Jemen: Tæplega 300 föngum sleppt úr haldi Heimsljós kynnir 2. október 2019 16:00 Ljósmynd frá Jemen. Rauði krossinn. Í vikunni var 290 einstaklingum sleppt úr haldi í Jemen. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Sameinuðu þjóðirnar leiddu aðgerðina eftir beiðni frá landsnefnd um málefni fanga í Jemen. Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi frá utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins, hefur stutt aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen síðastliðin ár. „Við erum alltaf reiðubúin til að starfa sem hlutlaus aðili þegar við fáum beiðni frá stríðandi fylkingum um að sleppa föngum og við vonum að þessi aðgerð leiði til þess að fleiri föngum verði sleppt úr haldi og verði fjölskyldum, sem bíða eftir að sameinast ástvinum sínum, til huggunar,“ segir Franz Rauchenstein, yfirmaður sendinefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen. Hlutverk Alþjóðaráðs Rauða krossins í aðgerðinni var í fyrsta lagi að staðfesta deili á föngunum og kanna hvort þeir vildu ferðast beint frá höfuðborginni Sanaa til síns heima eða hvort þeir vildu vera færðir á svæði undir stjórn gagnaðila. Rauði krossinn veitti einnig fjárhagsaðstoð vegna heimferðarinnar og hafði samband við fjölskyldur ólögráða barna til að tryggja að skyldmennum væri tilkynnt um að börnin væru laus úr haldi og kæmu til að taka á móti þeim. „Við áttum trúnaðarsamtöl við alla fanga til að heyra áhyggjur þeirra, tryggja að þeir hefðu verið í sambandi við fjölskyldur sínar og fengum nauðsynlegar upplýsingar til að fylgja málum þeirra eftir ef þess væri þörf,“ segir Robert Zimmerman, yfirmaður verndarmála Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen. Í frétt frá Rauða krossinum segir að eins og við allar aðgerðir af þessu tagi meti heilbrigðisstarfsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins heilsufar fanga áður en þeim er sleppt, gengið sé úr skugga um að þeir séu hæfir til að ferðast og að tillögur berist til yfirvalda fyrir þá sem þurfa á sérstökum ráðstöfunum á að halda. Alþjóða Rauði krossinn lítur á lausn fanganna sem jákvætt skref, það muni vonandi endurvekja Stokkhólmssamkomulagið, sem fylkingarnar undirrituðu í desember 2018, um lausn fanga, flutninga og heimsendingu (e. repatriation) fanga tengdum átökunum. Frá apríl til ágúst í ár kom Alþjóðaráð Rauða krossins sem hlutlaus milligönguaðili að flutningi á 31 barni sem var í haldi í Sádi Arabíu og flutt til Jemen þar sem þau voru sameinuð fjölskyldum sínum að nýju. „Í lok síðasta árs stóð Rauði krossinn á Íslandi fyrir neyðarsöfnun vegna ástandsins í Jemen þar sem 47 milljónir króna söfnuðust, en það jafngildir mat fyrir 49 þúsund börn í mánuð. Það er afskaplega mikilvægt að styðja við fólk í Jemen þar sem aðstæður eru hreint út sagt skelfilegar. Alþjóðaráð Rauða krossins vinnur ómetanlegt starf á svæðinu og það sést á þessum fréttum sem voru að berast frá Sanaa,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent
Í vikunni var 290 einstaklingum sleppt úr haldi í Jemen. Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Sameinuðu þjóðirnar leiddu aðgerðina eftir beiðni frá landsnefnd um málefni fanga í Jemen. Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi frá utanríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins, hefur stutt aðgerðir Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen síðastliðin ár. „Við erum alltaf reiðubúin til að starfa sem hlutlaus aðili þegar við fáum beiðni frá stríðandi fylkingum um að sleppa föngum og við vonum að þessi aðgerð leiði til þess að fleiri föngum verði sleppt úr haldi og verði fjölskyldum, sem bíða eftir að sameinast ástvinum sínum, til huggunar,“ segir Franz Rauchenstein, yfirmaður sendinefndar Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen. Hlutverk Alþjóðaráðs Rauða krossins í aðgerðinni var í fyrsta lagi að staðfesta deili á föngunum og kanna hvort þeir vildu ferðast beint frá höfuðborginni Sanaa til síns heima eða hvort þeir vildu vera færðir á svæði undir stjórn gagnaðila. Rauði krossinn veitti einnig fjárhagsaðstoð vegna heimferðarinnar og hafði samband við fjölskyldur ólögráða barna til að tryggja að skyldmennum væri tilkynnt um að börnin væru laus úr haldi og kæmu til að taka á móti þeim. „Við áttum trúnaðarsamtöl við alla fanga til að heyra áhyggjur þeirra, tryggja að þeir hefðu verið í sambandi við fjölskyldur sínar og fengum nauðsynlegar upplýsingar til að fylgja málum þeirra eftir ef þess væri þörf,“ segir Robert Zimmerman, yfirmaður verndarmála Alþjóðaráðs Rauða krossins í Jemen. Í frétt frá Rauða krossinum segir að eins og við allar aðgerðir af þessu tagi meti heilbrigðisstarfsmaður Alþjóðaráðs Rauða krossins heilsufar fanga áður en þeim er sleppt, gengið sé úr skugga um að þeir séu hæfir til að ferðast og að tillögur berist til yfirvalda fyrir þá sem þurfa á sérstökum ráðstöfunum á að halda. Alþjóða Rauði krossinn lítur á lausn fanganna sem jákvætt skref, það muni vonandi endurvekja Stokkhólmssamkomulagið, sem fylkingarnar undirrituðu í desember 2018, um lausn fanga, flutninga og heimsendingu (e. repatriation) fanga tengdum átökunum. Frá apríl til ágúst í ár kom Alþjóðaráð Rauða krossins sem hlutlaus milligönguaðili að flutningi á 31 barni sem var í haldi í Sádi Arabíu og flutt til Jemen þar sem þau voru sameinuð fjölskyldum sínum að nýju. „Í lok síðasta árs stóð Rauði krossinn á Íslandi fyrir neyðarsöfnun vegna ástandsins í Jemen þar sem 47 milljónir króna söfnuðust, en það jafngildir mat fyrir 49 þúsund börn í mánuð. Það er afskaplega mikilvægt að styðja við fólk í Jemen þar sem aðstæður eru hreint út sagt skelfilegar. Alþjóðaráð Rauða krossins vinnur ómetanlegt starf á svæðinu og það sést á þessum fréttum sem voru að berast frá Sanaa,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent