Munar 371 þúsund krónum á launum varaborgarfulltrúa Björn Þorfinnsson skrifar 4. október 2019 08:00 Borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í síðustu kosningum. Fyrstu varaborgarfulltrúar eru átta. fréttablaðið/Stefán Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15