Móðir Lilju yfirgaf hana þriggja ára og kom ekki aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2019 11:30 Lilja Oddsdóttir segir sögu sína í Íslandi í dag. Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira