leikhópsins RaTaTam, sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.Mynd/Steve LorenzAðrir miklu stressaðri en hann Guðmundur segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. „Ég gat náttúrulega ekkert annað gert en að koma mér á áfangastað. Ég fór svo beint í jakkaföt og út á svið.“ Hann segist halda að áhorfendur hafi sýnt aðstæðunum fullan skilning. „ Það virtust alla vega allir glaðir í leikslok. Sýningin gekk vel, svo er önnur sýning í kvöld og aftur á morgun. Áfram á galeiðunni!“ Guðmundur var staddur baksviðs þegar fréttastofa náði tali af honum. „Það eru líka allir mættir vel fyrir sýningu í kvöld. Það er líka verið að frumsýna Sex í sveit þannig að það er allt verða vitlaust hérna baksviðs.“
Keflavíkurflugvöllur Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Sjá meira
Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01