„Ég er listamaður, ég er ekki félagsráðgjafi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 16:45 Auður var á meðal þeirra tónlistarmanna sem tróðu upp á tónleikum Bylgjunnar á Menningarnótt í sumar. vísir/daníel þór Ein skærasta stjarna íslenskrar tónlistar um þessar mundir, Auður, segir að honum sé alveg sama um gagnrýni frá fólki sem hann þekki ekki. Það hafi ekkert vægi fyrir honum en það sé hins vegar erfitt þegar fólk sem honum þykir vænt um er ósammála því sem hann er að gera. Þá segir hann að það sé einnig mjög skrýtið að vera allt í einu orðinn nokkurs konar „poster boy“ fyrir það að mæta inn á geðdeild og að reykja gras og vera einhvern veginn skilgreindur út frá því. Það hafi ekki alveg verið planið. Auður er listamannsnafn Auðuns Lútherssonar en rætt er við hann í þættinum Rabbabara á RÚV Núll í dag. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem Auðunn veitir í um eitt og hálft ár og segir Auðunn meðal annars frá því hvers vegna hann fór út í tónlist og upphaf ferilsins. Fyrsta platan kom út í upphafi árs 2017 og heitir Alone en það má segja að platan Afsakanir, sem kom út í fyrra, hafi skotið Auðuni upp á stjörnuhimininn. Platan sló í gegn og var meðal annars valin besta platan á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár í flokknum raftónlist.Óhætt er að segja að Auður sé ein skærasta íslenskrar tónlistar í dag en hann sló í gegn í fyrra með plötunni Afsakanir.vísir/daníel þórFinnst skrýtið að setja sig í þá stöðu að gefa ráð Þemu plötunnar eru þung, til dæmis sjálfsvíg, ástvinamissir og glíman við geðsjúkdóma. Auðunn segir að það fylgi því ákveðin ábyrgð að opna sig á þann hátt sem hann gerir á plötunni því fólk vill opna sig á móti við hann. „Og einhvern veginn þegar ég er búinn að gera eitthvað svona svolítið „publicly“ þá heldur fólk að það geti gert það til mín og það er oft svolítil ábyrgð í því því að þetta eru þung þemu eins og sjálfsvíg, að missa einhvern og að glíma við geðræna sjúkdóma. Það er rosalega skrýtið að vera allt í einu orðinn einhver „poster boy“ fyrir það að mæta inn á geðdeild og vera að reykja „weed“ og vera einhvern veginn skilgreindur út frá því. Það var ekki alveg planið,“ segir Auðunn. Þá segir hann að það sé líka dálítið erfitt þegar fólk kemur til hans og leitar ráða og vill jafnvel fá hann til að ræða um geðheilbrigði í framhaldsskólum. „Hvað á ég að segja? Mér finnst ógeðslega skrýtið að fara að setja mig í þá stöðu að gefa ráð. Ég er bara einhver gaur, skilurðu, og ég er bara frekar góður að gera tónlist. Það þýðir ekki að ég viti eitthvað í minn haus.“Trúir því að listamaðurinn megi segja sína sögu Þetta geti verið yfirþyrmandi tilfinning. „Þetta var rosa intense. Margir gefa sér að ég sé með einhverja ábyrgð en þetta er ekki mín ábyrgð. Ég er listamaður, ég er ekki félagsráðgjafi og ég væri mjög lélegur félagsráðgjafi því ég væri bara eitthvað að grípa í gítar og söngla eitthvað. Það er bara mitt að segja mína sögu og það er það sem mig langar að gera,“ segir Auðunn. Þrátt fyrir að plötunni hafi verið vel tekið hefur Auðunn þó líka fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars vegna þess að eiturlyfjaneysla er eitt af umfjöllunarefnum plötunnar. Þannig vakti það töluverða athygli síðsumars þegar Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi lagið hans „Freðinn“ og sagði listamanninn upphefja eiturlyfjaneyslu.Klippa: Auður - Freðinn Spurður út í gagnrýni og hvað honum finnist um hana segir Auðunn: „Ég get bara sagt mína sögu. Það er bara rosalega skrýtið að vera að stjórna einhverri „narratívu“ á sögu sem er ekki bara mín en á sama tíma er það það eina sem ég hef í höndunum. Ég trúi því að listamaðurinn megi segja sína sögu. Mér er alveg sama um skoðanir fólks sem ég þekki ekki og það er bara internetið og eitthvað sem hefur ekkert vægi fyrir mér. Það sem er erfitt er þegar maður er með fólk sem manni þykir vænt, þegar þær manneskjur eru ósammála því sem maður er að gera. Það er erfitt.“Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Hér fyrir neðan má sjá myndina Afsakanir, sem fylgdi útgáfu plötunnar í fyrra.Klippa: AUÐUR - AFSAKANIR Menning Tónlist Tengdar fréttir Auður bauð formanni SAF á tónleika: „Hann er mjög einlægur í sínum flutningi“ Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. 29. ágúst 2019 23:23 Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ein skærasta stjarna íslenskrar tónlistar um þessar mundir, Auður, segir að honum sé alveg sama um gagnrýni frá fólki sem hann þekki ekki. Það hafi ekkert vægi fyrir honum en það sé hins vegar erfitt þegar fólk sem honum þykir vænt um er ósammála því sem hann er að gera. Þá segir hann að það sé einnig mjög skrýtið að vera allt í einu orðinn nokkurs konar „poster boy“ fyrir það að mæta inn á geðdeild og að reykja gras og vera einhvern veginn skilgreindur út frá því. Það hafi ekki alveg verið planið. Auður er listamannsnafn Auðuns Lútherssonar en rætt er við hann í þættinum Rabbabara á RÚV Núll í dag. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem Auðunn veitir í um eitt og hálft ár og segir Auðunn meðal annars frá því hvers vegna hann fór út í tónlist og upphaf ferilsins. Fyrsta platan kom út í upphafi árs 2017 og heitir Alone en það má segja að platan Afsakanir, sem kom út í fyrra, hafi skotið Auðuni upp á stjörnuhimininn. Platan sló í gegn og var meðal annars valin besta platan á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár í flokknum raftónlist.Óhætt er að segja að Auður sé ein skærasta íslenskrar tónlistar í dag en hann sló í gegn í fyrra með plötunni Afsakanir.vísir/daníel þórFinnst skrýtið að setja sig í þá stöðu að gefa ráð Þemu plötunnar eru þung, til dæmis sjálfsvíg, ástvinamissir og glíman við geðsjúkdóma. Auðunn segir að það fylgi því ákveðin ábyrgð að opna sig á þann hátt sem hann gerir á plötunni því fólk vill opna sig á móti við hann. „Og einhvern veginn þegar ég er búinn að gera eitthvað svona svolítið „publicly“ þá heldur fólk að það geti gert það til mín og það er oft svolítil ábyrgð í því því að þetta eru þung þemu eins og sjálfsvíg, að missa einhvern og að glíma við geðræna sjúkdóma. Það er rosalega skrýtið að vera allt í einu orðinn einhver „poster boy“ fyrir það að mæta inn á geðdeild og vera að reykja „weed“ og vera einhvern veginn skilgreindur út frá því. Það var ekki alveg planið,“ segir Auðunn. Þá segir hann að það sé líka dálítið erfitt þegar fólk kemur til hans og leitar ráða og vill jafnvel fá hann til að ræða um geðheilbrigði í framhaldsskólum. „Hvað á ég að segja? Mér finnst ógeðslega skrýtið að fara að setja mig í þá stöðu að gefa ráð. Ég er bara einhver gaur, skilurðu, og ég er bara frekar góður að gera tónlist. Það þýðir ekki að ég viti eitthvað í minn haus.“Trúir því að listamaðurinn megi segja sína sögu Þetta geti verið yfirþyrmandi tilfinning. „Þetta var rosa intense. Margir gefa sér að ég sé með einhverja ábyrgð en þetta er ekki mín ábyrgð. Ég er listamaður, ég er ekki félagsráðgjafi og ég væri mjög lélegur félagsráðgjafi því ég væri bara eitthvað að grípa í gítar og söngla eitthvað. Það er bara mitt að segja mína sögu og það er það sem mig langar að gera,“ segir Auðunn. Þrátt fyrir að plötunni hafi verið vel tekið hefur Auðunn þó líka fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars vegna þess að eiturlyfjaneysla er eitt af umfjöllunarefnum plötunnar. Þannig vakti það töluverða athygli síðsumars þegar Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýndi lagið hans „Freðinn“ og sagði listamanninn upphefja eiturlyfjaneyslu.Klippa: Auður - Freðinn Spurður út í gagnrýni og hvað honum finnist um hana segir Auðunn: „Ég get bara sagt mína sögu. Það er bara rosalega skrýtið að vera að stjórna einhverri „narratívu“ á sögu sem er ekki bara mín en á sama tíma er það það eina sem ég hef í höndunum. Ég trúi því að listamaðurinn megi segja sína sögu. Mér er alveg sama um skoðanir fólks sem ég þekki ekki og það er bara internetið og eitthvað sem hefur ekkert vægi fyrir mér. Það sem er erfitt er þegar maður er með fólk sem manni þykir vænt, þegar þær manneskjur eru ósammála því sem maður er að gera. Það er erfitt.“Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Hér fyrir neðan má sjá myndina Afsakanir, sem fylgdi útgáfu plötunnar í fyrra.Klippa: AUÐUR - AFSAKANIR
Menning Tónlist Tengdar fréttir Auður bauð formanni SAF á tónleika: „Hann er mjög einlægur í sínum flutningi“ Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. 29. ágúst 2019 23:23 Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08 Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Auður bauð formanni SAF á tónleika: „Hann er mjög einlægur í sínum flutningi“ Tónlistarmaðurinn Auður bauð Bjarnheiði Hallsdóttir, formanni Samtaka ferðaþjónustunnar, á tónleika sína á Café Flóru í Laugardalnum í kvöld. 29. ágúst 2019 23:23
Auður fær það óþvegið frá formanni SAF Bjarnheiður segir Auð upphefja vímuefnaneyslu. Doktor Arnar Eggerts segir Bjarnheiði vaða villu og svíma. 27. ágúst 2019 11:08
Auður í Garðpartýi Bylgjunnar: „Hafið kærleikann að leiðarljósi“ Einn af þeim viðburðum sem hafa skipað sér fastan sess á Menningarnótt er Garðpartý Bylgjunnar sem haldið var í sjötta sinn í Hljómskálagarðinum. Á meðal þeirra sem stigu á svið í Hljómskálagarðinum var söngvarinn Auður. 29. ágúst 2019 13:53