Munar 371 þúsund krónum á launum varaborgarfulltrúa Björn Þorfinnsson skrifar 4. október 2019 08:00 Borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 í síðustu kosningum. Fyrstu varaborgarfulltrúar eru átta. fréttablaðið/Stefán Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fjórir af átta fyrstu varaborgafulltrúum Reykjavíkur sinna öðrum launuðum störfum með fram störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Starfshlutfallið er misjafnt, frá 100% og niður í 15-20%. Laun varaborgarfulltrúa eru 534.683 krónur á mánuði auk þess sem flestir fá álagsgreiðslur ofan á laun sín sem og styrk vegna starfskostnaðar. Launahæstu varaborgarfulltrúarnir eru með 771 þúsund krónur á mánuði auk 55 þúsund króna starfskostnaðar. Starf varaborgarfulltrúa er metið sem 70% starf. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúarnir á föstum launum frá Reykjavíkurborg, einn fyrir hvern flokk sem á sæti í borgarstjórn. Upplýsingarnar um önnur launuð störf er að finna í fjárhagslegri hagsmunaskrá varaborgarfulltrúanna sem hluti þeirra hefur birt opinberlega á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Þeir varaborgarfulltrúar sem ekki hafa enn birt upplýsingarnar á heimasíðu borgarinnar hyggjast allir gera það innan tíðar samkvæmt svörum við fyrirspurn Fréttablaðsins. Samkvæmt nýlegum úrskurði Persónuverndar er borgarfulltrúum ekki skylt að gefa upplýsingarnar upp heldur er hverjum og einum það í sjálfsvald sett. Ólíkt alþingismönnum þá skortir heimild í lögum til þess að gera upplýsingagjöfina að skyldu.Tveir varaborgarfulltrúar sinna fullu starfi samhliða stjórnmálunum. Annar þeirra er Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Er hún í fullu starfi hjá Þetta reddast ehf. Frá Reykjavíkurborg fær hún alls 725 þúsund krónur auk 55 þúsund króna starfstyrks. Hinn varaborgarfulltrúinn er Jórunn Pála Jónasdóttir frá Sjálfstæðisflokknum sem starfar sem lögmaður hjá lögmannsstofunni Rétti. Jórunn er launalægst varaborgarfulltrúa. Laun hennar skerðast vegna þess að hún situr ekki í nægilega mörgum nefndum og ráðum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, varaborgarfulltrúi Flokks fólksins, er einnig í launuðu starfi hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún hefur ekki enn skilað inn hagsmunaskránni en í svari til Fréttablaðsins sagði hún um starfshlutfall sitt þar að hún væri „alltaf á vaktinni“. Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, er launahæsti varaborgarfulltrúinn ásamt Daníel Erni Arnarssyni, fulltrúa Sósíalistaflokksins, og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur frá Vinstri grænum. Auk grunnlauna fá þau öll 190 þúsund króna álag vegna þess að þau eru þingflokksformenn sinna borgarstjórnarflokka. Þá eru þau öll varamenn í borgarráði sem þýðir greiðslur upp á 45 þúsund krónur á mánuði. Baldur er sá eini af þremenningunum sem stundar aðra launaða vinnu utan borgarstjórnar. Hann starfar sem einkaþjálfari og metur starfshlutfall sitt þar um 15-20%. Alexandra Briem frá Pírötum og nýjasti varaborgarfulltrúinn, Sigríður Arndís Jóhannesdóttir frá Samfylkingunni, eru ekki í launuðum störfum samhliða borgarstjórnarskyldum sínum.Uppfært kl.9:15Diljá Ámundadóttir Zoega hætti sem starfsmaður CCP fyrir átta árum síðan. Á skrá yfir fjárhagslega hagsmuni hennar hjá Reykjavíkurborg stendur þó enn að hún sé í 100% starfi fyrir fyrirtækið. Það verður uppfært á næstunni. Hið rétta er að Diljá starfar sem almannatengill hjá fyrirtæki sínu Þetta reddast ehf.Uppfært 18:40 Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er í 50% starfi hjá Rétti en ekki 100% eins og segir í töflu sem fylgdi frétt Fréttablaðsins í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Þórdís Lóa á toppnum með 1,7 milljónir og varaborgarfulltrúar fá hálfa milljón Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er með rúma 1,7 milljón króna í heildarlaun. Þá eru heildarlaun launahæstu varaborgarfulltrúa rúmar 800 þúsund krónur. 10. september 2019 14:15