Óttast markaðsvæðingu samgöngukerfisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 15:17 Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Fréttablaðið/Stefán Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Með þessi fyrirhuguðu veggjöld þá náttúrlega höfum við áhyggjur af því að þetta geti opnað á einkavæðingu,“ segir Sanna í samtali við Vísi en hún lýsti þessum sjónarmiðum einnig á fundi borgarstjórnar í gær þar sem fram fór fyrri umræða um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Hún fagnar því að gera eigi úrbætur, einkum á almenningssamgöngukerfinu, en setur þó spurningamerki við þær hugmyndir að fjármagna stóran hluta kostnaðar með veggjöldum í einhvers konar útfærslu. „Maður spyr sig náttúrlega hver myndi þá sjá um þetta og það yrði þá væntanlega einhver sem myndi þurfa að fylgjast með þessu kerfi og maður hefur áhyggjur af því að þetta sé skref í átt að markaðsvæðingu.“ Það sé að hennar mati áhyggjuefni ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu samgöngukerfisins úr sameiginlegum sjóðum. „Þar að auki eru þetta gjöld sem að myndu alltaf leggjast þyngst á láglaunafólk af því að þetta er náttúrlega alltaf hlutfallslega meira af tekjum þeirra heldur en tekjum annarra.“ Hún vilji frekar skoða aðra kosti, til dæmis að leggja á svokallað kílómetragjald. „Þá væri bara hægt að skoða bara í rauninni hvað viðkomandi hefur ekið marga kílómetra og hann myndi þá bara greiða af því. Það væri þá bara einhver gjaldskrá til dæmis þar sem að væri kannski ákveðið gjald fyrir bensínbíla, ákveðið gjald fyrir vistvæna bíla, og inn í það væri þá hægt að setja kannski að þeir sem að væru tekjulægstir greiði þá aldrei meira en eitthvað visst,“ segir Sanna. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07 „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, leggst gegn því að lögð verði á veggjöld til að fjármagna samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. „Með þessi fyrirhuguðu veggjöld þá náttúrlega höfum við áhyggjur af því að þetta geti opnað á einkavæðingu,“ segir Sanna í samtali við Vísi en hún lýsti þessum sjónarmiðum einnig á fundi borgarstjórnar í gær þar sem fram fór fyrri umræða um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Hún fagnar því að gera eigi úrbætur, einkum á almenningssamgöngukerfinu, en setur þó spurningamerki við þær hugmyndir að fjármagna stóran hluta kostnaðar með veggjöldum í einhvers konar útfærslu. „Maður spyr sig náttúrlega hver myndi þá sjá um þetta og það yrði þá væntanlega einhver sem myndi þurfa að fylgjast með þessu kerfi og maður hefur áhyggjur af því að þetta sé skref í átt að markaðsvæðingu.“ Það sé að hennar mati áhyggjuefni ef ekki sé hægt að fjármagna uppbyggingu samgöngukerfisins úr sameiginlegum sjóðum. „Þar að auki eru þetta gjöld sem að myndu alltaf leggjast þyngst á láglaunafólk af því að þetta er náttúrlega alltaf hlutfallslega meira af tekjum þeirra heldur en tekjum annarra.“ Hún vilji frekar skoða aðra kosti, til dæmis að leggja á svokallað kílómetragjald. „Þá væri bara hægt að skoða bara í rauninni hvað viðkomandi hefur ekið marga kílómetra og hann myndi þá bara greiða af því. Það væri þá bara einhver gjaldskrá til dæmis þar sem að væri kannski ákveðið gjald fyrir bensínbíla, ákveðið gjald fyrir vistvæna bíla, og inn í það væri þá hægt að setja kannski að þeir sem að væru tekjulægstir greiði þá aldrei meira en eitthvað visst,“ segir Sanna.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30 Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15 Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07 „Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Sjá meira
Telur að samgöngusáttmálinn fari í þveröfuga átt við markmið hans Sjónvarpsmaðurinn og borgarfræðingurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur ýmislegt að athuga við samgöngusáttmálann sem ríkisstjórnin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í síðustu viku. Gísli Marteinn telur útilokað að yfirlýst markmið sáttmálans muni nást verði jafn mikið púður sett í uppbyggingu mannvirkja fyrir bílaumferð, líkt og ráð er gert fyrir. 1. október 2019 11:30
Tillaga um að leyfa samflot á forgangsakreinum felld Sjálfstæðismenn vildu að forgangsakeinar almenningssamgangna yrðu einnig opnar fyrir bíla með þrjá eða fleiri innanborðs. 1. október 2019 19:15
Segir flesta borgarfulltrúa vera „amatöra“ í umræðunni um samgöngumál Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal borgarfulltrúa. 1. október 2019 17:07
„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. 1. október 2019 15:10